Kynlífsþrælkun, mansal og umfangsmikil brotastarfsemi hér á landi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. desember 2021 19:01 Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn greiningardeildar ríkislögreglustjóra. Vísir/Arnar Halldórsson Kynlífsþrælkun og mansal þrífst í miklum mæli hér á landi, að sögn greiningardeildar ríkislögreglustjóra, sem telur mikla ógn stafa af skipulagðri brotastarfsemi. Þá fari íslenskur fíkniefnamarkaður stöðugt stækkandi. Talið er að hundruð einstaklinga tengist skipulagðri brotastarfsemi hér á landi og að velta hennar hlaupi á milljörðum króna ár hvert. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í svartri skýrslu ríkislögreglustjóra sem varpar ljósi á umfangsmikla fíkniefnaneyslu, brotastarfsemi, peningaþvætti, mansal og fleira. „Þessi rannsókn leiddi í ljós að við erum á pari við aðrar borgir í Evrópu, miðað við þær rannsóknir sem þar hafa verið gerðar. Og það kom á óvart að amfetamínneysla virðist vera örlítið meiri hér á landi en í þeim borgum sem voru rannsakaðar í Evrópu,” segir Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn greiningardeildar ríkislögreglustjóra. Þá segir hann að ferðatakmarkanir virðist hafa haft lítil áhrif á innflutning fíkniefna til landsins. Sömuleiðis sé skipulögð brotastarfsemi hér svipuð og í nágrannalöndunum; meiri atvinnumennska, aukin notkun stafrænnar tækni og aukin fjölþjóðavæðing. Viðskiptin séu að miklu leyti að færast yfir á smáforrit en hér fyrir neðan má sjá auglýsingu þar sem fíkniefni og vændi eru auglýst. Runólfur segir ljóst að mansal þrífist hér á landi. „Það teljum við vera staðfest þó það hafi ekki farið mörg mál í gegnum ákæruferli hjá okkur. Það skýrist af því að lagaumgjörðin varð skýrari núna á þessu ári og við höfum upplýsingar um að það eru fleiri mál sem munu koma til kasta ákæruvaldsins og dómstóla í þessum málaflokki.” Helsta birtingarmyndin sé kynlífsþrælkun og vinnumansal. „Við sjáum það í byggingariðnaði, við sjáum það í ferðamannaiðnaðnum, og við sjáum að fólk lendir í mjög erfiðri stöðu. Það er verið að hagnýta sér neyð fullt af fólki. Þetta er mikið áhyggjuefni og við þurfum að bregðast við þessu,” segir Runólfur. Lögreglumál Vændi Fíkniefnabrot Lögreglan Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
Talið er að hundruð einstaklinga tengist skipulagðri brotastarfsemi hér á landi og að velta hennar hlaupi á milljörðum króna ár hvert. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í svartri skýrslu ríkislögreglustjóra sem varpar ljósi á umfangsmikla fíkniefnaneyslu, brotastarfsemi, peningaþvætti, mansal og fleira. „Þessi rannsókn leiddi í ljós að við erum á pari við aðrar borgir í Evrópu, miðað við þær rannsóknir sem þar hafa verið gerðar. Og það kom á óvart að amfetamínneysla virðist vera örlítið meiri hér á landi en í þeim borgum sem voru rannsakaðar í Evrópu,” segir Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn greiningardeildar ríkislögreglustjóra. Þá segir hann að ferðatakmarkanir virðist hafa haft lítil áhrif á innflutning fíkniefna til landsins. Sömuleiðis sé skipulögð brotastarfsemi hér svipuð og í nágrannalöndunum; meiri atvinnumennska, aukin notkun stafrænnar tækni og aukin fjölþjóðavæðing. Viðskiptin séu að miklu leyti að færast yfir á smáforrit en hér fyrir neðan má sjá auglýsingu þar sem fíkniefni og vændi eru auglýst. Runólfur segir ljóst að mansal þrífist hér á landi. „Það teljum við vera staðfest þó það hafi ekki farið mörg mál í gegnum ákæruferli hjá okkur. Það skýrist af því að lagaumgjörðin varð skýrari núna á þessu ári og við höfum upplýsingar um að það eru fleiri mál sem munu koma til kasta ákæruvaldsins og dómstóla í þessum málaflokki.” Helsta birtingarmyndin sé kynlífsþrælkun og vinnumansal. „Við sjáum það í byggingariðnaði, við sjáum það í ferðamannaiðnaðnum, og við sjáum að fólk lendir í mjög erfiðri stöðu. Það er verið að hagnýta sér neyð fullt af fólki. Þetta er mikið áhyggjuefni og við þurfum að bregðast við þessu,” segir Runólfur.
Lögreglumál Vændi Fíkniefnabrot Lögreglan Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira