Skallaði andstæðing og ógnaði dómara Sindri Sverrisson skrifar 26. nóvember 2021 07:30 Lið Stál-úlfs er í 6. sæti í 2. deildinni. Facebook/@stalulfur Leikmaður Stál-úlfs í 2. deild karla í körfubolta hefur verið úrskurðaður í fimm leikja bann vegna framgöngu sinnar í leik gegn Þrótti Vogum fyrr í þessum mánuði. Leikmaðurinn, Karolis Venclovas, skallaði einn af leikmönnum Þróttar í höfuðið og ógnaði einnig dómara leiksins, að því er fram kemur í úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KKÍ. Karolis mun hafa skallað andstæðing sinn án aðdraganda og fyrirvara. Fyrir það fékk hann óíþróttamannslega villu sem síðar var uppfærð í brottrekstrarvillu. Karolis brást mjög illa við því og gekk að dómara leiksins „með ógnandi fasi og framkomu,“ samkvæmt atvikaskýrslu. „Kærði hafi sett brjóstkassa sinn upp að brjóstkassa dómara og fært andlit sitt í persónulegt rými dómara, að því er virtist mjög meðvitaður um hæðarmismun þeirra. Loks hafi kærði látið orð falla á móðurmáli sínu sem dómari hafi túlkað sem niðrandi í ljósi aðstæðna,“ segir þar jafnframt. Aga- og úrskurðarnefnd studdist við myndband af atvikinu til að komast að sinni niðurstöðu. Í greinargerð frá formanni körfuknattleiksdeildar Stál-úlfs fordæmir félagið hegðun leikmannsins og bendir á að beðist hafi verið afsökunar á henni eftir leik. Fordæma hegðunina en segja dómgæsluna slaka Í greinargerð Stál-úlfs segir þó einnig að mikill hiti hafi verið í leiknum vegna slakrar dómgæslu þar sem hallað hafi á Stál-úlf. Hún hafi bitnað á Karolis sem hafi fengið tvær villur dæmdar á sig fyrir lítið en síðar hafi mótherji ekki fengið villur þegar um augljósa snertingu hafi verið að ræða. Hann hafi því verið kominn úr jafnvægi þegar hann og andstæðingur hans mættust, haus í haus, og orðið fyrri til að ýta eða skalla mótherjann. Það sem á eftir hafi gengið hafi verið algjör óþarfi. Karolis mun ekki geta spilað aftur með Stál-úlfi fyrr en á næsta ári þegar banninu lýkur. Liðið er í 6. sæti af tíu liðum í 2. deild með sex stig eftir fimm leiki, eftir að hafa tapað leiknum gegn Þrótti 94-79 en unnið b-lið Tindastóls í næsta leik, 103-79. Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Sjá meira
Leikmaðurinn, Karolis Venclovas, skallaði einn af leikmönnum Þróttar í höfuðið og ógnaði einnig dómara leiksins, að því er fram kemur í úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KKÍ. Karolis mun hafa skallað andstæðing sinn án aðdraganda og fyrirvara. Fyrir það fékk hann óíþróttamannslega villu sem síðar var uppfærð í brottrekstrarvillu. Karolis brást mjög illa við því og gekk að dómara leiksins „með ógnandi fasi og framkomu,“ samkvæmt atvikaskýrslu. „Kærði hafi sett brjóstkassa sinn upp að brjóstkassa dómara og fært andlit sitt í persónulegt rými dómara, að því er virtist mjög meðvitaður um hæðarmismun þeirra. Loks hafi kærði látið orð falla á móðurmáli sínu sem dómari hafi túlkað sem niðrandi í ljósi aðstæðna,“ segir þar jafnframt. Aga- og úrskurðarnefnd studdist við myndband af atvikinu til að komast að sinni niðurstöðu. Í greinargerð frá formanni körfuknattleiksdeildar Stál-úlfs fordæmir félagið hegðun leikmannsins og bendir á að beðist hafi verið afsökunar á henni eftir leik. Fordæma hegðunina en segja dómgæsluna slaka Í greinargerð Stál-úlfs segir þó einnig að mikill hiti hafi verið í leiknum vegna slakrar dómgæslu þar sem hallað hafi á Stál-úlf. Hún hafi bitnað á Karolis sem hafi fengið tvær villur dæmdar á sig fyrir lítið en síðar hafi mótherji ekki fengið villur þegar um augljósa snertingu hafi verið að ræða. Hann hafi því verið kominn úr jafnvægi þegar hann og andstæðingur hans mættust, haus í haus, og orðið fyrri til að ýta eða skalla mótherjann. Það sem á eftir hafi gengið hafi verið algjör óþarfi. Karolis mun ekki geta spilað aftur með Stál-úlfi fyrr en á næsta ári þegar banninu lýkur. Liðið er í 6. sæti af tíu liðum í 2. deild með sex stig eftir fimm leiki, eftir að hafa tapað leiknum gegn Þrótti 94-79 en unnið b-lið Tindastóls í næsta leik, 103-79.
Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Sjá meira