Hagkerfið stendur og fellur með flutningskerfinu Jón Skafti Gestsson skrifar 8. desember 2021 10:31 Í fréttum undanfarna daga hefur komið fram að Landsvirkjun þurfti að grípa til skerðinga á orkuafhendingu til viðskiptavina sinna því flutningskerfi raforku réði ekki við að flytja raforkuna milli landshluta. Í tilkynningu fyrirtækisins kom fram að skerðingar næmu 500 GWst sem jafngildir árlegri orkuvinnslu Kröfluvirkjunar. Markaðsverð þessarar orku er nálægt því að vera 2.500 milljónir króna. Sú fjárhæð er nú farin forgörðum og verður ekki endurheimt. En orkusalan er í raun minnstur hluti þeirra verðmæta sem fara forgörðum. Virðisaukinn sem felst í raforkunotkun er jafnan langt umfram markaðsvirði hennar. Leiða má líkur að því að nú fari forgörðum virðisauki sem nemur nálægt 10 milljörðum króna í sjávarútvegi, álvinnslu og gagnaþjónustu. Fréttir af skerðingum Landsvirkjunar koma í kjölfar frétta þann 13. september þar sem Ríkisútvarpið greindi frá því að fjórðungur fyrirspurna sem Landsnet fékk um orkuafhendingu síðastliðin ár hefðu komið frá Suðurnesjum. Í öllum tilvikum var óskum um tengingu hafnað því raforkukerfið ræður ekki við flutninginn. Landsnet greindi í framhaldinu frá því að glataðar tekjur af þessum sökum hlypu á milljörðum í orkusölunni einni saman. Þessar fréttir, sem birtust með 3ja mánaða millibili, eru um glötuð tækifæri sem kostað hafa þjóðin marga milljarða sem rekja má beint til veikleika í flutningskerfi raforku. Samkeppnishæfni Undanfarin ár og misseri hefur átt sér stað umræða um samkeppnishæfni íslenska raforkukerfisins sem hefur rist grunnt. Einblínt er á flutningskostnað raforku. Við hjá Landsneti höfum reynt að benda á að í samkeppnishæfni felst fleira en verð. Til að mynda áreiðanleiki og afhendingargeta eins og nú kemur í ljós. Án raforku stöðvast nefnilega flest atvinnustarfsemi og kostnaður þeirra fyrirtækja sem verða fyrir skerðingu verður fljótlega meiri en þau hefðu borgað fyrir áreiðanlegri flutning og afhendingu. Flutningskerfið hefur einnig afgerandi áhrif á samkeppnishæfni sveitarfélaga. Landsnet skoðaði launaþróun eftir sveitarfélögum árin 1992-2016 og kom þar í ljós að þar sem afhendingargeta flutningskerfisins hafði verið takmörkuð hækkuðu laun merkjanlega hægar en annars staðar. Tafir og kærur Til að ráða bót á þessu vandamáli þarf að styrkja flutningskerfi Landsnets verulega. Byggðalínan sem flytur rafmagn milli landshluta verður senn hálfrar aldar gömul og ræður einfaldlega ekki við þarfir samtímans, hvað þá verkefni framtíðarinnar. Landsnet hefur lengi talað fyrir því að styrkja þurfi kerfið en hefur ekki orðið nægilega ágengt, meðal annars vegna ítrekaðra kærumála sem tefja framgang nauðsynlegra verkefna og stjórnsýslu sem virðir ekki reglur um afgreiðslutíma mála eða skipulagslög. Dæmi eru um að sveitarfélög neiti hreinlega bara að gefa út framkvæmdaleyfi þrátt fyrir að öll lagaleg skilyrði hafi verið uppfyllt. Orkuskipti og atvinnuþróun standa og falla með flutningskerfinu Skerðingar Landsvirkjunar sýna svo ekki verður um villst að orkuskipti eru ómöguleg við núverandi ástand. Það er einfaldlega ónóg geta til þess að afhenda orku til að hlaða rafbíla og vinnuvélar, knýja vetnisverksmiðjur eða aðra nýja starfsemi. Landsnet hefur undanfarin misseri sætt gagnrýni þess efnis að flutningskostnaður sé hár og að fjárfestingaáætlanir fyrirtækisins myndu skerða samkeppnishæfni landsins. Því er ekki að neita að það kostar að styrkja flutningskerfið en það verður æ augljósara að það kostar samfélagið meira að styrkja það ekki því flutningskerfið er einfaldlega uppselt og löngu farið að hamla eðlilegri atvinnuþróun um land allt. Styrking þess þolir enga bið. Höfundur er sérfræðingur á fjármálasviði Landsnets. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Skafti Gestsson Orkumál Orkuskipti Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Í fréttum undanfarna daga hefur komið fram að Landsvirkjun þurfti að grípa til skerðinga á orkuafhendingu til viðskiptavina sinna því flutningskerfi raforku réði ekki við að flytja raforkuna milli landshluta. Í tilkynningu fyrirtækisins kom fram að skerðingar næmu 500 GWst sem jafngildir árlegri orkuvinnslu Kröfluvirkjunar. Markaðsverð þessarar orku er nálægt því að vera 2.500 milljónir króna. Sú fjárhæð er nú farin forgörðum og verður ekki endurheimt. En orkusalan er í raun minnstur hluti þeirra verðmæta sem fara forgörðum. Virðisaukinn sem felst í raforkunotkun er jafnan langt umfram markaðsvirði hennar. Leiða má líkur að því að nú fari forgörðum virðisauki sem nemur nálægt 10 milljörðum króna í sjávarútvegi, álvinnslu og gagnaþjónustu. Fréttir af skerðingum Landsvirkjunar koma í kjölfar frétta þann 13. september þar sem Ríkisútvarpið greindi frá því að fjórðungur fyrirspurna sem Landsnet fékk um orkuafhendingu síðastliðin ár hefðu komið frá Suðurnesjum. Í öllum tilvikum var óskum um tengingu hafnað því raforkukerfið ræður ekki við flutninginn. Landsnet greindi í framhaldinu frá því að glataðar tekjur af þessum sökum hlypu á milljörðum í orkusölunni einni saman. Þessar fréttir, sem birtust með 3ja mánaða millibili, eru um glötuð tækifæri sem kostað hafa þjóðin marga milljarða sem rekja má beint til veikleika í flutningskerfi raforku. Samkeppnishæfni Undanfarin ár og misseri hefur átt sér stað umræða um samkeppnishæfni íslenska raforkukerfisins sem hefur rist grunnt. Einblínt er á flutningskostnað raforku. Við hjá Landsneti höfum reynt að benda á að í samkeppnishæfni felst fleira en verð. Til að mynda áreiðanleiki og afhendingargeta eins og nú kemur í ljós. Án raforku stöðvast nefnilega flest atvinnustarfsemi og kostnaður þeirra fyrirtækja sem verða fyrir skerðingu verður fljótlega meiri en þau hefðu borgað fyrir áreiðanlegri flutning og afhendingu. Flutningskerfið hefur einnig afgerandi áhrif á samkeppnishæfni sveitarfélaga. Landsnet skoðaði launaþróun eftir sveitarfélögum árin 1992-2016 og kom þar í ljós að þar sem afhendingargeta flutningskerfisins hafði verið takmörkuð hækkuðu laun merkjanlega hægar en annars staðar. Tafir og kærur Til að ráða bót á þessu vandamáli þarf að styrkja flutningskerfi Landsnets verulega. Byggðalínan sem flytur rafmagn milli landshluta verður senn hálfrar aldar gömul og ræður einfaldlega ekki við þarfir samtímans, hvað þá verkefni framtíðarinnar. Landsnet hefur lengi talað fyrir því að styrkja þurfi kerfið en hefur ekki orðið nægilega ágengt, meðal annars vegna ítrekaðra kærumála sem tefja framgang nauðsynlegra verkefna og stjórnsýslu sem virðir ekki reglur um afgreiðslutíma mála eða skipulagslög. Dæmi eru um að sveitarfélög neiti hreinlega bara að gefa út framkvæmdaleyfi þrátt fyrir að öll lagaleg skilyrði hafi verið uppfyllt. Orkuskipti og atvinnuþróun standa og falla með flutningskerfinu Skerðingar Landsvirkjunar sýna svo ekki verður um villst að orkuskipti eru ómöguleg við núverandi ástand. Það er einfaldlega ónóg geta til þess að afhenda orku til að hlaða rafbíla og vinnuvélar, knýja vetnisverksmiðjur eða aðra nýja starfsemi. Landsnet hefur undanfarin misseri sætt gagnrýni þess efnis að flutningskostnaður sé hár og að fjárfestingaáætlanir fyrirtækisins myndu skerða samkeppnishæfni landsins. Því er ekki að neita að það kostar að styrkja flutningskerfið en það verður æ augljósara að það kostar samfélagið meira að styrkja það ekki því flutningskerfið er einfaldlega uppselt og löngu farið að hamla eðlilegri atvinnuþróun um land allt. Styrking þess þolir enga bið. Höfundur er sérfræðingur á fjármálasviði Landsnets.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun