Umdeilt námufyrirtæki yfirgefur Grænland Atli Ísleifsson skrifar 13. desember 2021 11:15 Til stóð að námurnar yrðu ekki langt frá bænum Narsaq. Getty Námufyrirtækið Greenland Minerals hefur yfirgefið Grænland, nú fáeinum vikum eftir eftir að ákveðið var að banna vinnslu úrans í landinu. Fyrirhuguð námuvinnsla Greenland Minerals á Suður-Grænlandi var helsta kosningamálið í landinu fyrr á árinu og varð til þess að valdaskipti urðu. Naumur meirihluti á grænlenska þinginu samþykkti í haust að banna úranvinnslu og hefur námufyrirtækið, sem er með höfuðstöðvar í Ástralíu, nú tilkynnt að það sé hætt við að reyna að hefja vinnslu í Kvanefjeldet á suðurhluta Grænlandi þar sem talið er að finnist miklar birgðir af sjaldgæfum málmum. KNR segir frá því að Greenland Minerals hafi verið starfandi á Grænlandi frá árinu 2007 með það að markmiði að hefja þar vinnslu á málmum. Í fjallinu er líka að finna úran og vinnsla á slíku yrði ávallt óhjákvæmilegur fylgifiskur málmvinnslunnar í Kvanefjeldet. Ný lög á Grænlandi gera ráð fyrir að hundrað grömm af úran megi að hámarki vinna fyrir hvert tonn af málmi, en Greenland Minerals telur að það séu um 300 grömm af úrani fyrir hvert tonn af málmi á þeim stað þar sem ætlunin var að hefja vinnslu. Greenland Minerals segir í yfirlýsingu að á meðan málin séu enn að skýrast varðandi hina nýju löggjöf og áhrifa þeirra telji fyrirtækið skynsamlegast að kanna möguleika á starfsemi utan Grænlands. Félagið mun þó áfram vera í samskiptum við grænlensku heimastjórnina. Vinstriflokkurinn Inuit Ataqatigiit, með Múte Egede í broddi fylkingar, vann sigur í grænlensku þingkosningunum fyrr á árinu, eftir að hafa barist harkalega gegn hugmyndum um námuvinnslu í Kvanefjeldet. Grænland Ástralía Námuvinnsla Tengdar fréttir Grænlendingar banna úranvinnslu Grænlenska þingið samþykkti í gær að banna úranvinnslu og leit að úrani innan lögsögu Grænlands. Tólf þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en níu gegn. 10. nóvember 2021 08:06 Heimsveldin og auðlindir Grænlands Lantan, gadólín og dysprósín eru málmar sem líklegast fæstir kannast við en koma sífellt meira að okkar daglegu lífum. Líkur eru á því að akkúrat núna megi finna þessa málma, og aðra, einungis sentímetra frá andliti þínu. 4. mars 2021 07:00 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Fyrirhuguð námuvinnsla Greenland Minerals á Suður-Grænlandi var helsta kosningamálið í landinu fyrr á árinu og varð til þess að valdaskipti urðu. Naumur meirihluti á grænlenska þinginu samþykkti í haust að banna úranvinnslu og hefur námufyrirtækið, sem er með höfuðstöðvar í Ástralíu, nú tilkynnt að það sé hætt við að reyna að hefja vinnslu í Kvanefjeldet á suðurhluta Grænlandi þar sem talið er að finnist miklar birgðir af sjaldgæfum málmum. KNR segir frá því að Greenland Minerals hafi verið starfandi á Grænlandi frá árinu 2007 með það að markmiði að hefja þar vinnslu á málmum. Í fjallinu er líka að finna úran og vinnsla á slíku yrði ávallt óhjákvæmilegur fylgifiskur málmvinnslunnar í Kvanefjeldet. Ný lög á Grænlandi gera ráð fyrir að hundrað grömm af úran megi að hámarki vinna fyrir hvert tonn af málmi, en Greenland Minerals telur að það séu um 300 grömm af úrani fyrir hvert tonn af málmi á þeim stað þar sem ætlunin var að hefja vinnslu. Greenland Minerals segir í yfirlýsingu að á meðan málin séu enn að skýrast varðandi hina nýju löggjöf og áhrifa þeirra telji fyrirtækið skynsamlegast að kanna möguleika á starfsemi utan Grænlands. Félagið mun þó áfram vera í samskiptum við grænlensku heimastjórnina. Vinstriflokkurinn Inuit Ataqatigiit, með Múte Egede í broddi fylkingar, vann sigur í grænlensku þingkosningunum fyrr á árinu, eftir að hafa barist harkalega gegn hugmyndum um námuvinnslu í Kvanefjeldet.
Grænland Ástralía Námuvinnsla Tengdar fréttir Grænlendingar banna úranvinnslu Grænlenska þingið samþykkti í gær að banna úranvinnslu og leit að úrani innan lögsögu Grænlands. Tólf þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en níu gegn. 10. nóvember 2021 08:06 Heimsveldin og auðlindir Grænlands Lantan, gadólín og dysprósín eru málmar sem líklegast fæstir kannast við en koma sífellt meira að okkar daglegu lífum. Líkur eru á því að akkúrat núna megi finna þessa málma, og aðra, einungis sentímetra frá andliti þínu. 4. mars 2021 07:00 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Grænlendingar banna úranvinnslu Grænlenska þingið samþykkti í gær að banna úranvinnslu og leit að úrani innan lögsögu Grænlands. Tólf þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en níu gegn. 10. nóvember 2021 08:06
Heimsveldin og auðlindir Grænlands Lantan, gadólín og dysprósín eru málmar sem líklegast fæstir kannast við en koma sífellt meira að okkar daglegu lífum. Líkur eru á því að akkúrat núna megi finna þessa málma, og aðra, einungis sentímetra frá andliti þínu. 4. mars 2021 07:00
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent