Birkir um leikjametið „Sjáum til hvað gerist, þarf að spila leikinn fyrst“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. nóvember 2021 13:15 Birkir Bjarnason hefur leikið 104 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Engnn hefur leikið fleiri. Vísir/Vilhelm Spili Birkir Bjarnason leik Íslands og Norður-Makedóníu á morgun verður hann leikjahæsti leikmaður í sögu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Hann og Rúnar Kristinsson deila metinu nú með 104 leiki hvor. Birkir sat fyrir svörum ásamt landsliðsþjálfaranum Arnari Þór Viðarssyni fyrir leik Íslands og N-Makedóníu í Skopje á morgun. Hann var spurður hvort hann væri mikið að velta þessu fyrir sér. „Nei alls ekki. Við sem lið erum náttúrulega aðallega einbeittir í að halda þessari þróun áfram sem er búin að vera í gangi í síðustu landsliðsverkefnum. Við leikmennirnir höfum verið að finna fyrir því að við erum á réttri leið. Við þurfum hins vegar að fara breyta þessum frammistöðum í sigra.“ „Þetta leikjamet er því ekki eitthvað sem ég hef pælt mikið í. Við sjáum bara til hvað gerist, ég þarf að spila leikinn fyrst.“ Birkir var einnig spurður út í stöðu Íslands í riðlinum og hver markmið liðsins hefðu verið áður en undankeppnin hófst. „Markmiðið okkar var að ná öðru sæti riðilsins og komast þannig í umspilið. Við höfum hins vegar fengið marga nýja leikmenn inn og erum að reyna byggja upp nýtt lið, það mun taka tíma. Við erum samt sem áður ekki ánægðir með úrslitin okkar til þessa í riðlinum né stöðuna sem við erum í.“ „Við erum mjög spenntir í að gera betur og sýna okkar rétta andlit. Okkur lakkar mjög til leiksins á morgun og erum vel stemmdir í að ná í þrjú stig,“ sagði þessi reynslumikli miðjumaður að endingu. Fótbolti HM 2022 í Katar Tímamót Tengdar fréttir Arnar Þór fyrir leikinn gegn Norður-Makedóníu: Viljum enda þetta á mjög góðum nótum Ísland mætir Norður-Makedóníu ytra í lokaleik undankeppni HM 2022 í knattspyrnu á morgun. Arnar Þór Viðarsson og Birkir Bjarnason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Skopje í dag. 13. nóvember 2021 12:31 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjá meira
Birkir sat fyrir svörum ásamt landsliðsþjálfaranum Arnari Þór Viðarssyni fyrir leik Íslands og N-Makedóníu í Skopje á morgun. Hann var spurður hvort hann væri mikið að velta þessu fyrir sér. „Nei alls ekki. Við sem lið erum náttúrulega aðallega einbeittir í að halda þessari þróun áfram sem er búin að vera í gangi í síðustu landsliðsverkefnum. Við leikmennirnir höfum verið að finna fyrir því að við erum á réttri leið. Við þurfum hins vegar að fara breyta þessum frammistöðum í sigra.“ „Þetta leikjamet er því ekki eitthvað sem ég hef pælt mikið í. Við sjáum bara til hvað gerist, ég þarf að spila leikinn fyrst.“ Birkir var einnig spurður út í stöðu Íslands í riðlinum og hver markmið liðsins hefðu verið áður en undankeppnin hófst. „Markmiðið okkar var að ná öðru sæti riðilsins og komast þannig í umspilið. Við höfum hins vegar fengið marga nýja leikmenn inn og erum að reyna byggja upp nýtt lið, það mun taka tíma. Við erum samt sem áður ekki ánægðir með úrslitin okkar til þessa í riðlinum né stöðuna sem við erum í.“ „Við erum mjög spenntir í að gera betur og sýna okkar rétta andlit. Okkur lakkar mjög til leiksins á morgun og erum vel stemmdir í að ná í þrjú stig,“ sagði þessi reynslumikli miðjumaður að endingu.
Fótbolti HM 2022 í Katar Tímamót Tengdar fréttir Arnar Þór fyrir leikinn gegn Norður-Makedóníu: Viljum enda þetta á mjög góðum nótum Ísland mætir Norður-Makedóníu ytra í lokaleik undankeppni HM 2022 í knattspyrnu á morgun. Arnar Þór Viðarsson og Birkir Bjarnason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Skopje í dag. 13. nóvember 2021 12:31 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjá meira
Arnar Þór fyrir leikinn gegn Norður-Makedóníu: Viljum enda þetta á mjög góðum nótum Ísland mætir Norður-Makedóníu ytra í lokaleik undankeppni HM 2022 í knattspyrnu á morgun. Arnar Þór Viðarsson og Birkir Bjarnason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Skopje í dag. 13. nóvember 2021 12:31