Squid Game smyglari dæmdur til dauða Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. nóvember 2021 10:13 Maðurinn hefur verið dæmdur til dauða og verður hann tekinn af lífi af aftökusveit. Nokkrir gagnfræðiskólakrakkar hafa verið dæmdir í fangelsi fyrir að hafa horft á þættina. Getty/Feature China Karlmaður, sem smyglaði afritum af vinsælu Netflix-þáttunum Squid Game til Norður-Kóreu, hefur verið dæmdur til dauða. Upp komst um manninn eftir að stjórnvöld gómuðu gagnfræðiskólanema við að horfa á þættina. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar Radio Free Asia, RFA, hafði maðurinn smyglað þáttunum á USB-kubbum frá Kína. Aftökusveit mun taka manninn af lífi. Þá hafa nokkrir nemendanna, sem voru gómaðir við að horfa á þættina, verið dæmdir í tengslum við málið. Nemandinn sem keypti þættina hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi og sex aðrir sem horfðu á þættina hafa verið dæmdir til fimm ára þrælkunarvinnu. Kennarar og skólastjórar í skólanum hafa þá verið reknir og verða örlög þeirra þau að vinna þrælkunarvinnu í námum úti í óbyggðum Norður-Kóreu. Það er ólöglegt í Norður-Kóreu að neyta nokkurs menningarefnis, sérstaklega því sem kemur frá Suður-Kóreu og Bandaríkjunum. Norðurkóreumenn mega til að mynda ekki lesa bækur, hlusta á tónlist, horfa á bíómyndir, þætti eða nokkuð annað sem kemur frá útlöndum. Greint var frá því fyrr á þessu ári að karlmaður hafi verið tekinn af lífi á almannafæri fyrir að hafa hlustað á geisladisk með suðurkóresku efni. Suðurkóresku þættirnir Squid Game hafa notið gríðarlegra vinsælda síðan þeir komu út á Netflix í haust. Þættirnir fjalla um skuldsett fólk sem boðið er að taka þátt í fjölda barnaleikja. Eina er að tapi fólkið leiknum er það tekið af lífi. Norðurkóresk stjórnvöld fögnuðu þáttunum þegar þeir komu út og sögðu þá endurspegla „ógeðfelt samfélag Suður-Kóreu.“ Norður-Kórea Netflix Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Squid game búningar bannaðir í grunnskólum í New York Þrír grunnskólar í New York fylki í Bandaríkjunum hafa bannað nemendum að klæðast búningum úr vinsælu sjónvarpsþáttunum Squid Game. Stjórnendur skólanna hræðast að með búningunum sé verið að upphefja ofbeldi. 28. október 2021 15:14 Skapari Squid Game svarar LeBron: Getur gert sitt eigið framhald Höfundur sjónvarpsþáttanna vinsælu, Squid Game, hefur svarað körfuboltastjörnunni LeBron James eftir að hann gagnrýndi hvernig þáttaröðin endaði. 27. október 2021 13:01 Hvetur foreldra til að ræða Squid Game við börn sín Kóreski sjónvarpsþátturinn Squid Game, sem hefur slegið öll áhorfsmet á Netflix er einnig gríðarlega vinsæll hjá börnum hér á landi þrátt fyrir mikið ofbeldi. Sérfræðingur hjá Heimili og Skóla hvetur foreldra til að ræða málið við börn sín og kynna sér hvernig hægt er að loka á slíkt efni. 13. október 2021 13:10 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofunnar Radio Free Asia, RFA, hafði maðurinn smyglað þáttunum á USB-kubbum frá Kína. Aftökusveit mun taka manninn af lífi. Þá hafa nokkrir nemendanna, sem voru gómaðir við að horfa á þættina, verið dæmdir í tengslum við málið. Nemandinn sem keypti þættina hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi og sex aðrir sem horfðu á þættina hafa verið dæmdir til fimm ára þrælkunarvinnu. Kennarar og skólastjórar í skólanum hafa þá verið reknir og verða örlög þeirra þau að vinna þrælkunarvinnu í námum úti í óbyggðum Norður-Kóreu. Það er ólöglegt í Norður-Kóreu að neyta nokkurs menningarefnis, sérstaklega því sem kemur frá Suður-Kóreu og Bandaríkjunum. Norðurkóreumenn mega til að mynda ekki lesa bækur, hlusta á tónlist, horfa á bíómyndir, þætti eða nokkuð annað sem kemur frá útlöndum. Greint var frá því fyrr á þessu ári að karlmaður hafi verið tekinn af lífi á almannafæri fyrir að hafa hlustað á geisladisk með suðurkóresku efni. Suðurkóresku þættirnir Squid Game hafa notið gríðarlegra vinsælda síðan þeir komu út á Netflix í haust. Þættirnir fjalla um skuldsett fólk sem boðið er að taka þátt í fjölda barnaleikja. Eina er að tapi fólkið leiknum er það tekið af lífi. Norðurkóresk stjórnvöld fögnuðu þáttunum þegar þeir komu út og sögðu þá endurspegla „ógeðfelt samfélag Suður-Kóreu.“
Norður-Kórea Netflix Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Squid game búningar bannaðir í grunnskólum í New York Þrír grunnskólar í New York fylki í Bandaríkjunum hafa bannað nemendum að klæðast búningum úr vinsælu sjónvarpsþáttunum Squid Game. Stjórnendur skólanna hræðast að með búningunum sé verið að upphefja ofbeldi. 28. október 2021 15:14 Skapari Squid Game svarar LeBron: Getur gert sitt eigið framhald Höfundur sjónvarpsþáttanna vinsælu, Squid Game, hefur svarað körfuboltastjörnunni LeBron James eftir að hann gagnrýndi hvernig þáttaröðin endaði. 27. október 2021 13:01 Hvetur foreldra til að ræða Squid Game við börn sín Kóreski sjónvarpsþátturinn Squid Game, sem hefur slegið öll áhorfsmet á Netflix er einnig gríðarlega vinsæll hjá börnum hér á landi þrátt fyrir mikið ofbeldi. Sérfræðingur hjá Heimili og Skóla hvetur foreldra til að ræða málið við börn sín og kynna sér hvernig hægt er að loka á slíkt efni. 13. október 2021 13:10 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Squid game búningar bannaðir í grunnskólum í New York Þrír grunnskólar í New York fylki í Bandaríkjunum hafa bannað nemendum að klæðast búningum úr vinsælu sjónvarpsþáttunum Squid Game. Stjórnendur skólanna hræðast að með búningunum sé verið að upphefja ofbeldi. 28. október 2021 15:14
Skapari Squid Game svarar LeBron: Getur gert sitt eigið framhald Höfundur sjónvarpsþáttanna vinsælu, Squid Game, hefur svarað körfuboltastjörnunni LeBron James eftir að hann gagnrýndi hvernig þáttaröðin endaði. 27. október 2021 13:01
Hvetur foreldra til að ræða Squid Game við börn sín Kóreski sjónvarpsþátturinn Squid Game, sem hefur slegið öll áhorfsmet á Netflix er einnig gríðarlega vinsæll hjá börnum hér á landi þrátt fyrir mikið ofbeldi. Sérfræðingur hjá Heimili og Skóla hvetur foreldra til að ræða málið við börn sín og kynna sér hvernig hægt er að loka á slíkt efni. 13. október 2021 13:10