Níundi bekkur Hagaskóla verður í Háskólabíói fram að jólum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. nóvember 2021 17:11 Aðeins einn árgangur er eftir í byggingu Hagaskóla. Vísir/Vilhelm Skólastjóri Hagaskóla segir stöðuna í skólanum sérstaka um þessar mundir. Aðeins einn árgangur er eftir í húsnæði skólans þar sem mygla hefur fundist í álmum áttunda og níunda bekkjar. Þá er einnig mögulegt að mygla leynist í álmu tíunda bekkjar. Unnið er að endurbótum en ómögulegt er að segja hversu langan tíma það muni taka. Í gærkvöldi kom í ljós að mygla væri til staðar í hluta Hagaskóla sem hýsir níunda bekk og féll kennsla árgangsins því niður í dag. Strax og málið kom upp var leitað að nýjum stað fyrir bekkinn en kennsla mun hefjast strax á morgun í Hagaskóla. Verður bekkurinn þar fram að jólum. Fyrr í mánuðinum fannst mygla í álmu áttunda bekkjar og fer kennsla þeirra nú fram á Hótel Sögu. Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjóri Hagaskóla segir líðan nemenda góða þrátt fyrir allt. „Auðvitað er svolítið sérstakt að vera í Hagaskóla akkúrat í dag, það er einn árgangur úti á Hótel Sögu og það er einn árgangur heima í dag,“ segir Ingibjörg. „Hér eru rúmlega 600 nemendur í húsi að öllu jöfnu en aðeins 200 í dag, þannig það er ólíkt því sem er að öllu jöfnu.“ Eftir að mygla kom upp í álmu áttunda bekkjar var allt húsnæðið tekið til skoðunar. Við það kom einnig í ljós að rakaskemmdir hafi fundist í álmu tíunda bekkjar og segir Ingibjörg ekki útilokað að mygla leynist einnig þar. Verkfræðistofan Efla vinnur nú að frekari greiningu á niðurstöðum og endanlegri ástandsskýrslu. Að sögn Ingibjargar er ómögulegt að segja hversu langan tíma endurbætur muni taka og hversu langt þurfi að ganga. „Þetta er bara svo nýskeð að það þarf bara aðeins lengri tíma til að átta sig á því. Niðurstöður um níunda bekkinn komu bara í ljós í gær. Þannig það er verið að bregðast strax við og síðan verður farið í að finna einhverja lausn til lengri tíma, ef þess þarf,“ segir Ingibjörg. Mygla Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Tvö hundruð Hagskælingar nema á Hótel Sögu Reykjavíkurborg hefur samið við eigendur Hótel Sögu um að leigja af þeim um 1100 fermetra á 2. hæð hótelsins auk aðgangs að sameign. Þar munu um tvö hundruð nemendur í 8. bekk Hagaskóla nema á meðan framkvæmdir fara fram í norðausturálmu skólans hvar myglu hefur orðið vart. 22. nóvember 2021 08:12 Undirbúa flutning og framkvæmdir vegna myglu í Hagaskóla Undirbúningur flutnings og framkvæmda vegna myglu í Hagaskóla er hafinn hjá skólastjórnendum. Nemendur í áttunda bekk skólans verða fluttir í tímabundið húsnæði á meðan unnið verður að endurbætum í norðausturálmu skólans. 18. nóvember 2021 17:36 Borgin setur 25 til 30 milljarða í viðhald og viðgerðir á skólahúsnæði Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag að stórauka fjárframlög til viðhalds og viðgerða á skólahúsnæði í borginni. Stendur til að verja 25 til 30 milljörðum til málaflokksins sem er áætluð fjárþörf átaksins á næstu fimm til sjö árum. 4. nóvember 2021 13:22 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Í gærkvöldi kom í ljós að mygla væri til staðar í hluta Hagaskóla sem hýsir níunda bekk og féll kennsla árgangsins því niður í dag. Strax og málið kom upp var leitað að nýjum stað fyrir bekkinn en kennsla mun hefjast strax á morgun í Hagaskóla. Verður bekkurinn þar fram að jólum. Fyrr í mánuðinum fannst mygla í álmu áttunda bekkjar og fer kennsla þeirra nú fram á Hótel Sögu. Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjóri Hagaskóla segir líðan nemenda góða þrátt fyrir allt. „Auðvitað er svolítið sérstakt að vera í Hagaskóla akkúrat í dag, það er einn árgangur úti á Hótel Sögu og það er einn árgangur heima í dag,“ segir Ingibjörg. „Hér eru rúmlega 600 nemendur í húsi að öllu jöfnu en aðeins 200 í dag, þannig það er ólíkt því sem er að öllu jöfnu.“ Eftir að mygla kom upp í álmu áttunda bekkjar var allt húsnæðið tekið til skoðunar. Við það kom einnig í ljós að rakaskemmdir hafi fundist í álmu tíunda bekkjar og segir Ingibjörg ekki útilokað að mygla leynist einnig þar. Verkfræðistofan Efla vinnur nú að frekari greiningu á niðurstöðum og endanlegri ástandsskýrslu. Að sögn Ingibjargar er ómögulegt að segja hversu langan tíma endurbætur muni taka og hversu langt þurfi að ganga. „Þetta er bara svo nýskeð að það þarf bara aðeins lengri tíma til að átta sig á því. Niðurstöður um níunda bekkinn komu bara í ljós í gær. Þannig það er verið að bregðast strax við og síðan verður farið í að finna einhverja lausn til lengri tíma, ef þess þarf,“ segir Ingibjörg.
Mygla Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Tvö hundruð Hagskælingar nema á Hótel Sögu Reykjavíkurborg hefur samið við eigendur Hótel Sögu um að leigja af þeim um 1100 fermetra á 2. hæð hótelsins auk aðgangs að sameign. Þar munu um tvö hundruð nemendur í 8. bekk Hagaskóla nema á meðan framkvæmdir fara fram í norðausturálmu skólans hvar myglu hefur orðið vart. 22. nóvember 2021 08:12 Undirbúa flutning og framkvæmdir vegna myglu í Hagaskóla Undirbúningur flutnings og framkvæmda vegna myglu í Hagaskóla er hafinn hjá skólastjórnendum. Nemendur í áttunda bekk skólans verða fluttir í tímabundið húsnæði á meðan unnið verður að endurbætum í norðausturálmu skólans. 18. nóvember 2021 17:36 Borgin setur 25 til 30 milljarða í viðhald og viðgerðir á skólahúsnæði Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag að stórauka fjárframlög til viðhalds og viðgerða á skólahúsnæði í borginni. Stendur til að verja 25 til 30 milljörðum til málaflokksins sem er áætluð fjárþörf átaksins á næstu fimm til sjö árum. 4. nóvember 2021 13:22 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Tvö hundruð Hagskælingar nema á Hótel Sögu Reykjavíkurborg hefur samið við eigendur Hótel Sögu um að leigja af þeim um 1100 fermetra á 2. hæð hótelsins auk aðgangs að sameign. Þar munu um tvö hundruð nemendur í 8. bekk Hagaskóla nema á meðan framkvæmdir fara fram í norðausturálmu skólans hvar myglu hefur orðið vart. 22. nóvember 2021 08:12
Undirbúa flutning og framkvæmdir vegna myglu í Hagaskóla Undirbúningur flutnings og framkvæmda vegna myglu í Hagaskóla er hafinn hjá skólastjórnendum. Nemendur í áttunda bekk skólans verða fluttir í tímabundið húsnæði á meðan unnið verður að endurbætum í norðausturálmu skólans. 18. nóvember 2021 17:36
Borgin setur 25 til 30 milljarða í viðhald og viðgerðir á skólahúsnæði Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag að stórauka fjárframlög til viðhalds og viðgerða á skólahúsnæði í borginni. Stendur til að verja 25 til 30 milljörðum til málaflokksins sem er áætluð fjárþörf átaksins á næstu fimm til sjö árum. 4. nóvember 2021 13:22