„Svíður ekki“ þegar Val er lýst sem fasteignafélagi: „Snertum ekki höfuðstólinn“ Sindri Sverrisson skrifar 22. nóvember 2021 13:01 Börkur Edvardsson hefur lengi staðið í brúnni hjá Val og er einn af Foringjunum sem Henry Birgir Gunnarsson ræðir við í samnefndum sjónvarpsþáttum. Skjáskot/Stöð 2 Sport Formaður knattspyrnudeildar Vals segir að Valsmenn séu staðráðnir í að fara vel með sterka fjárhagsstöðu sína og það angri sig ekki þó að „einhverjir félagar á Twitter“ lýsi félaginu sem fasteignafélagi. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, var gestur í síðasta þætti af Foringjunum. Þar spurði Henry Birgir Gunnarsson hann meðal annars út í sterka stöðu Vals í íslenskum fótbolta í dag, og hvort að það sviði að félagið væri oft kallað „fasteignafélagið Valur“. „Nei, nei, nei. Það er bara mjög jákvætt að vera fasteignamógúll,“ sagði Börkur hlæjandi. „Það svíður ekki neitt. Þetta er sagt í einhverju stríði á milli einhverja félaga á Twitter og svona, sem maður leggur ekki mikla trú í,“ sagði Börkur. Klippa: Foringjarnir - Börkur um öfundarraddir í garð Vals Í fréttaskýringu Kjarnans frá árinu 2019 er fjallað um það hvernig Valur varð að ríkasta íþróttafélagi Íslands. Segja má að grunnurinn að þeirri stöðu sé sú staðreynd að félagið átti landssvæðið sem það starfaði á og varð að einu verðmætasta byggingarlandi Reykjavíkur, þar sem nú er komið býsna stórt hverfi. Börkur veit vel að staðan er góð og hann hefur fullan hug á að viðhalda þeirri stöðu: „Við erum bara staddir á þessum stað, með þessa bakhjarla og fjármuni, og það er okkar núna að fara vel með þessa fjármuni. Við snertum ekki höfuðstólinn heldur ætlum við að lifa á ávöxtunum og byggja upp innviðina.“ Foringjarnir eru á dagskrá Stöðvar 2 Sports á sunnudagskvöldum en þar ræðir Henry Birgir Gunnarsson við nokkra af helstu íþróttaforingjum landsins síðustu áratugi. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á Stöð 2+. Pepsi Max-deild karla Valur Foringjarnir Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Sjá meira
Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, var gestur í síðasta þætti af Foringjunum. Þar spurði Henry Birgir Gunnarsson hann meðal annars út í sterka stöðu Vals í íslenskum fótbolta í dag, og hvort að það sviði að félagið væri oft kallað „fasteignafélagið Valur“. „Nei, nei, nei. Það er bara mjög jákvætt að vera fasteignamógúll,“ sagði Börkur hlæjandi. „Það svíður ekki neitt. Þetta er sagt í einhverju stríði á milli einhverja félaga á Twitter og svona, sem maður leggur ekki mikla trú í,“ sagði Börkur. Klippa: Foringjarnir - Börkur um öfundarraddir í garð Vals Í fréttaskýringu Kjarnans frá árinu 2019 er fjallað um það hvernig Valur varð að ríkasta íþróttafélagi Íslands. Segja má að grunnurinn að þeirri stöðu sé sú staðreynd að félagið átti landssvæðið sem það starfaði á og varð að einu verðmætasta byggingarlandi Reykjavíkur, þar sem nú er komið býsna stórt hverfi. Börkur veit vel að staðan er góð og hann hefur fullan hug á að viðhalda þeirri stöðu: „Við erum bara staddir á þessum stað, með þessa bakhjarla og fjármuni, og það er okkar núna að fara vel með þessa fjármuni. Við snertum ekki höfuðstólinn heldur ætlum við að lifa á ávöxtunum og byggja upp innviðina.“ Foringjarnir eru á dagskrá Stöðvar 2 Sports á sunnudagskvöldum en þar ræðir Henry Birgir Gunnarsson við nokkra af helstu íþróttaforingjum landsins síðustu áratugi. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á Stöð 2+.
Pepsi Max-deild karla Valur Foringjarnir Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Sjá meira