Gerrard: „Við töpuðum á vafasömu víti“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. desember 2021 17:45 Steven Gerrard þakkar Jürgen Klopp fyrir leikinn. Gerrard var ekki sáttur með vítaspyrnudóminn sem réði úrslitum. Clive Brunskill/Getty Images Steven Gerrard, knattspyrnustjóri Aston Villa, snéri aftur á heimaslóðir þegar lið hans heimsótti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann var nokkuð sáttur með spilamennsku sinna manna þrátt fyrir 1-0 tap, en segir að vítaspyrnan sem Salah skoraði úr hafi verið vafasöm. „Mér fannst Liverpool heilt yfir betra liðið í dag,“ sagði Gerrard að leik loknum. „Þeirra stíll var betri en okkar, en við gerðum virkilega vel að halda aftur að þeim á löngum köflum í leiknum.“ „Þegar allt kemur til alls þá ræðst leikurinn á einu víti. Það voru tvö atvik þar sem hefði verið hægt að dæma víti í dag og Liverpool fékk sitt víti. Ef þú horfir á það aftur, þá braut Salah á Mings fyrst.“ Eins og áður segir var Gerrard þó nokkuð sáttur við frammistöðu sinna manna gegn virkilega vel mönnuðu liði Liverpool. „Það er alltaf erfitt að sætta sig við það þegar maður tapar fótboltaleikjum. Við vissum að þetta yrði flókið verkefni því þú þarft að fylgja straumnum fyrstu 20-25 mínúturnar gegn liðum eins og Liverpool. Við enduðum leikinn betur, með meiri trú og nokkur fín tækifæri.“ Gerrard minntist á tvö atvik þar sem hægt hefði verið að dæma vítaspyrnu, en það seinna kom undir lok leiksins þegar Alisson kom í úthlaup og virtist mögulega brjóta á Danny Ings. „Ef að handleggur kemur nálægt Alisson þá er það brot, þannig að af hverju fær Ings ekki brotið?“ velti Gerrard fyrir sér. „Þetta eru spurningar sem ég vill fá svör við, en ég get ekki svarað þeim núna.“ Gerrard livid with officials who didn't check Danny Ings' penalty incident. "If an arm goes anywhere near Alisson, it’s a foul. So why isn’t a foul given for Danny Ings? They are the questions I’d like answering, but I can’t answer them right now." #AVFC— Ashley Preece (@PreeceObserver) December 11, 2021 Knattspyrnustjórinn viðurkenndi þó að sennilega hefði hann átt að láta vaða aðeins fyrr til að freista þess að jafna leikinn, en að það sé erfitt gegn liði sem refsar þér jafn grimmilega og Liverpool. „Þegar ég horfi til baka hefði ég kannski átt að setja meira púður í sóknina aðeins fyrr, en þú verður að vera varkár gegn liði eins og Liverpool svo að þeir skori ekki mark númer tvö, þrjú eða fjögur. Við töpuðum á vafasömu víti því að ef þú horfir almennilega á þetta þá var brotið fyrst á Tyrone [Mings]. Það sem er svekkjandi er að dómarinn fór ekki að skoða þetta.“ Að lokum hrósaði Gerrard sínu liði fyrir ákveðni og áræðni sína í leiknum og segir að hægt sé að byggja á frammistöðunni í næsta leik. „Þegar við horfum á ákveðnina og áræðnina sem leikmennirnir sýndu þá gæti ég ekki verið ánægðari eða stoltari. Við eigum erfiðan leik gegn Norwich í miðri viku og þar er tækifæri fyrir okkur að koma til baka og ná í jákvæð úrslit,“ sagði Gerrard að lokum. Enski boltinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Sjá meira
„Mér fannst Liverpool heilt yfir betra liðið í dag,“ sagði Gerrard að leik loknum. „Þeirra stíll var betri en okkar, en við gerðum virkilega vel að halda aftur að þeim á löngum köflum í leiknum.“ „Þegar allt kemur til alls þá ræðst leikurinn á einu víti. Það voru tvö atvik þar sem hefði verið hægt að dæma víti í dag og Liverpool fékk sitt víti. Ef þú horfir á það aftur, þá braut Salah á Mings fyrst.“ Eins og áður segir var Gerrard þó nokkuð sáttur við frammistöðu sinna manna gegn virkilega vel mönnuðu liði Liverpool. „Það er alltaf erfitt að sætta sig við það þegar maður tapar fótboltaleikjum. Við vissum að þetta yrði flókið verkefni því þú þarft að fylgja straumnum fyrstu 20-25 mínúturnar gegn liðum eins og Liverpool. Við enduðum leikinn betur, með meiri trú og nokkur fín tækifæri.“ Gerrard minntist á tvö atvik þar sem hægt hefði verið að dæma vítaspyrnu, en það seinna kom undir lok leiksins þegar Alisson kom í úthlaup og virtist mögulega brjóta á Danny Ings. „Ef að handleggur kemur nálægt Alisson þá er það brot, þannig að af hverju fær Ings ekki brotið?“ velti Gerrard fyrir sér. „Þetta eru spurningar sem ég vill fá svör við, en ég get ekki svarað þeim núna.“ Gerrard livid with officials who didn't check Danny Ings' penalty incident. "If an arm goes anywhere near Alisson, it’s a foul. So why isn’t a foul given for Danny Ings? They are the questions I’d like answering, but I can’t answer them right now." #AVFC— Ashley Preece (@PreeceObserver) December 11, 2021 Knattspyrnustjórinn viðurkenndi þó að sennilega hefði hann átt að láta vaða aðeins fyrr til að freista þess að jafna leikinn, en að það sé erfitt gegn liði sem refsar þér jafn grimmilega og Liverpool. „Þegar ég horfi til baka hefði ég kannski átt að setja meira púður í sóknina aðeins fyrr, en þú verður að vera varkár gegn liði eins og Liverpool svo að þeir skori ekki mark númer tvö, þrjú eða fjögur. Við töpuðum á vafasömu víti því að ef þú horfir almennilega á þetta þá var brotið fyrst á Tyrone [Mings]. Það sem er svekkjandi er að dómarinn fór ekki að skoða þetta.“ Að lokum hrósaði Gerrard sínu liði fyrir ákveðni og áræðni sína í leiknum og segir að hægt sé að byggja á frammistöðunni í næsta leik. „Þegar við horfum á ákveðnina og áræðnina sem leikmennirnir sýndu þá gæti ég ekki verið ánægðari eða stoltari. Við eigum erfiðan leik gegn Norwich í miðri viku og þar er tækifæri fyrir okkur að koma til baka og ná í jákvæð úrslit,“ sagði Gerrard að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Sjá meira