Krefjast svara um Peng Shuai Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. nóvember 2021 19:21 Alþjóðatennissamband kvenna krefst þess að kínversk stjórnvöld bregðist við ásökunum tenniskonunnar Peng Shuai og að þau leggi fram sannanir um að hún sé örugg og á lífi. Að öðrum kosti muni sambandið ekki mæta til leiks á kínverskri grundu. Ekkert hefur spurst til kínversku tenniskonunnar Peng Shuai frá því hún birti færslu á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo þann 2. nóvember, þar sem hún kvað Zhang Gaoli, fyrrverandi varaforseta landsins, hafa nauðgað sér. Gaoli var varaforseti Kína frá árinu 2013 til 2018. Stjórnvöld eyddu hins vegar færslu Shuai og það sem meira er – öllum upplýsingum um Shuai var eytt af internetinu, en Shuai er goðsögn í Kína fyrir árangur sinn í íþróttinni. Þrátt fyrir gríðarlegan þrýsting frá áhrifafólki um allan heim og tennisfólki á borð við Serenu Williams og Naomi Osaka, sem hafa birt færslur undir myllumerkinu #Hvar er Peng Shuai, þegja stjórnvöld þunnu hljóði um afdrif tenniskonunnar. Þann 14. nóvember, eða tæpum tveimur vikum eftir hvarf Shuai, sendi alþjóðlega tennissamband kvenna frá sér yfirlýsingu og krafðist þess að ásakanirnar yrðu rannsakaðar.Það var síðan á blaðamannafundi í gær sem stjórnvöldum var stillt upp við vegg og krafin svara um málið. Svörin reyndust hins vegar afar takmörkuð; stjórnvöld sögðust ekkert kannast við málið. Ríkismiðill Kínverja birti síðan í gær bréf sem sagt er vera frá Peng Shuai sjálfri, þar sem hún kveðst vera óhult og heima að hvíla sig. Tennissambandið birti þá aðra yfirlýsingu þar sem það dró sannleiksgildi bréfsins í efa og sagðist ætla að draga sig úr öllum mótum í Kína, komi ekki fram haldbærar sannanir um að Shuai sé örugg og að kínversk stjórnvöld bregðist við þessum ásökunum. Að öðru leyti hefur ekkert heyrst frá Peng Shaui og spurningunni um hvar hún er, er því enn ósvarað. Tennis Kína Tengdar fréttir Serena vonast til að týnda tenniskonan finnist heil á húfi Serena Williams segir að rannsaka þurfi mál kínversku tenniskonunnar Peng Shuai ofan í kjölinn. Ekkert hefur til hennar spurst síðan hún ásakaði fyrrverandi varaforseta Kína um kynferðisofbeldi. 19. nóvember 2021 12:30 Trúir ekki að Peng hafi skrifað tölvupóstinn þar sem hún sagðist vera örugg Forseti Alþjóðatennissamband kvenna (WTA) hefur miklar áhyggjur af kínversku tenniskonunni Peng Shuai. Hann grunar að tölvupóstur þar sem hún sagðist vera örugg hafi ekki komið frá henni. 18. nóvember 2021 11:31 Osaka hefur áhyggjur af týndu tenniskonunni Naomi Osaka hefur áhyggjur af kínversku tenniskonunni Peng Shuai sem hefur ekki sést opinberlega síðan hún sakaði fyrrverandi varaforsætisráðherra Kína um kynferðisofbeldi. 17. nóvember 2021 15:00 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sjá meira
Ekkert hefur spurst til kínversku tenniskonunnar Peng Shuai frá því hún birti færslu á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo þann 2. nóvember, þar sem hún kvað Zhang Gaoli, fyrrverandi varaforseta landsins, hafa nauðgað sér. Gaoli var varaforseti Kína frá árinu 2013 til 2018. Stjórnvöld eyddu hins vegar færslu Shuai og það sem meira er – öllum upplýsingum um Shuai var eytt af internetinu, en Shuai er goðsögn í Kína fyrir árangur sinn í íþróttinni. Þrátt fyrir gríðarlegan þrýsting frá áhrifafólki um allan heim og tennisfólki á borð við Serenu Williams og Naomi Osaka, sem hafa birt færslur undir myllumerkinu #Hvar er Peng Shuai, þegja stjórnvöld þunnu hljóði um afdrif tenniskonunnar. Þann 14. nóvember, eða tæpum tveimur vikum eftir hvarf Shuai, sendi alþjóðlega tennissamband kvenna frá sér yfirlýsingu og krafðist þess að ásakanirnar yrðu rannsakaðar.Það var síðan á blaðamannafundi í gær sem stjórnvöldum var stillt upp við vegg og krafin svara um málið. Svörin reyndust hins vegar afar takmörkuð; stjórnvöld sögðust ekkert kannast við málið. Ríkismiðill Kínverja birti síðan í gær bréf sem sagt er vera frá Peng Shuai sjálfri, þar sem hún kveðst vera óhult og heima að hvíla sig. Tennissambandið birti þá aðra yfirlýsingu þar sem það dró sannleiksgildi bréfsins í efa og sagðist ætla að draga sig úr öllum mótum í Kína, komi ekki fram haldbærar sannanir um að Shuai sé örugg og að kínversk stjórnvöld bregðist við þessum ásökunum. Að öðru leyti hefur ekkert heyrst frá Peng Shaui og spurningunni um hvar hún er, er því enn ósvarað.
Tennis Kína Tengdar fréttir Serena vonast til að týnda tenniskonan finnist heil á húfi Serena Williams segir að rannsaka þurfi mál kínversku tenniskonunnar Peng Shuai ofan í kjölinn. Ekkert hefur til hennar spurst síðan hún ásakaði fyrrverandi varaforseta Kína um kynferðisofbeldi. 19. nóvember 2021 12:30 Trúir ekki að Peng hafi skrifað tölvupóstinn þar sem hún sagðist vera örugg Forseti Alþjóðatennissamband kvenna (WTA) hefur miklar áhyggjur af kínversku tenniskonunni Peng Shuai. Hann grunar að tölvupóstur þar sem hún sagðist vera örugg hafi ekki komið frá henni. 18. nóvember 2021 11:31 Osaka hefur áhyggjur af týndu tenniskonunni Naomi Osaka hefur áhyggjur af kínversku tenniskonunni Peng Shuai sem hefur ekki sést opinberlega síðan hún sakaði fyrrverandi varaforsætisráðherra Kína um kynferðisofbeldi. 17. nóvember 2021 15:00 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sjá meira
Serena vonast til að týnda tenniskonan finnist heil á húfi Serena Williams segir að rannsaka þurfi mál kínversku tenniskonunnar Peng Shuai ofan í kjölinn. Ekkert hefur til hennar spurst síðan hún ásakaði fyrrverandi varaforseta Kína um kynferðisofbeldi. 19. nóvember 2021 12:30
Trúir ekki að Peng hafi skrifað tölvupóstinn þar sem hún sagðist vera örugg Forseti Alþjóðatennissamband kvenna (WTA) hefur miklar áhyggjur af kínversku tenniskonunni Peng Shuai. Hann grunar að tölvupóstur þar sem hún sagðist vera örugg hafi ekki komið frá henni. 18. nóvember 2021 11:31
Osaka hefur áhyggjur af týndu tenniskonunni Naomi Osaka hefur áhyggjur af kínversku tenniskonunni Peng Shuai sem hefur ekki sést opinberlega síðan hún sakaði fyrrverandi varaforsætisráðherra Kína um kynferðisofbeldi. 17. nóvember 2021 15:00