Kærustupar vann mestu afrekin á Íslandsmótinu um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2021 10:01 Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Dadó Fenrir Jasminuson með uppskeru helgarinnar á Íslandsmótinu í 25 metra laug. Instagram/@johannaelingud Það er óhætt að segja að SH-ingarnir Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Dadó Fenrir Jasminuson hafi uppskorið vel á Íslandsmótinu í sundi um helgina. Auk allra verðlauna sína í bæði einstaklingssundum og boðsundum þá fengu þau Jóhanna og Dadó verðlaun sem stigahæsta sundfólk helgarinnar. Þau verðlaun eru veitt samkvæmt stigatöflu Alþjóðasundsambandsins FINA. Dadó Fenrir náði flestum stigum í einni grein karlamegin fyrir 100 metra skriðsund en fyrir það fékk hann 737 stig. Jóhanna Elín varð stigahæst kvennamegin með 773 stig en það fékk hún einnig fyrir 100 metra skriðsund. Það fylgir líka sögunni að þau eru kærustupar og Jóhanna Elín fagnaði árangri helgarinnar með þessari skemmtilegu færslu á Instagram síðu sinni sem má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Jo hanna Eli n Guðmundsdo ttir (@johannaelingud) „Gæti ekki verið ánægðari með hvernig þetta mót gekk. Ég tryggði mér farseðil á heimsmeistaramótið í bæði 50 og 100 metra skriðsundi. Ég vann átta gull verðlaun og bæði ég og uppáhalds manneskjan mín voru stighæsti karlinn og konan á mótinu. Fer aftur til Texas á morgun brosandi út að eyrum,“ skrifaði Jóhanna Elín. Jóhanna Elín flaug á mótið alla leið frá Texas þar sem hún stundar nám við Southern Methodist University í Dallas í Texas fylki. Skólinn var vel með á nótunum um afrek hennar heim á Íslandi eins og sjá má hér fyrir neðan. Johanna was at this weekend's Icelandic National Championsips! #PonyUp 50 free 100 free 50 fly pic.twitter.com/WwXoQ2H32h— SMU Women's SwimDive (@SMUSwimDiveW) November 14, 2021 Hún fór aftur til Texas með átta Íslandsmótsgull og farseðil á HM í Abú Dabí. Þrjú gull vann hún í einstaklingsgreinum en fimm í boðsundum. Tvö boðsundin voru blönduð sund og þar unnu þau tvö saman gull. Jóhanna Elín var sú eina á mótinu sem náði lágmörkum á heimsmeistaramótið í 25 metra laug sem haldið verður í Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í miðjum desember. Alls náðu ellefu sundmenn lágmörkum á Norðurlandameistaramótið í 25 metra laug sem haldið verður í Svíþjóð í byrjun desember. Þau Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir höfðu þegar náð lágmörkum erlendis á þessi bæði mót en taka ekki þátt að þessu sinni. Þau sem tryggðu sig inn á Norðurlandamótið voru: Birnir Freyr Hálfdánarson (SH), Daði Björnsson (SH), Eva Margrét Falsdóttir (ÍRB), Freyja Birkisdóttir (Breiðabliki), Kristín Helga Hákonardóttir (Breiðabliki), Katja Lilja Andriysdóttir (SH), Símon Elías Statkevicius (SH), Snorri Dagur Einarsson (SH), Steingerður Hauksdóttir (SH), Sunneva Bergmann Ásbjörnsdóttir (ÍRB) og Veigar Hrafn Sigþórsson (SH). Sund Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira
Auk allra verðlauna sína í bæði einstaklingssundum og boðsundum þá fengu þau Jóhanna og Dadó verðlaun sem stigahæsta sundfólk helgarinnar. Þau verðlaun eru veitt samkvæmt stigatöflu Alþjóðasundsambandsins FINA. Dadó Fenrir náði flestum stigum í einni grein karlamegin fyrir 100 metra skriðsund en fyrir það fékk hann 737 stig. Jóhanna Elín varð stigahæst kvennamegin með 773 stig en það fékk hún einnig fyrir 100 metra skriðsund. Það fylgir líka sögunni að þau eru kærustupar og Jóhanna Elín fagnaði árangri helgarinnar með þessari skemmtilegu færslu á Instagram síðu sinni sem má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Jo hanna Eli n Guðmundsdo ttir (@johannaelingud) „Gæti ekki verið ánægðari með hvernig þetta mót gekk. Ég tryggði mér farseðil á heimsmeistaramótið í bæði 50 og 100 metra skriðsundi. Ég vann átta gull verðlaun og bæði ég og uppáhalds manneskjan mín voru stighæsti karlinn og konan á mótinu. Fer aftur til Texas á morgun brosandi út að eyrum,“ skrifaði Jóhanna Elín. Jóhanna Elín flaug á mótið alla leið frá Texas þar sem hún stundar nám við Southern Methodist University í Dallas í Texas fylki. Skólinn var vel með á nótunum um afrek hennar heim á Íslandi eins og sjá má hér fyrir neðan. Johanna was at this weekend's Icelandic National Championsips! #PonyUp 50 free 100 free 50 fly pic.twitter.com/WwXoQ2H32h— SMU Women's SwimDive (@SMUSwimDiveW) November 14, 2021 Hún fór aftur til Texas með átta Íslandsmótsgull og farseðil á HM í Abú Dabí. Þrjú gull vann hún í einstaklingsgreinum en fimm í boðsundum. Tvö boðsundin voru blönduð sund og þar unnu þau tvö saman gull. Jóhanna Elín var sú eina á mótinu sem náði lágmörkum á heimsmeistaramótið í 25 metra laug sem haldið verður í Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í miðjum desember. Alls náðu ellefu sundmenn lágmörkum á Norðurlandameistaramótið í 25 metra laug sem haldið verður í Svíþjóð í byrjun desember. Þau Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir höfðu þegar náð lágmörkum erlendis á þessi bæði mót en taka ekki þátt að þessu sinni. Þau sem tryggðu sig inn á Norðurlandamótið voru: Birnir Freyr Hálfdánarson (SH), Daði Björnsson (SH), Eva Margrét Falsdóttir (ÍRB), Freyja Birkisdóttir (Breiðabliki), Kristín Helga Hákonardóttir (Breiðabliki), Katja Lilja Andriysdóttir (SH), Símon Elías Statkevicius (SH), Snorri Dagur Einarsson (SH), Steingerður Hauksdóttir (SH), Sunneva Bergmann Ásbjörnsdóttir (ÍRB) og Veigar Hrafn Sigþórsson (SH).
Sund Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira