Women’s Amateur Asia-Pacific Championship heldur áfram á Stöð 2 Golf, en útsending frá deginum hófst núna klukkan 06:00.
AVIV Dubai Championship er á dagskrá klukkan 08:00 á Stöð 2 Sport 4, en það er hluti af Evrópumótaröðinni.
Golfið hefur síður en svo sungið sitt seinasta, en klukkan 11:00 hefst útsending frá Aramco Team Series - Jedda á Stöð 2 Golf, áður en Pelican Women's Championship á LPGA-mótaröðinni fer af stað á sömu rás klukkan 15:00.
Houston Open slær svo botninn í golfdaginn klukkan 18:00 á Stöð 2 Golf.
Klukkan 19:35 eru tveir leikir á dagskrá í undankeppni HM 2022. Á Stöð 2 Sport 2 taka Englendingar á móti Albönum og á Stöð 2 Sport 3 eru það Ítalir og Svisslendingar sem eigast við.
Að þessum leikjum loknum er svo Markaþáttur HM 2022 á dagskrá á Stöð 2 Sport 2.
Að lokum er einn leikur á dagskrá í Subway-deild karla í körfubolta, en klukkan 20:00 taka KR-ingar á móti Stjörnumönnum. Sérfræðingar Körfuboltakvölds leiða okkur svo inn í nóttina, en að leik loknum verður farið yfir allt það helsta úr liðinni umferð.