Vísindamenn neita því að bólusetningar ýti undir hjartavandamál íþróttafólks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. desember 2021 11:01 Samherjar Christan Eriksens í danska liðinu slógu skjaldborg utan um hann meðan læknar meðhöndluðu hann eftir að Eriksen fór í hjartastopp gegn Finnlandi á EM í sumar. Eriksen var ekki bólusettur. Stuart Franklin/AP Undanfarið hefur borið á að leikmenn og stuðningsfólk í hinum ýmsu íþróttum hafi hnigið til jarðar á meðan leik eða æfingu stendur. Ástæðan er nær alltaf tengd hjartavandamálum viðkomandi á einn eða annan hátt. Ákveðinn hópur vill tengja aukningu í atvikum sem þessum við bólusetningar gegn kórónuveirunni. Þessu neita vísindamenn statt og stöðugt og segja enga fylgni vera á milli bólusetningar og leikmanna sem hníga niður. Frægasta dæmið er eflaust Christian Eriksen, leikmaður danska landsliðsins og Inter Milan, en hann hné niður í leik Danmerkur og Finnlands á Evrópumótinu sem fram fór í sumar. Eriksen fór í hjartastopp. Í kjölfarið fór umræða af stað að mögulega væri þetta bóluefninu sem á að vernda fólk gegn kórónuveirunni að kenna. Það gleymdist þó í umræðunni að Eriksen var alls ekki bólusettur á þeim tíma. Ásamt Eriksen hafa hins mýmörg atvik komið upp á undanförnum mánuðum. Fyrir okkur Íslendinga ber helst að nefna Emil Pálsson sem hneig niður í leik Sogndal og Stjørdals-Blink í norsku B-deildinni í fótbolta. Hann fór einnig í hjartastopp. Sem betur fer var fólk á Fosshaugane-vellinum vel með á nótunum en Emil fór í hjartastopp. Starfsfólk vallarins kom honum til bjargar og hann horfir nú fram veginn eftir þessa skelfilegu lífsreynslu. Samkvæmt vísindamönnum sem The Telegraph ræddi við eru meiri líkur að veiran sjálf hafi þessi áhrif á fólk heldur nokkurn tímann bólusetningar. „Allt sem bóluefni geta mögulega orsakað bliknar í samanburði við það sem veiran getur orsakað,“ sagði prófessor Keith Neal í grein The Telegraph. Neal hefur 25 ára reynslu er kemur að rannsóknum á smitsjúkdómum og sýkingum. Prófessor Jonathan Ball tók í sama streng: „Rannsóknir sýna að Covid er líklegra til að valda hinum ýmsum hjartakvillum heldur en bóluefni nokkurn tímann.“ Vísindamenn hafa hins vegar báðir áhyggjur af ummælum hinna ýmsu sparkspekinga sem hafa látið gamminn geysa er varðar mögulega tengingu milli atvikanna sem nefnd voru hér að ofan og bólusetninga. Scientists reject vaccine 'theory' after spate of players and fans collapsing | @Tom_Morgs https://t.co/2QVj4SQJf7— Telegraph Sport (@TelegraphSport) December 2, 2021 „Það eru margar ástæður fyrir því að íþróttafólk hnígur niður innan vallar og sömuleiðis ástæður fyrir því að það kemur í bylgjum. Við verðum að passa okkur að finna ekki einn sökudólg fyrr en atvikin hafa verið rannsökuð almennilega. Það er freistandi að kenna Covid-bóluefnum um en sparkspekingar hafa samfélagslega ábyrgð og eiga ekki að vera ýta undir fordóma gegn bóluefnum án þess að geta stutt mál sitt á einn eða annan hátt,“ sagði prófessor Robert Dingwall um málið. „Því hefur lengi verið haldið fram að íþróttamenn ættu að passa sig sérstaklega er þeir snúa aftur til æfinga eftir að hafa fengið veirusýkingu. Það kæmi því ekki á óvart að væg Covid-sýking myndi hafa meiri áhrif á þennan hóp heldur en aðra. Það eru hins vegar engin sönnunargögn sem benda til þess að ákveðinn vírus orsaki ákveðna atburði eða röð atburða,“ bætti Dingwall við að endingu. Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjá meira
Ákveðinn hópur vill tengja aukningu í atvikum sem þessum við bólusetningar gegn kórónuveirunni. Þessu neita vísindamenn statt og stöðugt og segja enga fylgni vera á milli bólusetningar og leikmanna sem hníga niður. Frægasta dæmið er eflaust Christian Eriksen, leikmaður danska landsliðsins og Inter Milan, en hann hné niður í leik Danmerkur og Finnlands á Evrópumótinu sem fram fór í sumar. Eriksen fór í hjartastopp. Í kjölfarið fór umræða af stað að mögulega væri þetta bóluefninu sem á að vernda fólk gegn kórónuveirunni að kenna. Það gleymdist þó í umræðunni að Eriksen var alls ekki bólusettur á þeim tíma. Ásamt Eriksen hafa hins mýmörg atvik komið upp á undanförnum mánuðum. Fyrir okkur Íslendinga ber helst að nefna Emil Pálsson sem hneig niður í leik Sogndal og Stjørdals-Blink í norsku B-deildinni í fótbolta. Hann fór einnig í hjartastopp. Sem betur fer var fólk á Fosshaugane-vellinum vel með á nótunum en Emil fór í hjartastopp. Starfsfólk vallarins kom honum til bjargar og hann horfir nú fram veginn eftir þessa skelfilegu lífsreynslu. Samkvæmt vísindamönnum sem The Telegraph ræddi við eru meiri líkur að veiran sjálf hafi þessi áhrif á fólk heldur nokkurn tímann bólusetningar. „Allt sem bóluefni geta mögulega orsakað bliknar í samanburði við það sem veiran getur orsakað,“ sagði prófessor Keith Neal í grein The Telegraph. Neal hefur 25 ára reynslu er kemur að rannsóknum á smitsjúkdómum og sýkingum. Prófessor Jonathan Ball tók í sama streng: „Rannsóknir sýna að Covid er líklegra til að valda hinum ýmsum hjartakvillum heldur en bóluefni nokkurn tímann.“ Vísindamenn hafa hins vegar báðir áhyggjur af ummælum hinna ýmsu sparkspekinga sem hafa látið gamminn geysa er varðar mögulega tengingu milli atvikanna sem nefnd voru hér að ofan og bólusetninga. Scientists reject vaccine 'theory' after spate of players and fans collapsing | @Tom_Morgs https://t.co/2QVj4SQJf7— Telegraph Sport (@TelegraphSport) December 2, 2021 „Það eru margar ástæður fyrir því að íþróttafólk hnígur niður innan vallar og sömuleiðis ástæður fyrir því að það kemur í bylgjum. Við verðum að passa okkur að finna ekki einn sökudólg fyrr en atvikin hafa verið rannsökuð almennilega. Það er freistandi að kenna Covid-bóluefnum um en sparkspekingar hafa samfélagslega ábyrgð og eiga ekki að vera ýta undir fordóma gegn bóluefnum án þess að geta stutt mál sitt á einn eða annan hátt,“ sagði prófessor Robert Dingwall um málið. „Því hefur lengi verið haldið fram að íþróttamenn ættu að passa sig sérstaklega er þeir snúa aftur til æfinga eftir að hafa fengið veirusýkingu. Það kæmi því ekki á óvart að væg Covid-sýking myndi hafa meiri áhrif á þennan hóp heldur en aðra. Það eru hins vegar engin sönnunargögn sem benda til þess að ákveðinn vírus orsaki ákveðna atburði eða röð atburða,“ bætti Dingwall við að endingu.
Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjá meira