Evrópa, hreyfingin og endurreisnin Drífa Snædal skrifar 12. nóvember 2021 13:30 Kórónuveiran hefur nú nýja innreið sína víða um heim og enn sér ekki fyrir áhrifin á bæði heilsu og efnahag. Á vettvangi ETUC (Evrópusamtaka verkalýðshreyfingarinnar) í vikunni var framtíðin eftir COVID rædd. Hver efnahagslegu áhrifin væru, hvaða hópar væru í viðkvæmustu stöðunni og hvaða sértæku lausnir þyrfti að finna. Um alla álfuna hefur verkalýðshreyfingin leikið stórt hlutverk í að tryggja afkomu og öryggi vinnandi fólks en það er ekki síður mikilvægt hlutverk að sjá til þess að eftirleikurinn verði ekki til þess að auka á ójöfnuð og veikja réttindi og öryggisnet almennings. Stundum er sagt að fjármagnseigendur láti aldrei hjá líða að nýta góða kreppu. Þetta á við núna líka á Íslandi, í Evrópu og um heim allan. Baráttan fram undan mun snúast um að koma í veg fyrir uppgang ótryggra ráðningarsambanda, verktakavinnu, verkefnaráðningar, lausráðningar og allra þessara ólíku forma sem nýtt eru til að skerða laun og réttindi fólks. Öll þessi frávik frá því eðlilega, frávik sem gera fólki erfitt fyrir að skipuleggja framtíðina og búa við afkomuöryggi eru skref aftur á bak fyrir launafólk. Á Íslandi er minna um ótrygg ráðningarsambönd en víðast annars staðar og gerði það okkur kleift að grípa hratt og örugglega inn í þegar gripið var til takmarkanna vegna veirunnar, með launum í sóttkví, atvinnuleysisbótum og hlutabótaleið. Öll slík úrræði verða erfiðari og snúnari þegar vinnumarkaðurinn er óskipulagðari. Og þá fellur fleira fólk milli skips og bryggju, sem hefur alvarlegar afleiðingar fyrir allt samfélagið. Í ræðu minni á ETUC þinginu fjallaði ég um annað stórt mál sem vinnandi fólk og almenningur stendur frammi fyrir og það er ógnin af niðurskurði, sölu almenningseigna eða stórfelldum skattahækkunum og gjaldtöku á almenning. Þegar skuldir vaxa jafn hratt og síðustu misseri sjá fjármagnseigendur sér leik á borði og banka uppá hjá stjórnvöldum með fulla vasa fjár og bjóðast til að bjarga málum með því að kaupa eignir eða taka yfir þjónustu sem á að vera samfélagsþjónusta á vegum hins opinbera. Í þessu felst ævinlega áskrift af framlögum frá hinu opinbera eða einstaklingum, til dæmis í formi leigu eða gjaldtöku. Þetta lærðum við af síðasta hruni og mörg Evrópulönd hafa ekki borið sitt efnahagslega barr eftir stefnu niðurskurðar og einkavæðingar. Hlutverk verkalýðshreyfingarinnar í miðri kreppu er mikilvægt en jafnvel mikilvægara í eftirleiknum. Að standa vörð um velferðarkerfin okkar, skipulag vinnumarkaðarins og möguleika fólks til tryggrar framfærslu. Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Kórónuveiran hefur nú nýja innreið sína víða um heim og enn sér ekki fyrir áhrifin á bæði heilsu og efnahag. Á vettvangi ETUC (Evrópusamtaka verkalýðshreyfingarinnar) í vikunni var framtíðin eftir COVID rædd. Hver efnahagslegu áhrifin væru, hvaða hópar væru í viðkvæmustu stöðunni og hvaða sértæku lausnir þyrfti að finna. Um alla álfuna hefur verkalýðshreyfingin leikið stórt hlutverk í að tryggja afkomu og öryggi vinnandi fólks en það er ekki síður mikilvægt hlutverk að sjá til þess að eftirleikurinn verði ekki til þess að auka á ójöfnuð og veikja réttindi og öryggisnet almennings. Stundum er sagt að fjármagnseigendur láti aldrei hjá líða að nýta góða kreppu. Þetta á við núna líka á Íslandi, í Evrópu og um heim allan. Baráttan fram undan mun snúast um að koma í veg fyrir uppgang ótryggra ráðningarsambanda, verktakavinnu, verkefnaráðningar, lausráðningar og allra þessara ólíku forma sem nýtt eru til að skerða laun og réttindi fólks. Öll þessi frávik frá því eðlilega, frávik sem gera fólki erfitt fyrir að skipuleggja framtíðina og búa við afkomuöryggi eru skref aftur á bak fyrir launafólk. Á Íslandi er minna um ótrygg ráðningarsambönd en víðast annars staðar og gerði það okkur kleift að grípa hratt og örugglega inn í þegar gripið var til takmarkanna vegna veirunnar, með launum í sóttkví, atvinnuleysisbótum og hlutabótaleið. Öll slík úrræði verða erfiðari og snúnari þegar vinnumarkaðurinn er óskipulagðari. Og þá fellur fleira fólk milli skips og bryggju, sem hefur alvarlegar afleiðingar fyrir allt samfélagið. Í ræðu minni á ETUC þinginu fjallaði ég um annað stórt mál sem vinnandi fólk og almenningur stendur frammi fyrir og það er ógnin af niðurskurði, sölu almenningseigna eða stórfelldum skattahækkunum og gjaldtöku á almenning. Þegar skuldir vaxa jafn hratt og síðustu misseri sjá fjármagnseigendur sér leik á borði og banka uppá hjá stjórnvöldum með fulla vasa fjár og bjóðast til að bjarga málum með því að kaupa eignir eða taka yfir þjónustu sem á að vera samfélagsþjónusta á vegum hins opinbera. Í þessu felst ævinlega áskrift af framlögum frá hinu opinbera eða einstaklingum, til dæmis í formi leigu eða gjaldtöku. Þetta lærðum við af síðasta hruni og mörg Evrópulönd hafa ekki borið sitt efnahagslega barr eftir stefnu niðurskurðar og einkavæðingar. Hlutverk verkalýðshreyfingarinnar í miðri kreppu er mikilvægt en jafnvel mikilvægara í eftirleiknum. Að standa vörð um velferðarkerfin okkar, skipulag vinnumarkaðarins og möguleika fólks til tryggrar framfærslu. Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar