Miklar umferðartafir eru á Suðurlandsvegi vegna þessa. Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á Suðurlandi stendur rannsókn enn yfir á vettvangi og má búast við því að Suðurlandsvegur verði lokaður fram til 20:30 hið minnsta. Ökumönnum er bent á hjáleið um 305 Villingaholtsveg eða 302 Urriðafossveg.
Uppfært: Suðurlandsvegur var opnaður fyrir umferð á ný á tíunda tímanum.
Fyrr í kvöld varaði lögregla við mikilli ísingu sem er nú að myndast á vegum í Árnessýslu. Klukkan 17 höfðu tvær bílveltur orðið í uppsveitum Árnessýslu en í hvorugt skipti urðu alvarleg meiðsli.
Fréttin hefur verið uppfærð.