„Ég er mjög þakklátur að fá tvö stig. Liðin voru á sama stað í deildinni og annar leikurinn sem við vinnum gegn HK. Mér fannst við gera þetta óþarflega spennandi í seinni hálfleiknum,” sagði Gunnar.
Í fyrri hálfleiknum fékk Berglind Benediktsdóttir beint rautt spjald fyrir brot á Valgerði Ýr
Þorsteinsdóttur sem var borin af velli.
„Ég bara sá þetta ekki nógu vel. Þetta er tækling, svo er afleiðingin og það er dæmt eftir því. Þetta var bara mjög leiðinlegt og óheppilegt, engin illska eða neitt í þessu,” sagði Gunnar.
Spurður út í framhaldið sag[i Gunnar að stigin í kvöld hafi verið kærkomin þar sem að liðið eigi erfiða leiki framundan.
„Smá pása núna sem við munum nýta okkur vel en svo eigum við tvo erfiða leiki við Fram og KA/Þór þannig það er gott að fá tvö stig í kvöld,“ sagði Gunnar að lokum.