Umfangsmikil dópneysla í Reykjavík og tengsl við helstu fíkniefnamarkaði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2021 14:42 Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Áhætta vegna skipulagðrar brotastarfsemi á Íslandi telst mjög mikil. Aukin notkun brotahópa á stafrænni tækni eykur álag á ýmsum sviðum löggæslunnar. Skipulögð brotastarfsemi felur í sér ógn við öryggi samfélags og einstaklinga. Þetta kemur fram í mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra á skipulagðri brotastarfsemi. Þar segir að íslenskur fíkniefnamarkaður líkist æ meira þeim evrópska. Viðskipti hafi í auknum mæli færst á smáforrit og samfélagsmiðla og rafrænni slóð jafnharðan eytt eða samskipti dulkóðuð. Hreinleiki fíkniefna hafi vaxið en verðlag verið nokkuð stöðugt þó að greina megi nokkrar verðsveiflur innan ákveðinna flokka. Afskipti lögreglu af skipulagðri brotastarfsemi í formi frumkvæðislöggæslu á landsvísu séu takmörkuð. Aukin umsvif fjölþjóðlegra brotahópa Aðgengi íslenskra brotahópa að erlendum mörkuðum er sagt auðveldara meðal annars vegna þess að íslenskir brotamenn hafi komið sér fyrir erlendis og myndað tengsl á helstu fíkniefnamörkuðum, til dæmis í Hollandi, Spáni og í Suður-Ameríku. Aukin umsvif fjölþjóðlegra brotahópa og skipulagðra brotahópa frá Suðaustur-Evrópu á Íslandi séu merkjanleg. Ný íslensk rannsókn á frárennslisvatni á höfuðborgarsvæðinu staðfestir umfangsmikla fíkniefnaneyslu í Reykjavík og samkvæmt henni er fíkniefnaneysla hér mjög í líkingu við fíkniefnaneyslu í borgum Norðurlanda og Evrópu þar sem sambærilegar rannsóknir hafa verið unnar. Vísbendingar um jafnvel meiri neyslu sumra fíkniefna til dæmis amfetamíns hér á landi en á sumum Norðurlanda. Lögregla hefur upplýsingar um að hingað til lands sé flutt fólk er sæti misneytingu og jafnvel mansali. Þýfi flutt úr landi „Á Íslandi eru starfandi glæpahópar sem eru tengdir ákveðnum þjóðarbrotum frá Mið-Austurlöndum og Suðaustur-Evrópu og stunda skipulagt smygl á fólki og mansal. Talið er afar líklegt að með breytingum og útvíkkun á 227. gr. a. alm. hgl. nr. 19/1940 og að þeirri forsendu gefinni að lögregla leggi aukna áherslu á málaflokkinn muni mansalsmálum fjölga á næstu tveimur árum.“ Aðstoðarmenn skipulagðrar brotastarfsemi varðandi smygl á fólki og mansal séu þeir sem með markvissum hætti veita aðstoð vegna komu, dvalar eða starfsemi fórnarlamba mansals á Íslandi. „Slík aðstoð getur m.a. verið fólgin í að útvega dvalarstað fyrir fórnarlömb mansals, velja staði þar sem misneyting fer fram, vera tengiliður við innlenda glæpamenn/hópa og aðstoða við peningaþvætti eða við flutning á þýfi úr landi eða koma því í verð á annan veg. Þetta á m.a. við um þá sem tilheyra þjóðarbrotum frá löndum með mörgum virkum glæpamönnum á Íslandi og þá einstaklinga innan þess hóps sem hafa aðgang að eða tengjast fyrirtækjum í lögmætum rekstri,“ segir í skýrslunni. Lögreglan Lögreglumál Fíkniefnabrot Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Þetta kemur fram í mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra á skipulagðri brotastarfsemi. Þar segir að íslenskur fíkniefnamarkaður líkist æ meira þeim evrópska. Viðskipti hafi í auknum mæli færst á smáforrit og samfélagsmiðla og rafrænni slóð jafnharðan eytt eða samskipti dulkóðuð. Hreinleiki fíkniefna hafi vaxið en verðlag verið nokkuð stöðugt þó að greina megi nokkrar verðsveiflur innan ákveðinna flokka. Afskipti lögreglu af skipulagðri brotastarfsemi í formi frumkvæðislöggæslu á landsvísu séu takmörkuð. Aukin umsvif fjölþjóðlegra brotahópa Aðgengi íslenskra brotahópa að erlendum mörkuðum er sagt auðveldara meðal annars vegna þess að íslenskir brotamenn hafi komið sér fyrir erlendis og myndað tengsl á helstu fíkniefnamörkuðum, til dæmis í Hollandi, Spáni og í Suður-Ameríku. Aukin umsvif fjölþjóðlegra brotahópa og skipulagðra brotahópa frá Suðaustur-Evrópu á Íslandi séu merkjanleg. Ný íslensk rannsókn á frárennslisvatni á höfuðborgarsvæðinu staðfestir umfangsmikla fíkniefnaneyslu í Reykjavík og samkvæmt henni er fíkniefnaneysla hér mjög í líkingu við fíkniefnaneyslu í borgum Norðurlanda og Evrópu þar sem sambærilegar rannsóknir hafa verið unnar. Vísbendingar um jafnvel meiri neyslu sumra fíkniefna til dæmis amfetamíns hér á landi en á sumum Norðurlanda. Lögregla hefur upplýsingar um að hingað til lands sé flutt fólk er sæti misneytingu og jafnvel mansali. Þýfi flutt úr landi „Á Íslandi eru starfandi glæpahópar sem eru tengdir ákveðnum þjóðarbrotum frá Mið-Austurlöndum og Suðaustur-Evrópu og stunda skipulagt smygl á fólki og mansal. Talið er afar líklegt að með breytingum og útvíkkun á 227. gr. a. alm. hgl. nr. 19/1940 og að þeirri forsendu gefinni að lögregla leggi aukna áherslu á málaflokkinn muni mansalsmálum fjölga á næstu tveimur árum.“ Aðstoðarmenn skipulagðrar brotastarfsemi varðandi smygl á fólki og mansal séu þeir sem með markvissum hætti veita aðstoð vegna komu, dvalar eða starfsemi fórnarlamba mansals á Íslandi. „Slík aðstoð getur m.a. verið fólgin í að útvega dvalarstað fyrir fórnarlömb mansals, velja staði þar sem misneyting fer fram, vera tengiliður við innlenda glæpamenn/hópa og aðstoða við peningaþvætti eða við flutning á þýfi úr landi eða koma því í verð á annan veg. Þetta á m.a. við um þá sem tilheyra þjóðarbrotum frá löndum með mörgum virkum glæpamönnum á Íslandi og þá einstaklinga innan þess hóps sem hafa aðgang að eða tengjast fyrirtækjum í lögmætum rekstri,“ segir í skýrslunni.
Lögreglan Lögreglumál Fíkniefnabrot Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira