Cloé Lacasse, fyrrum leikmaður ÍBV, kom Benfica yfir snemma leiks í Svíþjóð. Var þetta fyrsta mark Benfica í riðlakeppninni og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks.
LACASSE LASHED IN THE FIRST EVER @UWCL GOAL FOR BENFICA
— DAZN Football (@DAZNFootball) November 17, 2021
https://t.co/Jj2lBy5f26
https://t.co/lQi0KCql53
https://t.co/p1nFxhd4I2 pic.twitter.com/wVoMCAC163
Staðan var enn 1-0 Benfica í vil þegar Diljá Ýr Zomers kom inn af bekknum þegar tæpur hálftími lifði leiks.
Tíu mínútum síðar fengu heimakonur vítaspyrnu, Elin Rubensson fór á punktinn og jafnaði metin. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún allt þangað til tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.
Catarina Amado skoraði þá sigurmark leiksins og tryggði Benfica mikilvægan 1-2 útisigur.
It wouldn't be the @UWCL without a last minute winner
— DAZN Football (@DAZNFootball) November 17, 2021
https://t.co/Jj2lBy5f26
https://t.co/lQi0KCql53
https://t.co/p1nFxhd4I2 pic.twitter.com/MCaP2pVhoX
Diljá Ýr og stöllur hennar eru sem stendur á botni D-riðils með þrjú stig en Benfica er sæti ofar með fjögur stig.
Í Þýskalandi var ofurlið Barcelona í heimsókn. Það tók gestina frá Katalóníu dágóða stund að brjóta ísinn en aðeins eitt mark var skorað í fyrri hálfleik. Það gerði Alexia Putellas Segura fyrir Barcelona.
Irene Paredes kom Barcelona í 2-0, Aitana Bonmati bætti þriðja markinu við, Mariona Caldentey því fjórða og að lokum Ana-Maria Crnogorcevic því fimmta í uppbótartíma. Lokatölur 5-0 gestunum frá Katalóníu í vil.
Barcelona er sem fyrr með fullt hús stiga í C-riðli, tólf stig að loknum fjórum leikjum.