Vatnsflæðið úr Grímsvötnum komið í þrefalt rennsli Ölfusár Kristján Már Unnarsson skrifar 2. desember 2021 12:07 Gígjukvísl á Skeiðarársandi klukkan 11.35 í morgun, séð úr vefmyndavél á brúnni yfir ána. Búist er við að Grímsvatnahlaupið fari allt um þennan farveg. Rennslið þar laust fyrir hádegi mældist 924 rúmmetrar á sekúndu, sem er um fjórfalt meira en náttúrulegt rennsli árinnar. Veðurstofa Íslands/vefmyndavél Kraftur Grímsvatnahlaupsins fer stigvaxandi og er flæðið úr vötnunum núna á við þrefalt rennsli Ölfusár. Þá hefur íshellan yfir vötnunum sigið um sex metra frá því í gær og alls um sextán metra frá því hlaup hófst þar fyrir hálfum mánuði. Engin merki sjást enn um eldsumbrot. Það má líkja Grímsvötnum við risastórt baðkar nema þar er ístappi sem lokar fyrir frárennslið og hann brestur þegar vatnsþunginn er orðinn yfirþyrmandi. Fyrir hálfum mánuði byrjaði ísstíflan að bresta og síðustu sólarhringa hefur vatnið svo virkilega tekið að fossa út. Séð yfir Grímsvötn í gær.Ragnar Axelsson GPS-mælir sýndi í gær að yfirborð íshellunnar hafði lækkað um tíu metra á tveimur vikum. Núna fyrir hádegi var lækkunin komin niður í sextán metra, samkvæmt gögnum Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Lækkunin bara frá því í gær er sex metrar á yfirborði þessa risastóra vatnsgeymis. Samhliða sjá menn mikla aukningu á því rúmmáli vatns sem flæðir út á hverri sekúndu. Þannig var rennslið úr Grímsvötnum í gær áætlað um 800 rúmmetrar á sekúndu. Í dag er áætlað að það sé komið upp í 1.200 rúmmetra á sekúndu. Það er um það bil þrefalt meðalrennsli Ölfusár við Selfoss, vatnsmesta fljóts landsins. Gufubólstrar sáust stíga upp úr Grímsvötnum þegar flogið var yfir í gær.Ragnar Axelsson Á Skeiðarársandi sjá vatnamælingamenn Veðurstofu að rennsli Gígjukvíslar heldur áfram að aukast, að sögn Einars Bessa Gestssonar náttúrvársérfræðings. Í gær áætluðu þeir að rennslið þar væri komið upp í 660 rúmmetra á sekúndu og laust fyrir hádegi í dag mældu þeir það 924 rúmmetra á sekúndu, sem nálgast það að vera fjórfalt náttúrulegt rennsli á þessum árstíma. Séð yfir hringveginn og brúna yfir Gígjukvísl í gær. Búist er við að hlaupið fari allt undir þessa brú.Ragnar Axelsson Síðast þegar eldgos fylgdi Grímsvatnahlaupi, árið 2004, hófst gosið þegar íshellan á Grímsvötnum hafði lækkað um tuttugu metra, að því er Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur tjáði okkur í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Miðað við að lækkunin núna sé orðin sextán metrar, og sex metrar bara á síðasta sólarhringa, má gera sér í hugarlund að vísindamenn rýna núna fast í öll merki um eldvirkni. Engin slík merki sjást þó enn, að sögn Einars Bessa. Frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi af hlaupinu má sjá hér: Grímsvötn Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Hornafjörður Skaftárhreppur Almannavarnir Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Sjá meira
Það má líkja Grímsvötnum við risastórt baðkar nema þar er ístappi sem lokar fyrir frárennslið og hann brestur þegar vatnsþunginn er orðinn yfirþyrmandi. Fyrir hálfum mánuði byrjaði ísstíflan að bresta og síðustu sólarhringa hefur vatnið svo virkilega tekið að fossa út. Séð yfir Grímsvötn í gær.Ragnar Axelsson GPS-mælir sýndi í gær að yfirborð íshellunnar hafði lækkað um tíu metra á tveimur vikum. Núna fyrir hádegi var lækkunin komin niður í sextán metra, samkvæmt gögnum Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Lækkunin bara frá því í gær er sex metrar á yfirborði þessa risastóra vatnsgeymis. Samhliða sjá menn mikla aukningu á því rúmmáli vatns sem flæðir út á hverri sekúndu. Þannig var rennslið úr Grímsvötnum í gær áætlað um 800 rúmmetrar á sekúndu. Í dag er áætlað að það sé komið upp í 1.200 rúmmetra á sekúndu. Það er um það bil þrefalt meðalrennsli Ölfusár við Selfoss, vatnsmesta fljóts landsins. Gufubólstrar sáust stíga upp úr Grímsvötnum þegar flogið var yfir í gær.Ragnar Axelsson Á Skeiðarársandi sjá vatnamælingamenn Veðurstofu að rennsli Gígjukvíslar heldur áfram að aukast, að sögn Einars Bessa Gestssonar náttúrvársérfræðings. Í gær áætluðu þeir að rennslið þar væri komið upp í 660 rúmmetra á sekúndu og laust fyrir hádegi í dag mældu þeir það 924 rúmmetra á sekúndu, sem nálgast það að vera fjórfalt náttúrulegt rennsli á þessum árstíma. Séð yfir hringveginn og brúna yfir Gígjukvísl í gær. Búist er við að hlaupið fari allt undir þessa brú.Ragnar Axelsson Síðast þegar eldgos fylgdi Grímsvatnahlaupi, árið 2004, hófst gosið þegar íshellan á Grímsvötnum hafði lækkað um tuttugu metra, að því er Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur tjáði okkur í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Miðað við að lækkunin núna sé orðin sextán metrar, og sex metrar bara á síðasta sólarhringa, má gera sér í hugarlund að vísindamenn rýna núna fast í öll merki um eldvirkni. Engin slík merki sjást þó enn, að sögn Einars Bessa. Frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi af hlaupinu má sjá hér:
Grímsvötn Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Hornafjörður Skaftárhreppur Almannavarnir Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Sjá meira