Af hverju vantar hagsmunafélag lítilla og meðalstórra fyrirtækja? Sigmar Vilhjálmsson skrifar 18. nóvember 2021 15:31 Sá aðili sem ætti að sinna hagsmunamálum alls atvinnulífsins þ.e Samtök Atvinnulífsins (SA) nær ekki að verja hagsmuni lítilla og meðalstórra fyrirtækja þegar hagsmunir þeirra fara ekki saman með hagsmunum stóru fyrirtækjanna. Stór fyrirtæki er mikilvæg fyrir atvinnulífið og oft burðarás í hagvexti en hagsmunir þeirra fara ekki alltaf saman við hagsmuni lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Stóru fyrirtækin geta samt ekki án þessara fyrirtækja verið. Reglur SA eru auk þess þannig að þeir stærstu ráða mestu bæði hvað varðar kjaramál og fjölmörg önnur hagsmunamál svo sem fjármál, regluverk og skattlagningu. Þetta er að koma berlega í ljós þessa dagana. Lítil og meðalstór fyrirtæki hafa setið eftir. Í stuttu máli eru reglur SA og undirfélaga þannig að þau fyrirtæki sem borga mest, ráða mest. Þær reglur hafa ekki breyst í áranna rás og því má segja að með tilkomu risa fyrirtækja m.a. í sjávarútvegi, samþjöppun í verslunargeiranum o.fl. þá hafa lítil og meðalstór fyrirtæki setið eftir. Atkvæðavægi innan SA hefur því færst á færri hendur með tilkomu þessara stóru fyrirtækja og því er SA ekki lengur sú breiðfylking atvinnulífsins sem þau þurfa að vera.. Seðlabankastjóri benti á að SA samdi í raun af sér í síðustu kjarasamningum. Lífskjarasamningurinn er hrópandi dæmi um það hversu litlu sambandi SA er við litla og meðalstóra atvinnulífið í landinu og í raun þann veruleika sem þau búa við. Loksins núna heyrist í SA, en tilefnið er vaxtahækkun seðlabankastjóra sem hefur áhrif á allt atvinnulífið en þar sem þetta bítur fyrst núna á stóru fyrirtækin, eins og óraunhæfar launahækkanir þá fer SA í gang. Loksins eignast lítil og meðalstór fyrirtæki talsmann, - Atvinnufjelagið (AFJ) Lítil og meðalstór fyrirtæki hefðu fyrir löngu þurft hagsmunafélag, umræðu, nýjar aðgerðir og lausnir . Við erum að tala um rúmlega 90% af öllum fyrirtækjum landsins að einyrkjum meðtöldum og mikinn meirihluta starfsfólks í landinu. Um leið og við erum þakklát fyrir að SA sé loksins að láta í sér heyra, þá sýnir þetta svo ekki sé um villst að hagsmunir lítilla og meðalstórra fyrirtækja hafa ekki fengið athygli innan SA og ekki komist að samningaborðinu þegar síðustu kjarasamningar voru gerðir. Þessi stærð fyrirtækja hafa ekki átt sér hagsmunafélag, fyrr en loksins nú með tilkomu Atvinnufjelagsins AFJ, sem stofnað var þann 31.október s.l Atvinnufjelagið vill samtal við hin ýmsum samtök atvinnulífsins, verkalýðshreyfinguna og ekki síst stjórnvöld hvernig létta þarf álögum af litlum og meðalstórum fyrirtækjum. SA mun ekki beita sér fyrri því, enda óttast félagið að það þýddi hærri álögur á stóru fyrirtækin. Staðan í dag er sú að hlutfallslega eru lítil og meðalstór fyrirtæki að borga miklu miklu meira til samfélagsins. Atvinnufjelagið mun standa vörð um hagsmuni lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi. Til þess að félagið geti það, þá þurfa einyrkjar, lítil og meðalstór fyrirtæki að skrá sig í félagið. Við fáum góðar undirtektir og félögum fjölgar, en miklu meira þarf til svo við náum sem fyrst að taka af alvöru þátt í að breyta því umhverfi sem við búum við í dag. Við hvetjum því alla að vera með okkur í liði og skrá sig í félagið á heimasíðu félagsins www.afj.is Því fyrr sem fyrirtæki skrá sig í félagið, því fyrr er hægt að breyta því umhverfi sem við búum við í dag. Höfundur er formaður Atvinnufjelagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Vilhjálmsson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Sá aðili sem ætti að sinna hagsmunamálum alls atvinnulífsins þ.e Samtök Atvinnulífsins (SA) nær ekki að verja hagsmuni lítilla og meðalstórra fyrirtækja þegar hagsmunir þeirra fara ekki saman með hagsmunum stóru fyrirtækjanna. Stór fyrirtæki er mikilvæg fyrir atvinnulífið og oft burðarás í hagvexti en hagsmunir þeirra fara ekki alltaf saman við hagsmuni lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Stóru fyrirtækin geta samt ekki án þessara fyrirtækja verið. Reglur SA eru auk þess þannig að þeir stærstu ráða mestu bæði hvað varðar kjaramál og fjölmörg önnur hagsmunamál svo sem fjármál, regluverk og skattlagningu. Þetta er að koma berlega í ljós þessa dagana. Lítil og meðalstór fyrirtæki hafa setið eftir. Í stuttu máli eru reglur SA og undirfélaga þannig að þau fyrirtæki sem borga mest, ráða mest. Þær reglur hafa ekki breyst í áranna rás og því má segja að með tilkomu risa fyrirtækja m.a. í sjávarútvegi, samþjöppun í verslunargeiranum o.fl. þá hafa lítil og meðalstór fyrirtæki setið eftir. Atkvæðavægi innan SA hefur því færst á færri hendur með tilkomu þessara stóru fyrirtækja og því er SA ekki lengur sú breiðfylking atvinnulífsins sem þau þurfa að vera.. Seðlabankastjóri benti á að SA samdi í raun af sér í síðustu kjarasamningum. Lífskjarasamningurinn er hrópandi dæmi um það hversu litlu sambandi SA er við litla og meðalstóra atvinnulífið í landinu og í raun þann veruleika sem þau búa við. Loksins núna heyrist í SA, en tilefnið er vaxtahækkun seðlabankastjóra sem hefur áhrif á allt atvinnulífið en þar sem þetta bítur fyrst núna á stóru fyrirtækin, eins og óraunhæfar launahækkanir þá fer SA í gang. Loksins eignast lítil og meðalstór fyrirtæki talsmann, - Atvinnufjelagið (AFJ) Lítil og meðalstór fyrirtæki hefðu fyrir löngu þurft hagsmunafélag, umræðu, nýjar aðgerðir og lausnir . Við erum að tala um rúmlega 90% af öllum fyrirtækjum landsins að einyrkjum meðtöldum og mikinn meirihluta starfsfólks í landinu. Um leið og við erum þakklát fyrir að SA sé loksins að láta í sér heyra, þá sýnir þetta svo ekki sé um villst að hagsmunir lítilla og meðalstórra fyrirtækja hafa ekki fengið athygli innan SA og ekki komist að samningaborðinu þegar síðustu kjarasamningar voru gerðir. Þessi stærð fyrirtækja hafa ekki átt sér hagsmunafélag, fyrr en loksins nú með tilkomu Atvinnufjelagsins AFJ, sem stofnað var þann 31.október s.l Atvinnufjelagið vill samtal við hin ýmsum samtök atvinnulífsins, verkalýðshreyfinguna og ekki síst stjórnvöld hvernig létta þarf álögum af litlum og meðalstórum fyrirtækjum. SA mun ekki beita sér fyrri því, enda óttast félagið að það þýddi hærri álögur á stóru fyrirtækin. Staðan í dag er sú að hlutfallslega eru lítil og meðalstór fyrirtæki að borga miklu miklu meira til samfélagsins. Atvinnufjelagið mun standa vörð um hagsmuni lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi. Til þess að félagið geti það, þá þurfa einyrkjar, lítil og meðalstór fyrirtæki að skrá sig í félagið. Við fáum góðar undirtektir og félögum fjölgar, en miklu meira þarf til svo við náum sem fyrst að taka af alvöru þátt í að breyta því umhverfi sem við búum við í dag. Við hvetjum því alla að vera með okkur í liði og skrá sig í félagið á heimasíðu félagsins www.afj.is Því fyrr sem fyrirtæki skrá sig í félagið, því fyrr er hægt að breyta því umhverfi sem við búum við í dag. Höfundur er formaður Atvinnufjelagsins.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar