Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Fjölnir 89-88 | Njarðvík í undanúrslit eftir framlengdan leik Atli Arason skrifar 11. desember 2021 21:50 Vísir/Bára Dröfn Njarðvík tryggði sér sæti í undanúrslitum VÍS bikar kvenna er liðið sigraði Fjölni með minnsta mögulega mun eftir framlengingu í æsispennandi leik í Ljónagryfunni, 89-88. Leikurinn fór af stað af miklum krafti þar sem bæði lið voru að setja stig á töfluna. Leikurinn var jafn fyrstu mínúturnar áður en Njarðvík náði yfirhöndinni en Njarðvík leiddi leikinn með 5 stigum þegar fyrsti leikhluti var hálfnaður, 14-9. Fjölnir voru betri seinni helming fyrsta leikhluta og ná að jafna í stöðunni 19-19 og ná forskotinu strax í kjölfarið, 19-21. Aliyah Collier, leikmaður Njarðvíkur, setti þó niður þrist í síðustu sókn leikhlutans sem Njarðvík vann, 22-21. Njarðvík byrjar annan leikhluta betur en þær komast snemma í sjö stiga forystu eftir stökkskot Helenu Rafns þegar rúmar tvær mínútur voru liðnar af leikhlutanum, 33-26. Leikurinn sveiflaðist í kringum þetta forskot það sem eftir lifði af fjórðungnum en heimakonur unnu annan leikhluta með sex stigum, 24-18, og því fóru Njarðvíkingar með sjö stiga forystu inn í síðari hálfleik, 46-39. Gestirnir komu af miklum krafti inn í síðari hálfleik. Þær ná saxa á forystu Njarðvíkur en Dagný Lísa, Aliyah Mazyck og Sanja Orozovic sáu um að gera öll 20 stig Fjölnis í þriðja leikhluta sem gestirnir vinna með fjórum stigum, 16-20, og því var aðeins þriggja stiga munur fyrir loka fjórðunginn, 62-59. Fjölnir jafnar svo leikinn með fyrstu þremur stigum fjórða leikhluta þegar Iva Bosnjak kastar niður þriggja stiga tilraun sinni. Fjölnir byggði ofan á þetta og náði forystunni í fyrsta skipti í leiknum síðan í fyrsta leikhlutanum með næstu þremur stigum, 62-65. Eftir þetta skiptust liðin á að setja stig á töfluna og forysta í leiknum skiptist alls sjö sinnum á milli liðanna það sem eftir lifði síðasta leikhluta. Sigrún Sjöfn, leikmaður Fjölnis, jafnar leikinn í 77-77 þegar mínúta er eftir og bæði lið klikka á síðustu tveimur sóknum sínum og því þurfti að framlengja. Leikurinn var áfram gífurlega jafn og spennandi í framlengingunni. Sigrún Sjöfn kemur Fjölni þó í fjögurra stiga forystu með risastórum þrist þegar tvær mínútur lifðu eftir af framlengingunni, 81-85. Þetta var jafnframt mesta forysta sem Fjölnir náði í leiknum öllum. Það virtist þó slökkna á Fjölni eftir þriggja stiga tilraun Sigrúnar þar sem að Njarðvík kom með áhlaup og gerði næstu 8 stig í röð áður en að Iva Bosnjak lokar leiknum með þriggja stiga tilraun sinni þegar 4 sekúndur voru eftir og meira var ekki skorað. Lokatölur, 89-88. Af hverju vann Njarðvík? Þetta hefði svo auðveldlega getað fallið öðru hvoru megin í kvöld. Njarðvíkingar voru betri í fyrri hálfleik á meðan Fjölnir voru betri í þeim síðari. Á endanum munaði ekki nema einu stigi eftir framlengingu en Njarðvík getur í það minnsta þakkað Aliyah Collier fyrir risastóra frammistöðu í kvöld. Hverjar stóðu upp úr? Aliyah Collier, vá! Collier gerði 42 stig en hún var með 50% skotnýtingu í kvöld úr 28 tilraunum ásamt því að taka 17 fráköst, gefa 4 stoðsendingar og stela 4 boltum. Heilir 50 framlagspunktar hjá henni í kvöld. Risastór frammistaða. Nafna hennar, Aliyah Mazyck átti líka flottan leik í liði Fjölnis. Mazyck gerði 34 stig, tók 8 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. 25 framlagspunktar. Hvað gerist næst? Fjölnir er úr leik í bikarnum en Njarðvík fer áfram í undanúrslit. Á morgun kemur í ljós hvaða lið fylgja Njarðvíkingum áfram í fjórðungs úrslitin. „Við ætluðum okkur að vinna þennan bikar“ Halldór Karl Þórsson, þjálfari Fjölnis.Bára Dröfn Halldór Karl Þórsson, þjálfari Fjölnis, var eins og gefur að skilja mjög svekktur og pirraður að hafa tapað þessum leik eftir að hafa verið grátlega nálægt því að vinna hann. „Þetta er mikið svekkelsi. Við ætluðum okkur að vinna þennan bikar en við fengum það ekki í dag út af ákveðnum ástæðum en svona er þetta bara og við förum hart eftir hinum titlunum sem eru í boði og óskum Njarðvíkingum alls hins besta í þessari keppni í framhaldinu,“ sagði Halldór í viðtali við Vísi eftir leik. Halldór vildi ekki fara nánar út í hvaða ákveðnar ástæður hann átti við. Í leikslok var hluti af þjálfara teymi Fjölnis allavega eitthvað ósátt út í dómgæsluna en þá varð mikill hitafundur milli dómara og aðila úr teymi Fjölnis. „Ég ætla ekki að tala um það. Það eru margar ástæður en ég ætla ekki að fara nánar út í það, það verður að vera þannig.“ Aliyah Mazyck var frábær í liði Fjölnis í kvöld en hún náði ekki að spila í framlengingunni þar sem hún hafði áður farið af leikvelli með fimm villur. „Hún fer út af með fimm villur en fimmta villan var mjög 'soft'. Við eigum alveg að vera nógu stórar til að geta tekið á því en við fórum í framlengingu án hennar og töpuðum bara með einu stigi í framlengingunni. Ég hefði kannski viljað sjá okkur aðeins skilvirkari í sóknarleiknum og við leyfðum þeim að fara óþarflega mikið á vítalínuna á loka mínútunum.“ „Þetta er svo ógeðslega svekkjandi. Við erum með það gott lið að við eigum að taka þennan titill. Allir atvinnumennir þeirra voru góðir í dag en þær bera þetta uppi hjá þeim og voru stórar fyrir þær undir lokin.“ Aliyah Mazyck, bandaríski leikmaður Fjölnis, spilaði þennan leik þrátt fyrir að vera að glíma við meiðsli í hönd. „Ég veit ekki hvernig ástandið er á Kananum mínum. Hún er meidd og spilaði þennan leik meidd þótt það sjáist kannski ekki en hún er mjög meidd. Við verðum að sjá hvernig hún verður.“ „Hún er frábær leikmaður og lét þetta ekki á sig fá en það þurfti að taka hana mikið út af og svona. Það var bara hún sem tók þá ákvörðun að halda áfram en við þjálfara teymið vorum eiginlega búin að ákveða að hafa hana ekki með í seinni hálfleik. Hún er bara mjög dofin og finnur mikið til í hendinni. Við förum með hana núna á mánudaginn og sjáum hvað er að.“ Svekkelsið er mikið eins og Halldór segir en hann telur það verða erfitt verkefni að koma hausnum aftur upp fyrir næsta leik í deildinni, sem er gegn Grindavík. „Það tekur tíma en við megum bara ekki við því. Við verðum bara að sýna hversu andlega sterkar við erum að geta komið vel inn í þann leik.“ „Þetta var einn með öllu“ Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur.Vilhelm Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, gat leyft sér að brosa út af eyrum eftir sigurinn í þessum jafna og spennandi körfuboltaleik. „Þetta var einn með öllu í aðventunni. Ég er ótrúlega stoltur af mínu liði. Við vorum frábærar í fyrri hálfleik en þetta var mögulega besti hálfleikur okkar á tímabilinu. Það kom smá skjálfti í okkur í seinni hálfleik, þær fóru í box-og-einn og allskonar svæðisvarnir. Við kannski náðum ekki alveg að refsa þeim þar sem við vildum, það kom smá hik á okkur en þá setti Aliyah Collier liðið á herðar sér og gerði það sem þurfti. Þegar hún var byrjuð að skora þá komu hinar með og eru að skora lykil körfur í leiknum,“ sagði Rúnar í viðtali við Vísi eftir leik. Aliyah Collier áttu sennilega sinn besta leik í treyju Njarðvíkur í kvöld, Rúnar telur hana vera sú besta í deildinni. „Hún er einstakur leikmaður, besti alhliða leikmaðurinn í deildinni að mínu mati. Hún er frábær varnarlega og getur skorað á öllum stigum leiksins. Stundum mætti hún hafa aðeins meiri trú á sér svona heilt yfir, miðað við tímabilið til þessa, vegna þess það eru fáir leikmenn sem geta stoppað hana. Við erum heppin í Njarðvík því við erum með gott körfubolta lið. Við eigum að geta gert betur en í dag að refsa, þegar andstæðingurinn ætlar að vera með tvo til þrjá varnarmenn á henni. Ég veit að mínar stelpur, hver og einn einasti leikmaður munu mæta tilbúnar í fjögurra liða úrslitin að láta til sín taka.“ Fjölnir spilaði framlenginguna án Aliyah Mazyck. Rúnar telur það hafa breytt leiknum en ekki skipt svo miklu máli þar sem að Fjölnis liðið er með það mörg vopn til að tefla fram. „Leikurinn var jafn og hefði sennilega haldið áfram að vera jafn með hana inn á. Auðvitað breyttist leikurinn, Sanja var mikið með boltann í staðinn fyrir Aliyah og aðrir leikmenn komu með risa frammistöðu. Sigrún kemur inn með tvo þrista og Dagný með 'and-one' og fleira. Þær eru rosa vel mannaðar og það koma bara aðrir leikmenn inn sem eru tilbúnir spila alvöru körfuboltaleik, bara þvílík skemmtun sem þessi leikur var,“ svaraði Rúnar, aðspurður út í það hvort leikurinn hafi breyst mikið eftir eftir að Aliyah Mazyck var villuð út. Rúnar á engan óska mótherja í undanúrslitunum en markmið Njarðvíkur er að fara alla leið, sama hver mótherjinn er. „Mér er alveg sama. Það er bara sama gamla klisjan. Fyrst og fremst er ég hrikalega stoltur að við náðum að klára þennan leik. Við komust í undanúrslit í síðustu bikarkeppni og náðum ekki að klára það dæmi þannig núna er það bara næsta áskorun að fara lengra en þá,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Fjölnir
Njarðvík tryggði sér sæti í undanúrslitum VÍS bikar kvenna er liðið sigraði Fjölni með minnsta mögulega mun eftir framlengingu í æsispennandi leik í Ljónagryfunni, 89-88. Leikurinn fór af stað af miklum krafti þar sem bæði lið voru að setja stig á töfluna. Leikurinn var jafn fyrstu mínúturnar áður en Njarðvík náði yfirhöndinni en Njarðvík leiddi leikinn með 5 stigum þegar fyrsti leikhluti var hálfnaður, 14-9. Fjölnir voru betri seinni helming fyrsta leikhluta og ná að jafna í stöðunni 19-19 og ná forskotinu strax í kjölfarið, 19-21. Aliyah Collier, leikmaður Njarðvíkur, setti þó niður þrist í síðustu sókn leikhlutans sem Njarðvík vann, 22-21. Njarðvík byrjar annan leikhluta betur en þær komast snemma í sjö stiga forystu eftir stökkskot Helenu Rafns þegar rúmar tvær mínútur voru liðnar af leikhlutanum, 33-26. Leikurinn sveiflaðist í kringum þetta forskot það sem eftir lifði af fjórðungnum en heimakonur unnu annan leikhluta með sex stigum, 24-18, og því fóru Njarðvíkingar með sjö stiga forystu inn í síðari hálfleik, 46-39. Gestirnir komu af miklum krafti inn í síðari hálfleik. Þær ná saxa á forystu Njarðvíkur en Dagný Lísa, Aliyah Mazyck og Sanja Orozovic sáu um að gera öll 20 stig Fjölnis í þriðja leikhluta sem gestirnir vinna með fjórum stigum, 16-20, og því var aðeins þriggja stiga munur fyrir loka fjórðunginn, 62-59. Fjölnir jafnar svo leikinn með fyrstu þremur stigum fjórða leikhluta þegar Iva Bosnjak kastar niður þriggja stiga tilraun sinni. Fjölnir byggði ofan á þetta og náði forystunni í fyrsta skipti í leiknum síðan í fyrsta leikhlutanum með næstu þremur stigum, 62-65. Eftir þetta skiptust liðin á að setja stig á töfluna og forysta í leiknum skiptist alls sjö sinnum á milli liðanna það sem eftir lifði síðasta leikhluta. Sigrún Sjöfn, leikmaður Fjölnis, jafnar leikinn í 77-77 þegar mínúta er eftir og bæði lið klikka á síðustu tveimur sóknum sínum og því þurfti að framlengja. Leikurinn var áfram gífurlega jafn og spennandi í framlengingunni. Sigrún Sjöfn kemur Fjölni þó í fjögurra stiga forystu með risastórum þrist þegar tvær mínútur lifðu eftir af framlengingunni, 81-85. Þetta var jafnframt mesta forysta sem Fjölnir náði í leiknum öllum. Það virtist þó slökkna á Fjölni eftir þriggja stiga tilraun Sigrúnar þar sem að Njarðvík kom með áhlaup og gerði næstu 8 stig í röð áður en að Iva Bosnjak lokar leiknum með þriggja stiga tilraun sinni þegar 4 sekúndur voru eftir og meira var ekki skorað. Lokatölur, 89-88. Af hverju vann Njarðvík? Þetta hefði svo auðveldlega getað fallið öðru hvoru megin í kvöld. Njarðvíkingar voru betri í fyrri hálfleik á meðan Fjölnir voru betri í þeim síðari. Á endanum munaði ekki nema einu stigi eftir framlengingu en Njarðvík getur í það minnsta þakkað Aliyah Collier fyrir risastóra frammistöðu í kvöld. Hverjar stóðu upp úr? Aliyah Collier, vá! Collier gerði 42 stig en hún var með 50% skotnýtingu í kvöld úr 28 tilraunum ásamt því að taka 17 fráköst, gefa 4 stoðsendingar og stela 4 boltum. Heilir 50 framlagspunktar hjá henni í kvöld. Risastór frammistaða. Nafna hennar, Aliyah Mazyck átti líka flottan leik í liði Fjölnis. Mazyck gerði 34 stig, tók 8 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. 25 framlagspunktar. Hvað gerist næst? Fjölnir er úr leik í bikarnum en Njarðvík fer áfram í undanúrslit. Á morgun kemur í ljós hvaða lið fylgja Njarðvíkingum áfram í fjórðungs úrslitin. „Við ætluðum okkur að vinna þennan bikar“ Halldór Karl Þórsson, þjálfari Fjölnis.Bára Dröfn Halldór Karl Þórsson, þjálfari Fjölnis, var eins og gefur að skilja mjög svekktur og pirraður að hafa tapað þessum leik eftir að hafa verið grátlega nálægt því að vinna hann. „Þetta er mikið svekkelsi. Við ætluðum okkur að vinna þennan bikar en við fengum það ekki í dag út af ákveðnum ástæðum en svona er þetta bara og við förum hart eftir hinum titlunum sem eru í boði og óskum Njarðvíkingum alls hins besta í þessari keppni í framhaldinu,“ sagði Halldór í viðtali við Vísi eftir leik. Halldór vildi ekki fara nánar út í hvaða ákveðnar ástæður hann átti við. Í leikslok var hluti af þjálfara teymi Fjölnis allavega eitthvað ósátt út í dómgæsluna en þá varð mikill hitafundur milli dómara og aðila úr teymi Fjölnis. „Ég ætla ekki að tala um það. Það eru margar ástæður en ég ætla ekki að fara nánar út í það, það verður að vera þannig.“ Aliyah Mazyck var frábær í liði Fjölnis í kvöld en hún náði ekki að spila í framlengingunni þar sem hún hafði áður farið af leikvelli með fimm villur. „Hún fer út af með fimm villur en fimmta villan var mjög 'soft'. Við eigum alveg að vera nógu stórar til að geta tekið á því en við fórum í framlengingu án hennar og töpuðum bara með einu stigi í framlengingunni. Ég hefði kannski viljað sjá okkur aðeins skilvirkari í sóknarleiknum og við leyfðum þeim að fara óþarflega mikið á vítalínuna á loka mínútunum.“ „Þetta er svo ógeðslega svekkjandi. Við erum með það gott lið að við eigum að taka þennan titill. Allir atvinnumennir þeirra voru góðir í dag en þær bera þetta uppi hjá þeim og voru stórar fyrir þær undir lokin.“ Aliyah Mazyck, bandaríski leikmaður Fjölnis, spilaði þennan leik þrátt fyrir að vera að glíma við meiðsli í hönd. „Ég veit ekki hvernig ástandið er á Kananum mínum. Hún er meidd og spilaði þennan leik meidd þótt það sjáist kannski ekki en hún er mjög meidd. Við verðum að sjá hvernig hún verður.“ „Hún er frábær leikmaður og lét þetta ekki á sig fá en það þurfti að taka hana mikið út af og svona. Það var bara hún sem tók þá ákvörðun að halda áfram en við þjálfara teymið vorum eiginlega búin að ákveða að hafa hana ekki með í seinni hálfleik. Hún er bara mjög dofin og finnur mikið til í hendinni. Við förum með hana núna á mánudaginn og sjáum hvað er að.“ Svekkelsið er mikið eins og Halldór segir en hann telur það verða erfitt verkefni að koma hausnum aftur upp fyrir næsta leik í deildinni, sem er gegn Grindavík. „Það tekur tíma en við megum bara ekki við því. Við verðum bara að sýna hversu andlega sterkar við erum að geta komið vel inn í þann leik.“ „Þetta var einn með öllu“ Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur.Vilhelm Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, gat leyft sér að brosa út af eyrum eftir sigurinn í þessum jafna og spennandi körfuboltaleik. „Þetta var einn með öllu í aðventunni. Ég er ótrúlega stoltur af mínu liði. Við vorum frábærar í fyrri hálfleik en þetta var mögulega besti hálfleikur okkar á tímabilinu. Það kom smá skjálfti í okkur í seinni hálfleik, þær fóru í box-og-einn og allskonar svæðisvarnir. Við kannski náðum ekki alveg að refsa þeim þar sem við vildum, það kom smá hik á okkur en þá setti Aliyah Collier liðið á herðar sér og gerði það sem þurfti. Þegar hún var byrjuð að skora þá komu hinar með og eru að skora lykil körfur í leiknum,“ sagði Rúnar í viðtali við Vísi eftir leik. Aliyah Collier áttu sennilega sinn besta leik í treyju Njarðvíkur í kvöld, Rúnar telur hana vera sú besta í deildinni. „Hún er einstakur leikmaður, besti alhliða leikmaðurinn í deildinni að mínu mati. Hún er frábær varnarlega og getur skorað á öllum stigum leiksins. Stundum mætti hún hafa aðeins meiri trú á sér svona heilt yfir, miðað við tímabilið til þessa, vegna þess það eru fáir leikmenn sem geta stoppað hana. Við erum heppin í Njarðvík því við erum með gott körfubolta lið. Við eigum að geta gert betur en í dag að refsa, þegar andstæðingurinn ætlar að vera með tvo til þrjá varnarmenn á henni. Ég veit að mínar stelpur, hver og einn einasti leikmaður munu mæta tilbúnar í fjögurra liða úrslitin að láta til sín taka.“ Fjölnir spilaði framlenginguna án Aliyah Mazyck. Rúnar telur það hafa breytt leiknum en ekki skipt svo miklu máli þar sem að Fjölnis liðið er með það mörg vopn til að tefla fram. „Leikurinn var jafn og hefði sennilega haldið áfram að vera jafn með hana inn á. Auðvitað breyttist leikurinn, Sanja var mikið með boltann í staðinn fyrir Aliyah og aðrir leikmenn komu með risa frammistöðu. Sigrún kemur inn með tvo þrista og Dagný með 'and-one' og fleira. Þær eru rosa vel mannaðar og það koma bara aðrir leikmenn inn sem eru tilbúnir spila alvöru körfuboltaleik, bara þvílík skemmtun sem þessi leikur var,“ svaraði Rúnar, aðspurður út í það hvort leikurinn hafi breyst mikið eftir eftir að Aliyah Mazyck var villuð út. Rúnar á engan óska mótherja í undanúrslitunum en markmið Njarðvíkur er að fara alla leið, sama hver mótherjinn er. „Mér er alveg sama. Það er bara sama gamla klisjan. Fyrst og fremst er ég hrikalega stoltur að við náðum að klára þennan leik. Við komust í undanúrslit í síðustu bikarkeppni og náðum ekki að klára það dæmi þannig núna er það bara næsta áskorun að fara lengra en þá,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti