Tryggingagjaldið er barn síns tíma! Bergvin Eyþórsson skrifar 15. nóvember 2021 10:01 Samkvæmt lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald er gjaldinu ætlað að fjármagna ákveðna þætti sem eiga það að mestu sammerkt að verja fyrir tekjufalli vinnandi fólk og þá sem fallið hafa út af vinnumarkaði vegna óvinnufærni. Undir þetta falla til dæmis starfsendurhæfingarsjóðir, Atvinnuleysistryggingasjóður, Fæðingarorlofssjóður, TR og fleira, auk framlags til lífeyrissjóða til að jafna örorkubyrði. Við getum öll verið sammála um að þessa þætti verður að tryggja örugga fjármögnun því að í siðuðu samélagi er samstaða um að styðja verði við fólk sem fellur út af vinnumarkaði, hvort sem það er vegna heilsuleysis, fæðingar barns eða atvinnuleysis. Tilgangur atvinnulífsins fyrir þjóðfélagið Lífskjör okkar byggjast á framleiðslu og verðmætasköpun og hlutverk atvinnulífsins er að tryggja öllum landsmönnum mannsæmandi kjör og ekki bara sumum, heldur öllum. Eflaust hefur það verið þess vegna sem tryggingagjaldið var lagt á fyrirtækin sem skattstofn byggður á launagreiðslum, enda þurftu öll fyrirtæki mannafl til að geta þrifist og dafnað. Afleiðingar tækniþróunar undanfarinna ára Með aukinni tæknivæðingu hafa störf verið að breytast og sjálfvirknivæðing tekið við mörgum verkþáttum sem mannshöndin hefur unnið. Þessi þróun er í fullum gangi. Fjársterkir aðilar í atvinnurekstri kaupa dýran búnaði til að leysa mannaflið af og ná oft fram mikilli hagræðingu í rekstri með því, meðan minni fyrirtæki hafa ekki burði til þess og byggja rekstur sinn áfram fyrst og fremst á mannafli. Afleiðingin er sú að fjársterkari fyrirtækin „kaupa sér leið“ fram hjá mannaflaþörf og um leið undan greiðslu fulls tryggingagjalds. Eru þessar byrðar lagðar á réttar herðar? Á vef skattsins stendur að tryggingagjald teljist til launatengdra gjalda. Það veldur því að vegna kostnaðar verður letjandi fyrir atvinnurekendur að vera með margt fólk í vinnu. En hvers vegna er tryggingagjaldið lagt á launatengd gjöld? Eflaust hefur, þegar ákveðið var að hafa það þannig, verið litið svo á að um réttláta skiptingu skattbyrði væri að ræða. En það er það svo sannarlega ekki lengur. Lagfærum skekkjuna Eins og fram hefur komið greiða stóru fyrirtækin í raun lægri skatt vegna fjárhagslegs styrkleika síns og sjálfvirknivæðingar og byrðunum er þannig velt á minni fyrirtækin sem þurfa á mannafli að halda og mega ekki við auknum álögum. Ef við leggjum tryggingagjaldið niður í núverandi mynd breytist staða fyrirtækja þannig að launakostnaður verður raun-launakostnaður í stað þess að vera launakostnaður auk skatts eins og það er í dag. Við verðum að létta álögum á minni fyrirtækin. Tryggingagjaldið þarf að leggja niður í núverandi mynd og fjármagna þá þætti sem tryggingagjaldið stendur undir með annars konar skattheimtu, sem á að vera og verður að vera þannig að þannig að þeir sem hafa til þess mesta fjárhagslega burði greiði skattinn. Gerum skattheimtuna réttlátari! Leggjum tryggingagjaldið niður! Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald er gjaldinu ætlað að fjármagna ákveðna þætti sem eiga það að mestu sammerkt að verja fyrir tekjufalli vinnandi fólk og þá sem fallið hafa út af vinnumarkaði vegna óvinnufærni. Undir þetta falla til dæmis starfsendurhæfingarsjóðir, Atvinnuleysistryggingasjóður, Fæðingarorlofssjóður, TR og fleira, auk framlags til lífeyrissjóða til að jafna örorkubyrði. Við getum öll verið sammála um að þessa þætti verður að tryggja örugga fjármögnun því að í siðuðu samélagi er samstaða um að styðja verði við fólk sem fellur út af vinnumarkaði, hvort sem það er vegna heilsuleysis, fæðingar barns eða atvinnuleysis. Tilgangur atvinnulífsins fyrir þjóðfélagið Lífskjör okkar byggjast á framleiðslu og verðmætasköpun og hlutverk atvinnulífsins er að tryggja öllum landsmönnum mannsæmandi kjör og ekki bara sumum, heldur öllum. Eflaust hefur það verið þess vegna sem tryggingagjaldið var lagt á fyrirtækin sem skattstofn byggður á launagreiðslum, enda þurftu öll fyrirtæki mannafl til að geta þrifist og dafnað. Afleiðingar tækniþróunar undanfarinna ára Með aukinni tæknivæðingu hafa störf verið að breytast og sjálfvirknivæðing tekið við mörgum verkþáttum sem mannshöndin hefur unnið. Þessi þróun er í fullum gangi. Fjársterkir aðilar í atvinnurekstri kaupa dýran búnaði til að leysa mannaflið af og ná oft fram mikilli hagræðingu í rekstri með því, meðan minni fyrirtæki hafa ekki burði til þess og byggja rekstur sinn áfram fyrst og fremst á mannafli. Afleiðingin er sú að fjársterkari fyrirtækin „kaupa sér leið“ fram hjá mannaflaþörf og um leið undan greiðslu fulls tryggingagjalds. Eru þessar byrðar lagðar á réttar herðar? Á vef skattsins stendur að tryggingagjald teljist til launatengdra gjalda. Það veldur því að vegna kostnaðar verður letjandi fyrir atvinnurekendur að vera með margt fólk í vinnu. En hvers vegna er tryggingagjaldið lagt á launatengd gjöld? Eflaust hefur, þegar ákveðið var að hafa það þannig, verið litið svo á að um réttláta skiptingu skattbyrði væri að ræða. En það er það svo sannarlega ekki lengur. Lagfærum skekkjuna Eins og fram hefur komið greiða stóru fyrirtækin í raun lægri skatt vegna fjárhagslegs styrkleika síns og sjálfvirknivæðingar og byrðunum er þannig velt á minni fyrirtækin sem þurfa á mannafli að halda og mega ekki við auknum álögum. Ef við leggjum tryggingagjaldið niður í núverandi mynd breytist staða fyrirtækja þannig að launakostnaður verður raun-launakostnaður í stað þess að vera launakostnaður auk skatts eins og það er í dag. Við verðum að létta álögum á minni fyrirtækin. Tryggingagjaldið þarf að leggja niður í núverandi mynd og fjármagna þá þætti sem tryggingagjaldið stendur undir með annars konar skattheimtu, sem á að vera og verður að vera þannig að þannig að þeir sem hafa til þess mesta fjárhagslega burði greiði skattinn. Gerum skattheimtuna réttlátari! Leggjum tryggingagjaldið niður! Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar