Ekki margir möguleikar eftir fyrir Trump til að koma í veg fyrir að gögnin verði afhent Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. desember 2021 22:08 Donald Trump var eitt sinn forseti Bandaríkjanna. Ekki lengur. Michael Zarrilli/Getty Images) Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum hefur hafnað beiðni Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, um að þingnefnd sem rannsakar árásina á þinghús Bandaríkjanna í janúar fái ekki að sjá tiltekin skjöl frá forsetatíð Trump. Dómstóllinn hefur þó ákveðið að fresta endanlegri dómsuppkvaðningu um tvær vikur til þess að veita Trump færi á að leita á náðir Hæstaréttar Bandaríkjanna vegna málsins. Trump hefur kvartað sáran undan því að Joe Biden, arftaki Trump á forsetastól, hafi ákveðið að hafna því beita forsetavaldi sínu til þess að koma í veg fyrir að nefndin gæti fengið aðgang að skjölunum vegna rannsóknarinnar. Hefur Biden sagt að árásin á þinghúsið hafi verið svo einstök og óvenjulegt að algjört gagnsæi þurfi að ríkja vegna rannsóknar málsins. Dómari áfrýjunardómstólsins segir að Trump og lögmenn hans hafi ekki fært nein haldbær rök fyrir því af hverju víkja ætti til hliðar þessu mati Biden. Spurning sem þingnefndin rannsakar er sú hvort forsetinn fyrrverrandi hafi haft vitneskju um það fyrirfram að til stæði að ráðast inn í þinghúsið og vilja nefndarmenn því fá aðgang að símtalaskrá Trumps, sjá lista yfir þá sem heimsóttu hann dagana fyrir atvikið og önnur gögn úr Hvíta húsinu sem gætu varpað ljósi á málið. Mörghundruð stuðningsmenn Trumps ruddust inn í húsið dagið sem þingið átti að staðfesta kjör Joes Biden í embætti forseta og freistuðu mótmælendurnir þess að koma í veg fyrir athöfnina. Donald Trump Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Trump skilur að stuðningsmenn sínir hafi viljað hengja Pence Það var heilbrigð skynsemi hjá stuðningsmönnum Donalds Trump að kyrja um að þeir ætluðu sér að hengja Mike Pence, varaforseta, þegar þeir réðust á bandaríska þinghúsið í janúar, að mati fyrrverandi Bandaríkjaforsetans. 12. nóvember 2021 14:42 Þingnefndin sem rannsakar árásina á þinghúsið fær gögn Trump Dómari í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að þingnefnd sem rannsakar árásina á þinghús Bandaríkjanna megi fá aðgang að skjölum er varða Donald Trump fyrrverandi forseta. 10. nóvember 2021 06:56 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Dómstóllinn hefur þó ákveðið að fresta endanlegri dómsuppkvaðningu um tvær vikur til þess að veita Trump færi á að leita á náðir Hæstaréttar Bandaríkjanna vegna málsins. Trump hefur kvartað sáran undan því að Joe Biden, arftaki Trump á forsetastól, hafi ákveðið að hafna því beita forsetavaldi sínu til þess að koma í veg fyrir að nefndin gæti fengið aðgang að skjölunum vegna rannsóknarinnar. Hefur Biden sagt að árásin á þinghúsið hafi verið svo einstök og óvenjulegt að algjört gagnsæi þurfi að ríkja vegna rannsóknar málsins. Dómari áfrýjunardómstólsins segir að Trump og lögmenn hans hafi ekki fært nein haldbær rök fyrir því af hverju víkja ætti til hliðar þessu mati Biden. Spurning sem þingnefndin rannsakar er sú hvort forsetinn fyrrverrandi hafi haft vitneskju um það fyrirfram að til stæði að ráðast inn í þinghúsið og vilja nefndarmenn því fá aðgang að símtalaskrá Trumps, sjá lista yfir þá sem heimsóttu hann dagana fyrir atvikið og önnur gögn úr Hvíta húsinu sem gætu varpað ljósi á málið. Mörghundruð stuðningsmenn Trumps ruddust inn í húsið dagið sem þingið átti að staðfesta kjör Joes Biden í embætti forseta og freistuðu mótmælendurnir þess að koma í veg fyrir athöfnina.
Donald Trump Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Trump skilur að stuðningsmenn sínir hafi viljað hengja Pence Það var heilbrigð skynsemi hjá stuðningsmönnum Donalds Trump að kyrja um að þeir ætluðu sér að hengja Mike Pence, varaforseta, þegar þeir réðust á bandaríska þinghúsið í janúar, að mati fyrrverandi Bandaríkjaforsetans. 12. nóvember 2021 14:42 Þingnefndin sem rannsakar árásina á þinghúsið fær gögn Trump Dómari í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að þingnefnd sem rannsakar árásina á þinghús Bandaríkjanna megi fá aðgang að skjölum er varða Donald Trump fyrrverandi forseta. 10. nóvember 2021 06:56 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Trump skilur að stuðningsmenn sínir hafi viljað hengja Pence Það var heilbrigð skynsemi hjá stuðningsmönnum Donalds Trump að kyrja um að þeir ætluðu sér að hengja Mike Pence, varaforseta, þegar þeir réðust á bandaríska þinghúsið í janúar, að mati fyrrverandi Bandaríkjaforsetans. 12. nóvember 2021 14:42
Þingnefndin sem rannsakar árásina á þinghúsið fær gögn Trump Dómari í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að þingnefnd sem rannsakar árásina á þinghús Bandaríkjanna megi fá aðgang að skjölum er varða Donald Trump fyrrverandi forseta. 10. nóvember 2021 06:56