Stuðningur við námsmenn er stuðningur við framtíðina Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 21. desember 2021 07:30 Árum saman hefur komið fram af hálfu Stúdentaráðs að grunnframfærsla námslána sé of lág til að námsmenn geti framfleytt sér í námi. Þess vegna vinna stúdentar á Íslandi margir hverjir töluvert mikið með námi. Þessar aðstæður námsmanna eru til þess fallnar að draga úr námshraða og námsárangri. Ég lagði nýlega fram frumvarp um breytingu á lögum um Menntasjóð námsmanna til að tryggja að námsmenn geti framfleytt sér án þess að þurfa að vinna með námi og að bæta með því námsframvindu námsmanna. Tillögurnar eru tvíþættar og að norrænni fyrirmynd. Námsstyrkir innleiddir Í fyrsta lagi að nemendur geti sótt um námsstyrk sem nemur 72.000 kr. á mánuði miðað við fulla námsframvindu, í að hámarki 5 skólaár. Þessu fyrirkomulagi er ætlað að skapa aðstæður og hvata fyrir námsmenn til vera í fullu námi og að bæta þar með námsframvindu. Með því að tryggja námsmönnum betri kjör má ná því fram að námsmenn á Íslandi tefjist ekki í námi sínu vegna mikillar vinnu samhliða námi. Betri kjör námsmanna eru því ekki aðeins námsmönnum til góða heldur háskólunum, atvinnulífinu og ríkiskassanum. Í öðru lagi er lagt til að grunnframfærsla námslána skuli að lágmarki nema neysluviðmiði félagsmálaráðuneytis og skuli taka hækkunum í samræmi við verðlag. Svo er ekki í núgildandi lögum. Með þessari breytingu yrði tryggt að grunnframfærsla námslána yrði hin sama og stuðst er við í viðmiðum félagsmálaráðuneytis um aðra hópa. Í gildandi lögum um Menntasjóð námsmanna segir ekki skýrt hver framfærsluviðmiðin skuli vera og námsmönnum er heldur ekki tryggð hækkun á framfærslu í samræmi við verðlag. Þessar breytingar eru mikilvægar fyrir námsmenn en um leið mikilvægar fyrir háskólana. Ef nemendur útskrifast almennt á skemmri tíma og ef dregur úr brotfalli úr námi þá nýtist fjármagn háskólanna betur. Þetta eru því tvær einfaldar en þýðingarmiklar breytingar sem óskandi er að fái umfjöllun á þinginu og verði að lögum. Framtíðin er í menntakerfinu Viðreisn hefur frá því að flokkurinn var stofnaður árið 2016 lagt þunga áherslu á menntamál. Við teljum að hér eigi að gera betur. Eftir efnahagslegar afleiðingar heimsfaraldurs er enn meiri ástæða til að fjárfesta markvisst í menntun og í menntakerfinu og taka þannig markviss skref í átt að fjölbreyttara atvinnulífi. Með aukinni áherslu á menntun og nýsköpun sköpum við eftirsóknarverð störf, framleiðni eykst og við mótum samfélag sem laðar að sér hæfileikaríka einstaklinga. Stjórnvöld verða að standa með og standa vörð um háskólamenntun með því að gera háskólum kleift á að sækja fram. Það er gert með því að búa háskólunum góð rekstrarskilyrði og upp á það hefur því miður skort, enda stöndum við Norðurlandaþjóðum að baki hvað varðar framlög til háskólamenntunar. Stjórnvöld sem hafa metnaðarfulla sýn í menntamálum sýna það jafnframt í verki með því að tryggja háskólastúdentum viðundandi aðstæður til náms. Þessu frumvarpi er ætlað að ná fram þessu grundvallarmarkmiði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Hagsmunir stúdenta Námslán Viðreisn Alþingi Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Sjá meira
Árum saman hefur komið fram af hálfu Stúdentaráðs að grunnframfærsla námslána sé of lág til að námsmenn geti framfleytt sér í námi. Þess vegna vinna stúdentar á Íslandi margir hverjir töluvert mikið með námi. Þessar aðstæður námsmanna eru til þess fallnar að draga úr námshraða og námsárangri. Ég lagði nýlega fram frumvarp um breytingu á lögum um Menntasjóð námsmanna til að tryggja að námsmenn geti framfleytt sér án þess að þurfa að vinna með námi og að bæta með því námsframvindu námsmanna. Tillögurnar eru tvíþættar og að norrænni fyrirmynd. Námsstyrkir innleiddir Í fyrsta lagi að nemendur geti sótt um námsstyrk sem nemur 72.000 kr. á mánuði miðað við fulla námsframvindu, í að hámarki 5 skólaár. Þessu fyrirkomulagi er ætlað að skapa aðstæður og hvata fyrir námsmenn til vera í fullu námi og að bæta þar með námsframvindu. Með því að tryggja námsmönnum betri kjör má ná því fram að námsmenn á Íslandi tefjist ekki í námi sínu vegna mikillar vinnu samhliða námi. Betri kjör námsmanna eru því ekki aðeins námsmönnum til góða heldur háskólunum, atvinnulífinu og ríkiskassanum. Í öðru lagi er lagt til að grunnframfærsla námslána skuli að lágmarki nema neysluviðmiði félagsmálaráðuneytis og skuli taka hækkunum í samræmi við verðlag. Svo er ekki í núgildandi lögum. Með þessari breytingu yrði tryggt að grunnframfærsla námslána yrði hin sama og stuðst er við í viðmiðum félagsmálaráðuneytis um aðra hópa. Í gildandi lögum um Menntasjóð námsmanna segir ekki skýrt hver framfærsluviðmiðin skuli vera og námsmönnum er heldur ekki tryggð hækkun á framfærslu í samræmi við verðlag. Þessar breytingar eru mikilvægar fyrir námsmenn en um leið mikilvægar fyrir háskólana. Ef nemendur útskrifast almennt á skemmri tíma og ef dregur úr brotfalli úr námi þá nýtist fjármagn háskólanna betur. Þetta eru því tvær einfaldar en þýðingarmiklar breytingar sem óskandi er að fái umfjöllun á þinginu og verði að lögum. Framtíðin er í menntakerfinu Viðreisn hefur frá því að flokkurinn var stofnaður árið 2016 lagt þunga áherslu á menntamál. Við teljum að hér eigi að gera betur. Eftir efnahagslegar afleiðingar heimsfaraldurs er enn meiri ástæða til að fjárfesta markvisst í menntun og í menntakerfinu og taka þannig markviss skref í átt að fjölbreyttara atvinnulífi. Með aukinni áherslu á menntun og nýsköpun sköpum við eftirsóknarverð störf, framleiðni eykst og við mótum samfélag sem laðar að sér hæfileikaríka einstaklinga. Stjórnvöld verða að standa með og standa vörð um háskólamenntun með því að gera háskólum kleift á að sækja fram. Það er gert með því að búa háskólunum góð rekstrarskilyrði og upp á það hefur því miður skort, enda stöndum við Norðurlandaþjóðum að baki hvað varðar framlög til háskólamenntunar. Stjórnvöld sem hafa metnaðarfulla sýn í menntamálum sýna það jafnframt í verki með því að tryggja háskólastúdentum viðundandi aðstæður til náms. Þessu frumvarpi er ætlað að ná fram þessu grundvallarmarkmiði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun