Tryggingagjaldið er barn síns tíma! Bergvin Eyþórsson skrifar 15. nóvember 2021 10:01 Samkvæmt lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald er gjaldinu ætlað að fjármagna ákveðna þætti sem eiga það að mestu sammerkt að verja fyrir tekjufalli vinnandi fólk og þá sem fallið hafa út af vinnumarkaði vegna óvinnufærni. Undir þetta falla til dæmis starfsendurhæfingarsjóðir, Atvinnuleysistryggingasjóður, Fæðingarorlofssjóður, TR og fleira, auk framlags til lífeyrissjóða til að jafna örorkubyrði. Við getum öll verið sammála um að þessa þætti verður að tryggja örugga fjármögnun því að í siðuðu samélagi er samstaða um að styðja verði við fólk sem fellur út af vinnumarkaði, hvort sem það er vegna heilsuleysis, fæðingar barns eða atvinnuleysis. Tilgangur atvinnulífsins fyrir þjóðfélagið Lífskjör okkar byggjast á framleiðslu og verðmætasköpun og hlutverk atvinnulífsins er að tryggja öllum landsmönnum mannsæmandi kjör og ekki bara sumum, heldur öllum. Eflaust hefur það verið þess vegna sem tryggingagjaldið var lagt á fyrirtækin sem skattstofn byggður á launagreiðslum, enda þurftu öll fyrirtæki mannafl til að geta þrifist og dafnað. Afleiðingar tækniþróunar undanfarinna ára Með aukinni tæknivæðingu hafa störf verið að breytast og sjálfvirknivæðing tekið við mörgum verkþáttum sem mannshöndin hefur unnið. Þessi þróun er í fullum gangi. Fjársterkir aðilar í atvinnurekstri kaupa dýran búnaði til að leysa mannaflið af og ná oft fram mikilli hagræðingu í rekstri með því, meðan minni fyrirtæki hafa ekki burði til þess og byggja rekstur sinn áfram fyrst og fremst á mannafli. Afleiðingin er sú að fjársterkari fyrirtækin „kaupa sér leið“ fram hjá mannaflaþörf og um leið undan greiðslu fulls tryggingagjalds. Eru þessar byrðar lagðar á réttar herðar? Á vef skattsins stendur að tryggingagjald teljist til launatengdra gjalda. Það veldur því að vegna kostnaðar verður letjandi fyrir atvinnurekendur að vera með margt fólk í vinnu. En hvers vegna er tryggingagjaldið lagt á launatengd gjöld? Eflaust hefur, þegar ákveðið var að hafa það þannig, verið litið svo á að um réttláta skiptingu skattbyrði væri að ræða. En það er það svo sannarlega ekki lengur. Lagfærum skekkjuna Eins og fram hefur komið greiða stóru fyrirtækin í raun lægri skatt vegna fjárhagslegs styrkleika síns og sjálfvirknivæðingar og byrðunum er þannig velt á minni fyrirtækin sem þurfa á mannafli að halda og mega ekki við auknum álögum. Ef við leggjum tryggingagjaldið niður í núverandi mynd breytist staða fyrirtækja þannig að launakostnaður verður raun-launakostnaður í stað þess að vera launakostnaður auk skatts eins og það er í dag. Við verðum að létta álögum á minni fyrirtækin. Tryggingagjaldið þarf að leggja niður í núverandi mynd og fjármagna þá þætti sem tryggingagjaldið stendur undir með annars konar skattheimtu, sem á að vera og verður að vera þannig að þannig að þeir sem hafa til þess mesta fjárhagslega burði greiði skattinn. Gerum skattheimtuna réttlátari! Leggjum tryggingagjaldið niður! Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald er gjaldinu ætlað að fjármagna ákveðna þætti sem eiga það að mestu sammerkt að verja fyrir tekjufalli vinnandi fólk og þá sem fallið hafa út af vinnumarkaði vegna óvinnufærni. Undir þetta falla til dæmis starfsendurhæfingarsjóðir, Atvinnuleysistryggingasjóður, Fæðingarorlofssjóður, TR og fleira, auk framlags til lífeyrissjóða til að jafna örorkubyrði. Við getum öll verið sammála um að þessa þætti verður að tryggja örugga fjármögnun því að í siðuðu samélagi er samstaða um að styðja verði við fólk sem fellur út af vinnumarkaði, hvort sem það er vegna heilsuleysis, fæðingar barns eða atvinnuleysis. Tilgangur atvinnulífsins fyrir þjóðfélagið Lífskjör okkar byggjast á framleiðslu og verðmætasköpun og hlutverk atvinnulífsins er að tryggja öllum landsmönnum mannsæmandi kjör og ekki bara sumum, heldur öllum. Eflaust hefur það verið þess vegna sem tryggingagjaldið var lagt á fyrirtækin sem skattstofn byggður á launagreiðslum, enda þurftu öll fyrirtæki mannafl til að geta þrifist og dafnað. Afleiðingar tækniþróunar undanfarinna ára Með aukinni tæknivæðingu hafa störf verið að breytast og sjálfvirknivæðing tekið við mörgum verkþáttum sem mannshöndin hefur unnið. Þessi þróun er í fullum gangi. Fjársterkir aðilar í atvinnurekstri kaupa dýran búnaði til að leysa mannaflið af og ná oft fram mikilli hagræðingu í rekstri með því, meðan minni fyrirtæki hafa ekki burði til þess og byggja rekstur sinn áfram fyrst og fremst á mannafli. Afleiðingin er sú að fjársterkari fyrirtækin „kaupa sér leið“ fram hjá mannaflaþörf og um leið undan greiðslu fulls tryggingagjalds. Eru þessar byrðar lagðar á réttar herðar? Á vef skattsins stendur að tryggingagjald teljist til launatengdra gjalda. Það veldur því að vegna kostnaðar verður letjandi fyrir atvinnurekendur að vera með margt fólk í vinnu. En hvers vegna er tryggingagjaldið lagt á launatengd gjöld? Eflaust hefur, þegar ákveðið var að hafa það þannig, verið litið svo á að um réttláta skiptingu skattbyrði væri að ræða. En það er það svo sannarlega ekki lengur. Lagfærum skekkjuna Eins og fram hefur komið greiða stóru fyrirtækin í raun lægri skatt vegna fjárhagslegs styrkleika síns og sjálfvirknivæðingar og byrðunum er þannig velt á minni fyrirtækin sem þurfa á mannafli að halda og mega ekki við auknum álögum. Ef við leggjum tryggingagjaldið niður í núverandi mynd breytist staða fyrirtækja þannig að launakostnaður verður raun-launakostnaður í stað þess að vera launakostnaður auk skatts eins og það er í dag. Við verðum að létta álögum á minni fyrirtækin. Tryggingagjaldið þarf að leggja niður í núverandi mynd og fjármagna þá þætti sem tryggingagjaldið stendur undir með annars konar skattheimtu, sem á að vera og verður að vera þannig að þannig að þeir sem hafa til þess mesta fjárhagslega burði greiði skattinn. Gerum skattheimtuna réttlátari! Leggjum tryggingagjaldið niður! Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar