Spá mestu verðbólgu í níu ár Eiður Þór Árnason skrifar 11. nóvember 2021 10:55 Áfram hafa hækkanir á húsnæðismarkaði mikil áhrif á þróun verðbólgu. Vísir/Vilhelm Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,5% hækkun vísitölu neysluverðs milli mánaða og að verðbólga fari úr 4,5% í 5,0% í nóvember. Ársverðbólga hefur ekki mælst svo mikil frá því í júní 2012. Spáir hagfræðideildin því jafnframt að verðbólga án húsnæðiskostnaðar verði 3,3% í nóvember. Helstu áhrifaþættir á verðbólguþróunina í mánuðinum eru taldir vera reiknuð húsaleiga, bensín og dísilolía og í þriðja lagi húsgögn og heimilisbúnaður. Allir þrír liðir vega til hækkunar verðlags. Greint var frá því í gær að Greining Íslandsbanka spái því að ársverðbólga muni mælast 5,1% í nóvember. Telur bankinn að stýrivextir Seðlabankans verði líklega hækkaðir um 0,25 prósentur þann 17. nóvember næstkomandi og fari í 1,75%. Hagstofan birtir septembermælingu vísitölu neysluverðs fimmtudaginn 25. nóvember. Hagfræðideild Landsbankans telur að vísitala neysluverðs hækki um 0,4% í desember, lækki um 0,2% í janúar og hækki síðan aftur um 0,7% í febrúar. Gangi spáin eftir mun verðbólgan verða 5% í febrúar en verðbólga án húsnæðis 3%. Til samanburðar gerir Greining Íslandsbanka ráð fyrir að veðbólga mælist 5,2% í febrúar. Verðbólga án húsnæðis hefur gengið nokkuð hratt niður að undanförnu og mældist 3,0% í október en sló hæst í 4,7% í janúar. Ný könnun Seðlabankans bendir til að markaðsaðilar vænti þess að verðbólga verði að meðaltali 4,6% á yfirstandandi ársfjórðungi. Þá komi hún til með að hjaðna á næsta ári og verða að meðaltali 4,4% á fyrsta fjórðungi næsta árs og 3,8% á öðrum fjórðungi. Vænta markaðsaðilar þess að verðbólga hjaðni áfram í kjölfarið og verði 3,3% að ári liðnu. Fréttin hefur verið uppfærð. Verðlag Íslenska krónan Íslenskir bankar Tengdar fréttir Spá umtalsverðri hækkun verðbólgu í nóvember Greining Íslandsbanka spáir umtalsverðri hækkun ársverðbólgu og að hún mælist 5,1% í nóvember. Hún hefur ekki mælst svo mikil síðan um mitt ár 2012. Verðbólga mældist 4,5% í október en hækkandi íbúðaverð og innflutt verðbólga eru nú helstu áhrifaþættir þrálátrar verðbólgu. 10. nóvember 2021 10:11 Bjarni segir verðbólguna ekki komna úr böndunum Fjármálaráðherra segir verðbólguna ekki farna úr böndunum en hún hélt áfram að aukast í þessum mánuði og mælist nú fjögur komma fimm prósent. Hækkun húsnæðisverðs heldur áfram að drífa verðbólguna áfram en án hennar mælist verðbólgan þrjú prósent á síðustu tólf mánuðum. 27. október 2021 12:00 Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Sjá meira
Spáir hagfræðideildin því jafnframt að verðbólga án húsnæðiskostnaðar verði 3,3% í nóvember. Helstu áhrifaþættir á verðbólguþróunina í mánuðinum eru taldir vera reiknuð húsaleiga, bensín og dísilolía og í þriðja lagi húsgögn og heimilisbúnaður. Allir þrír liðir vega til hækkunar verðlags. Greint var frá því í gær að Greining Íslandsbanka spái því að ársverðbólga muni mælast 5,1% í nóvember. Telur bankinn að stýrivextir Seðlabankans verði líklega hækkaðir um 0,25 prósentur þann 17. nóvember næstkomandi og fari í 1,75%. Hagstofan birtir septembermælingu vísitölu neysluverðs fimmtudaginn 25. nóvember. Hagfræðideild Landsbankans telur að vísitala neysluverðs hækki um 0,4% í desember, lækki um 0,2% í janúar og hækki síðan aftur um 0,7% í febrúar. Gangi spáin eftir mun verðbólgan verða 5% í febrúar en verðbólga án húsnæðis 3%. Til samanburðar gerir Greining Íslandsbanka ráð fyrir að veðbólga mælist 5,2% í febrúar. Verðbólga án húsnæðis hefur gengið nokkuð hratt niður að undanförnu og mældist 3,0% í október en sló hæst í 4,7% í janúar. Ný könnun Seðlabankans bendir til að markaðsaðilar vænti þess að verðbólga verði að meðaltali 4,6% á yfirstandandi ársfjórðungi. Þá komi hún til með að hjaðna á næsta ári og verða að meðaltali 4,4% á fyrsta fjórðungi næsta árs og 3,8% á öðrum fjórðungi. Vænta markaðsaðilar þess að verðbólga hjaðni áfram í kjölfarið og verði 3,3% að ári liðnu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Verðlag Íslenska krónan Íslenskir bankar Tengdar fréttir Spá umtalsverðri hækkun verðbólgu í nóvember Greining Íslandsbanka spáir umtalsverðri hækkun ársverðbólgu og að hún mælist 5,1% í nóvember. Hún hefur ekki mælst svo mikil síðan um mitt ár 2012. Verðbólga mældist 4,5% í október en hækkandi íbúðaverð og innflutt verðbólga eru nú helstu áhrifaþættir þrálátrar verðbólgu. 10. nóvember 2021 10:11 Bjarni segir verðbólguna ekki komna úr böndunum Fjármálaráðherra segir verðbólguna ekki farna úr böndunum en hún hélt áfram að aukast í þessum mánuði og mælist nú fjögur komma fimm prósent. Hækkun húsnæðisverðs heldur áfram að drífa verðbólguna áfram en án hennar mælist verðbólgan þrjú prósent á síðustu tólf mánuðum. 27. október 2021 12:00 Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Sjá meira
Spá umtalsverðri hækkun verðbólgu í nóvember Greining Íslandsbanka spáir umtalsverðri hækkun ársverðbólgu og að hún mælist 5,1% í nóvember. Hún hefur ekki mælst svo mikil síðan um mitt ár 2012. Verðbólga mældist 4,5% í október en hækkandi íbúðaverð og innflutt verðbólga eru nú helstu áhrifaþættir þrálátrar verðbólgu. 10. nóvember 2021 10:11
Bjarni segir verðbólguna ekki komna úr böndunum Fjármálaráðherra segir verðbólguna ekki farna úr böndunum en hún hélt áfram að aukast í þessum mánuði og mælist nú fjögur komma fimm prósent. Hækkun húsnæðisverðs heldur áfram að drífa verðbólguna áfram en án hennar mælist verðbólgan þrjú prósent á síðustu tólf mánuðum. 27. október 2021 12:00