Kellogg hyggst ráða 1.400 starfsmenn í stað þeirra sem eru í verkfalli Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. desember 2021 08:29 Starfsmennirnir segja betur farið með vélarnar en sig. AP/Lily Smith Stórfyrirtækið Kellogg hyggst ráða nýja starfsmenn í stað 1.400 starfsmanna sem hafa verið í verkfalli frá því í október síðastliðnum. Starfsmennirnir höfnuðu á dögunum samningi til fimm ára sem hljóðaði upp á 3 prósenta launahækkun. Að sögn talsmanna alþjóðaverkalýðssamtakanna BCTGM greiddi yfirgnæfandi meirihluti starfsmanna atkvæði á móti tilboðinu, sem er það fyrsta sem fyrirtækið leggur fram í viðræðunum. Starfsmennirnir segja 3 prósent ekki nóg; þeim sé oft gert að vinna 80 stunda vinnuviku og fái ekki frí um helgar. Fyrst hafi fyrirtækið hrósað þeim sem hetjum fyrir að standa vaktina í kórónuveirufaraldrinum en nú sé komið annað hljóð í strokkinn. „Við fáum ekkert helgarfrí í raun. Við vinnum bara sjö daga vikunnar, stundum 100 til 130 daga í röð. Vélarnar ganga í 28 daga og svo eru þær hvíldar og þrifnar í þrjá daga. Þeir fara ekki einu sinni jafn vel með okkur og vélarnar,“ hefur Guardian eftir einum starfsmanna Kellogg. Starfsfólkið vinnur við framleiðslu morgunkorns í verksmiðjum í Michigan, Nebraska, Pennsylvaníu og Tennessee. Fyrirtækið hefur hingað til haldið framleiðslunni gangandi með því að fá utanaðkomandi verkamenn til að ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli en hefur nú tilkynnt að það hyggist ráða aðra í störf þeirra. Todd Vachon, sem kennir vinnumarkaðsfræði við Rutgers University, segir fyrirtækið þó mögulega munu eiga í vandræðum með að fylla störfin. Til að mynda sé ekki víst að aðrir séu viljugir til að taka þátt í að grafa undan þeim sem eru í verkfalli. Þá virðist sú staðreynd að tilboði Kellogg var hafnað benda til þess að starfsmenn telji samningsstöðu sína góða. Bandaríkin Vinnumarkaður Kjaramál Matvælaframleiðsla Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Fleiri fréttir Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Sjá meira
Að sögn talsmanna alþjóðaverkalýðssamtakanna BCTGM greiddi yfirgnæfandi meirihluti starfsmanna atkvæði á móti tilboðinu, sem er það fyrsta sem fyrirtækið leggur fram í viðræðunum. Starfsmennirnir segja 3 prósent ekki nóg; þeim sé oft gert að vinna 80 stunda vinnuviku og fái ekki frí um helgar. Fyrst hafi fyrirtækið hrósað þeim sem hetjum fyrir að standa vaktina í kórónuveirufaraldrinum en nú sé komið annað hljóð í strokkinn. „Við fáum ekkert helgarfrí í raun. Við vinnum bara sjö daga vikunnar, stundum 100 til 130 daga í röð. Vélarnar ganga í 28 daga og svo eru þær hvíldar og þrifnar í þrjá daga. Þeir fara ekki einu sinni jafn vel með okkur og vélarnar,“ hefur Guardian eftir einum starfsmanna Kellogg. Starfsfólkið vinnur við framleiðslu morgunkorns í verksmiðjum í Michigan, Nebraska, Pennsylvaníu og Tennessee. Fyrirtækið hefur hingað til haldið framleiðslunni gangandi með því að fá utanaðkomandi verkamenn til að ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli en hefur nú tilkynnt að það hyggist ráða aðra í störf þeirra. Todd Vachon, sem kennir vinnumarkaðsfræði við Rutgers University, segir fyrirtækið þó mögulega munu eiga í vandræðum með að fylla störfin. Til að mynda sé ekki víst að aðrir séu viljugir til að taka þátt í að grafa undan þeim sem eru í verkfalli. Þá virðist sú staðreynd að tilboði Kellogg var hafnað benda til þess að starfsmenn telji samningsstöðu sína góða.
Bandaríkin Vinnumarkaður Kjaramál Matvælaframleiðsla Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Fleiri fréttir Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Sjá meira