Bataferli fjölmargra skjólstæðinga Hugarafls er í húfi Sævar Þór Jónsson skrifar 1. desember 2021 15:31 Í byrjun júlí bárust félagsmálaráðuneytinu greinargerðir sex fyrrverandi skjólstæðinga félagasamtakanna Hugarafls, þar sem stjórnendur samtakanna eru bornir þungum sökum um meint einelti og ógnarstjórnun gagnvart almennum félagsmönnum. Um þetta var fjallað í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 kvöldið 20. september, þar sem rætt var við einn sexmenninganna sem sendi ráðuneytinu greinargerð. Viðtalið og innihald þess sem þar kom fram kom stjórnendum Hugarafls vægast sagt verulega á óvart. Til skýringar er Hugarafl um tveggja áratuga gömul grasrótarsamtök fólks sem glímir við andlegar áskoranir. Samtökin eru þau fjölmennustu á sínu sviði hér á landi, en alls njóta um eitt þúsund einstaklingar árlega batameðferðar á þeirra vegum og eru talsmenn samtakanna ennfremur virkir í opinberri umræðu um geðheilbrigðismál. Í sjónvarpsviðtalinu fór fyrrverandi félagsmaður og notandi þjónustu Hugarafls mikinn um starfsemi samtakanna og stjórnendur þeirra. Áður höfðu samtökin neyðst til þess að kæra fjölmagar hótanir í garð starfsmanna og stjórnenda til lögreglu, þar sem málið er til meðferðar. Bundin trúnaði Stjórnendur Hugarafls hafa frá upphafi alfarið hafnað þessum ásökunum. Að öðru leyti hafa fulltrúar samtakanna ekki getað tjáð sig um málið eða einstök trúnaðarmál efnislega á opinberum vettvangi, m.a. vegna þagnarskyldu, en ekki síður vegna þess að stjórnendur samtakanna kannast alls ekki við þær ásakanir sem þarna koma fram. Þess ber að geta að Hugarafl og stjórnendur þess hafa enn ekki fengið upplýsingar um inntak þeirra ásakana sem þau eru borin, annað en það sem fram hefur komið í fjölmiðlum. Það er bæði réttmæt og eðlileg krafa að sá sem borinn er ásökunum fyrir stjórnvaldi fái upplýsingar um efni þeirra. Vissulega hafa komið upp tilvik í nærri tuttugu ára sögu samtakanna þar sem hefur þurft að minna á siðareglur þeirra enda er dónaskapur í framkomu og samskiptum aldrei liðinn í starfi þeirra óháð því hver á í hlut; félagsmaður, starfsmaður eða stjórnandi. Fram fari óháð úttekt Strax í kjölfar sjónvarpsviðtalsins óskaði ég, sem lögmaður fyrir hönd Hugarafls, eftir því við félagsmálaráðuneytið að fá afrit af greinargerðunum og öðrum mögulegum gögnum sem tengdust málinu til að stjórnendur gætu áttað sig fyllilega á því um hvað málið snérist. Þeirri afhendingu hefur nú í þrígang verið hafnað, síðast 25. nóvember, bæði með vísan til ákvæða upplýsingalaga nr. 140/2012 en líka með þeim rökum að ekkert stjórnsýslumál sé í gangi sem heimili aðgang samtakanna á grundvelli stjórnsýslulaga. Ekki var tekið tillit til þess að hluti af innihaldi greinargerðanna hafi þegar birst í umfjöllun Stöðvar 2 og á fréttavefmiðlinum Vísi. Hugarafl óskaði jafnframt strax eftir því við félagsmálaráðuneytið að það léti fara fram óháða úttekt á starfsemi samtakanna. Stjórnsýslumál ekki til meðferðar í ráðuneytinu Ráðuneytið hefur ekki tekið neina ákvörðun um að fram fari slík úttekt, en hefur á hinn bóginn tvívegis lýst því yfir í skriflegu svari til lögmanns samtakanna að ekkert stjórnsýslumál gagnvart Hugarafli sé til meðferðar í ráðuneytinu. Sú síðari barst 25. nóvember í kjölfar fréttar á Vísi þar sem fréttamaður sagði félagsmálaráðuneytið skoða „áfram mál Hugarafls þvert á yfirlýsingar lögmanns“ sem hafði áður einungis áréttað við fréttastofuna að ekkert stjórnsýslumál væri til meðferðar. Skoðun í fimm mánuði Fyrir þá fjölmörgu félagsmenn Hugarafls, sem nú sinna bataferli sínu/endurhæfingu (njóta batameðferðar) hjá samtökunum, er sérlega bagalegt að niðurstaða í málinu skuli dragast svo lengi sem raun ber vitni. Ástæðan er sú að mikilvægir fjárhagslegir bakhjarlar samtakanna bíða sumir hverjir eftir því hver verði niðurstaða ráðuneytisins; hvort stofnað verði stjórnsýslumál eða að ráðuneytið komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé tilefni til að hafast frekar að. Á meðan eiga samtökin erfitt með að ganga frá meðferðaráætlunum fram í tímann. Stjórn Hugarafls harmar vissulega fram komnar ásakanir og þær aðferðir sem beitt er til að vega að grunnstoðum starfseminnar vegna mögulegs ósættis við tiltekna starfsmenn eða stjórnarmeðlimi samtakanna. Málið snertir þó hagsmuni um eitt þúsund félagsmanna og bataferli þeirra. Stjórn Hugarafls leggur því ríka áherslu á að ráðuneytið taki ákvörðun hið fyrsta um framkvæmd óháðrar úttektar en láti málið ella niður falla. Verður það að teljast eðlileg viðbrögð ábyrgra aðila sem vilja fá botn í þetta mál. Höfundur er lögmaður Hugarafls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Félagsmál Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í byrjun júlí bárust félagsmálaráðuneytinu greinargerðir sex fyrrverandi skjólstæðinga félagasamtakanna Hugarafls, þar sem stjórnendur samtakanna eru bornir þungum sökum um meint einelti og ógnarstjórnun gagnvart almennum félagsmönnum. Um þetta var fjallað í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 kvöldið 20. september, þar sem rætt var við einn sexmenninganna sem sendi ráðuneytinu greinargerð. Viðtalið og innihald þess sem þar kom fram kom stjórnendum Hugarafls vægast sagt verulega á óvart. Til skýringar er Hugarafl um tveggja áratuga gömul grasrótarsamtök fólks sem glímir við andlegar áskoranir. Samtökin eru þau fjölmennustu á sínu sviði hér á landi, en alls njóta um eitt þúsund einstaklingar árlega batameðferðar á þeirra vegum og eru talsmenn samtakanna ennfremur virkir í opinberri umræðu um geðheilbrigðismál. Í sjónvarpsviðtalinu fór fyrrverandi félagsmaður og notandi þjónustu Hugarafls mikinn um starfsemi samtakanna og stjórnendur þeirra. Áður höfðu samtökin neyðst til þess að kæra fjölmagar hótanir í garð starfsmanna og stjórnenda til lögreglu, þar sem málið er til meðferðar. Bundin trúnaði Stjórnendur Hugarafls hafa frá upphafi alfarið hafnað þessum ásökunum. Að öðru leyti hafa fulltrúar samtakanna ekki getað tjáð sig um málið eða einstök trúnaðarmál efnislega á opinberum vettvangi, m.a. vegna þagnarskyldu, en ekki síður vegna þess að stjórnendur samtakanna kannast alls ekki við þær ásakanir sem þarna koma fram. Þess ber að geta að Hugarafl og stjórnendur þess hafa enn ekki fengið upplýsingar um inntak þeirra ásakana sem þau eru borin, annað en það sem fram hefur komið í fjölmiðlum. Það er bæði réttmæt og eðlileg krafa að sá sem borinn er ásökunum fyrir stjórnvaldi fái upplýsingar um efni þeirra. Vissulega hafa komið upp tilvik í nærri tuttugu ára sögu samtakanna þar sem hefur þurft að minna á siðareglur þeirra enda er dónaskapur í framkomu og samskiptum aldrei liðinn í starfi þeirra óháð því hver á í hlut; félagsmaður, starfsmaður eða stjórnandi. Fram fari óháð úttekt Strax í kjölfar sjónvarpsviðtalsins óskaði ég, sem lögmaður fyrir hönd Hugarafls, eftir því við félagsmálaráðuneytið að fá afrit af greinargerðunum og öðrum mögulegum gögnum sem tengdust málinu til að stjórnendur gætu áttað sig fyllilega á því um hvað málið snérist. Þeirri afhendingu hefur nú í þrígang verið hafnað, síðast 25. nóvember, bæði með vísan til ákvæða upplýsingalaga nr. 140/2012 en líka með þeim rökum að ekkert stjórnsýslumál sé í gangi sem heimili aðgang samtakanna á grundvelli stjórnsýslulaga. Ekki var tekið tillit til þess að hluti af innihaldi greinargerðanna hafi þegar birst í umfjöllun Stöðvar 2 og á fréttavefmiðlinum Vísi. Hugarafl óskaði jafnframt strax eftir því við félagsmálaráðuneytið að það léti fara fram óháða úttekt á starfsemi samtakanna. Stjórnsýslumál ekki til meðferðar í ráðuneytinu Ráðuneytið hefur ekki tekið neina ákvörðun um að fram fari slík úttekt, en hefur á hinn bóginn tvívegis lýst því yfir í skriflegu svari til lögmanns samtakanna að ekkert stjórnsýslumál gagnvart Hugarafli sé til meðferðar í ráðuneytinu. Sú síðari barst 25. nóvember í kjölfar fréttar á Vísi þar sem fréttamaður sagði félagsmálaráðuneytið skoða „áfram mál Hugarafls þvert á yfirlýsingar lögmanns“ sem hafði áður einungis áréttað við fréttastofuna að ekkert stjórnsýslumál væri til meðferðar. Skoðun í fimm mánuði Fyrir þá fjölmörgu félagsmenn Hugarafls, sem nú sinna bataferli sínu/endurhæfingu (njóta batameðferðar) hjá samtökunum, er sérlega bagalegt að niðurstaða í málinu skuli dragast svo lengi sem raun ber vitni. Ástæðan er sú að mikilvægir fjárhagslegir bakhjarlar samtakanna bíða sumir hverjir eftir því hver verði niðurstaða ráðuneytisins; hvort stofnað verði stjórnsýslumál eða að ráðuneytið komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé tilefni til að hafast frekar að. Á meðan eiga samtökin erfitt með að ganga frá meðferðaráætlunum fram í tímann. Stjórn Hugarafls harmar vissulega fram komnar ásakanir og þær aðferðir sem beitt er til að vega að grunnstoðum starfseminnar vegna mögulegs ósættis við tiltekna starfsmenn eða stjórnarmeðlimi samtakanna. Málið snertir þó hagsmuni um eitt þúsund félagsmanna og bataferli þeirra. Stjórn Hugarafls leggur því ríka áherslu á að ráðuneytið taki ákvörðun hið fyrsta um framkvæmd óháðrar úttektar en láti málið ella niður falla. Verður það að teljast eðlileg viðbrögð ábyrgra aðila sem vilja fá botn í þetta mál. Höfundur er lögmaður Hugarafls.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar