Helena Sverrisdóttir: Ég var bara með skipanir um að ég mætti ekki gera neitt Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. nóvember 2021 19:01 Helena Sverrisdóttir segir það mjög svekkjandi að missa af leikjum bæði með Haukum og landsliðinu. Mynd/Skjáskot Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka og íslenska landsliðsins í körfubolta, varð fyrir meiðslum í Evrópuleik með Haukum í Portúgal á dögunum þar sem hún reif ytri liðþófa. Hún segir það ótrúlega svekkjandi að missa af leikjum, bæði með félagsliði sem og landsliði. „Ég reif sem sagt ytri liðþófann og þurfti að fara í speglun í framhaldi af því,“ sagði Helena í samtali við Stöð 2. „Ég er bara að vinna mig til baka eftir það og komst mjög fljótt í aðgerð. Ég er bara sjálf með sjúkraþjálfara og lækni sem eru að hjálpa mér og það gengur bara mjög vel.“ Helena segist verða klár í slaginn í lok árs. Hún segir einnig að það sé svekkjandi að geta ekki tekið þátt í leikjum með liði sínu. „Þetta tekur auðvitað bara smá tíma. Ég er aðeins byrjuð að skokka og hjóla og svona en ég finn alveg dagamun á mér og þarf bara að vera áfram dugleg með endurhæfinguna.“ „Sem íþróttamaður er auðvitað bara svekkjandi að missa af leikjum og hvað þá þegar það er Evrópukeppni og landsliðið og allt svoleiðis. En í gegnum ferilinn hef ég verið ótrúlega heppin með meiðsli þannig að kannski var bara kominn tími á að maður þyrfti að taka eitthvað smá á sig.“ „Það er auðvitað mjög leiðinlegt að missa af, en vonandi kem ég bara góð til baka. Ég hlakka til að spila með Haukunum, en ég missi auðvitað af Evrópukeppninni. En það er nóg af leikjum framundan af því að það er búið að fresta miklu út af Evrópukeppninni. Þannig að ég held að janúar sé alveg stútfullur af leikjum hjá okkur.“ „Það tekur auðvitað tíma að koma sér aftur í leikform og svona en ég hlakka bara til að byrja að spila með stelpunum aftur.“ Helena meiddist í lok leiksins sem tryggði Haukum sæti í riðlinum í Evrópukeppninni og ítrekar það hversu svekkjandi það sé að missa af Evrópuleikjum liðsins. „Já, ég náttúrulega slasa mig í lokin á leiknum þar sem við tryggjum okkur áfram. Svo náði ég reyndar að spila tvo leiki en þá var þetta bara orðið það mikið að við þurftum að gera eitthvað í þessu.“ „En það segja það allir sem meiðast að auðvitað er þetta ótrúlega svekkjandi. En það er bara leiðinlegi parturinn við íþróttir að svona gerist, en þá þarf bara að halda áfram og njóta þess þegar kemur að því að spila aftur.“ Helena ætlaði sér fyrst að harka meiðslin af sér og halda áfram. „Við vorum ekki alveg viss þarna fyrst. Ég fór í myndatöku og það sást ekki almennilega hvað var að þannig að ég hvíldi í tvo leiki og var svo farin að spila aftur.“ „Síðan bara stíg ég eitthvað vitlaust í fótinn og hvort sem að ég hafi rifið aftur eða meira þá eða hvað það var þá sást það allavega betur eftir það. Ég var bara rosalega heppin með lækni sem sá þetta á myndinni og það voru ekkert allir sammála um að hann væri rifinn. Svo fór ég í speglun og þá sást það strax.“ Eins og flestir íþróttamenn er getur Helena ekki beðið eftir að komast aftur á völlinn og hefur átt erfitt með að sitja aðgerðarlaus. „Fyrstu tvær vikurnar voru allir að segja mér að ég ætti að hvíla mig. Ég var bara með skipanir um að ég mætti ekki gera neitt.“ „Maðir er líka bara orðin eldri og þarf að vera orðin klár. Þetta er bara einn líkami sem maður hefur og ef ég er að drífa sig þá á maður í hættu á að vera lengur frá. Þannig að ég er að passa mig að fara eftir því sem sjúkraþjálfarinn er að segja og vonandi gengur þetta hraðar en maður sér á pappírum.“ Helena og liðsfélagar hennar í Haukum ætla sér stóra hluti í vetur og stefnan er sett á alla þá titla sem í boði eru. „Já, það er planið. Við erum með frábært lið og góða þjálfara og frábært fólk í kringum liðið og stefnan er sett þangað já,“ sagði Helena að lokum. Viðtalið við Helenu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Helen Sverris um meiðslin Haukar Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira
„Ég reif sem sagt ytri liðþófann og þurfti að fara í speglun í framhaldi af því,“ sagði Helena í samtali við Stöð 2. „Ég er bara að vinna mig til baka eftir það og komst mjög fljótt í aðgerð. Ég er bara sjálf með sjúkraþjálfara og lækni sem eru að hjálpa mér og það gengur bara mjög vel.“ Helena segist verða klár í slaginn í lok árs. Hún segir einnig að það sé svekkjandi að geta ekki tekið þátt í leikjum með liði sínu. „Þetta tekur auðvitað bara smá tíma. Ég er aðeins byrjuð að skokka og hjóla og svona en ég finn alveg dagamun á mér og þarf bara að vera áfram dugleg með endurhæfinguna.“ „Sem íþróttamaður er auðvitað bara svekkjandi að missa af leikjum og hvað þá þegar það er Evrópukeppni og landsliðið og allt svoleiðis. En í gegnum ferilinn hef ég verið ótrúlega heppin með meiðsli þannig að kannski var bara kominn tími á að maður þyrfti að taka eitthvað smá á sig.“ „Það er auðvitað mjög leiðinlegt að missa af, en vonandi kem ég bara góð til baka. Ég hlakka til að spila með Haukunum, en ég missi auðvitað af Evrópukeppninni. En það er nóg af leikjum framundan af því að það er búið að fresta miklu út af Evrópukeppninni. Þannig að ég held að janúar sé alveg stútfullur af leikjum hjá okkur.“ „Það tekur auðvitað tíma að koma sér aftur í leikform og svona en ég hlakka bara til að byrja að spila með stelpunum aftur.“ Helena meiddist í lok leiksins sem tryggði Haukum sæti í riðlinum í Evrópukeppninni og ítrekar það hversu svekkjandi það sé að missa af Evrópuleikjum liðsins. „Já, ég náttúrulega slasa mig í lokin á leiknum þar sem við tryggjum okkur áfram. Svo náði ég reyndar að spila tvo leiki en þá var þetta bara orðið það mikið að við þurftum að gera eitthvað í þessu.“ „En það segja það allir sem meiðast að auðvitað er þetta ótrúlega svekkjandi. En það er bara leiðinlegi parturinn við íþróttir að svona gerist, en þá þarf bara að halda áfram og njóta þess þegar kemur að því að spila aftur.“ Helena ætlaði sér fyrst að harka meiðslin af sér og halda áfram. „Við vorum ekki alveg viss þarna fyrst. Ég fór í myndatöku og það sást ekki almennilega hvað var að þannig að ég hvíldi í tvo leiki og var svo farin að spila aftur.“ „Síðan bara stíg ég eitthvað vitlaust í fótinn og hvort sem að ég hafi rifið aftur eða meira þá eða hvað það var þá sást það allavega betur eftir það. Ég var bara rosalega heppin með lækni sem sá þetta á myndinni og það voru ekkert allir sammála um að hann væri rifinn. Svo fór ég í speglun og þá sást það strax.“ Eins og flestir íþróttamenn er getur Helena ekki beðið eftir að komast aftur á völlinn og hefur átt erfitt með að sitja aðgerðarlaus. „Fyrstu tvær vikurnar voru allir að segja mér að ég ætti að hvíla mig. Ég var bara með skipanir um að ég mætti ekki gera neitt.“ „Maðir er líka bara orðin eldri og þarf að vera orðin klár. Þetta er bara einn líkami sem maður hefur og ef ég er að drífa sig þá á maður í hættu á að vera lengur frá. Þannig að ég er að passa mig að fara eftir því sem sjúkraþjálfarinn er að segja og vonandi gengur þetta hraðar en maður sér á pappírum.“ Helena og liðsfélagar hennar í Haukum ætla sér stóra hluti í vetur og stefnan er sett á alla þá titla sem í boði eru. „Já, það er planið. Við erum með frábært lið og góða þjálfara og frábært fólk í kringum liðið og stefnan er sett þangað já,“ sagði Helena að lokum. Viðtalið við Helenu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Helen Sverris um meiðslin
Haukar Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira