Hildur og Elín Valgerður í stjórnendastöður hjá Hörpu Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2021 07:15 Hildur Ottesen og Elín Valgerður Margrétardóttir. Harpa Hildur Ottesen hefur tekið við starfi markaðs- og kynningarstjóra Hörpu og Elín Valgerður Margrétardóttir hefur verið ráðin í nýtt starf mannauðs- og gæðastjóra Hörpu. Í tilkynningu frá Hörpu segir að Hildur muni hafa umsjón með fjölbreyttum markaðs- og kynningarmálum Hörpu - leiða markaðsráð rekstraraðila, samskipti við innlenda og erlenda fjölmiðla auk þess að vera leiðtogi í stafrænni miðlun og þróun. „Hildur hefur víðtæka reynslu af markaðs- og kynningarmálum og kemur frá Arion banka þar sem hún hefur starfað undanfarin 14 ár. Á starfsferli sínum í Arion banka hefur Hildur komið að fjölbreyttum verkefnum; starfað á samskiptasviði bankans, verið viðburðarstjóri og vörumerkjastjóri. Sem vörumerkjastjóri bankans tók Hildur þátt í að leiða og móta markaðssetningu á stafrænum verkefnum, innleiðingu kerfa fyrir starfsfólk og þróun á útibúaneti. Hildur er með BS gráðu í ferðamálafræði og BA í spænsku og starfaði lengi við ferðaþjónustu erlendis. Elín Valgerður Margrétardóttir Elín Valgerður Margrétardóttir hefur verið ráðin í nýtt starf mannauðs- og gæðastjóra Hörpu. Elín leiðir og fer með faglega stefnumótun í mannauðs- og gæðamálum ásamt því að veita ráðgjöf til starfsfólks og stjórnenda í málaflokknum. Elín hefur starfað í mannauðsmálum í 16 ár og nú síðast sem sérfræðingur hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, þar sem hún sinnti stefnumótun og ráðgjöf til stjórnenda stofnana ríkisins. Elín átti sæti í samninganefnd ríkisins þar sem hennar innkoma í samningagerð var að miklu leyti tengd samspili starfsumhverfismála og líðan starfsfólks. Á sínum starfsferli hefur Elín lagt áherslu á og stutt við mikilvægi góðra og uppbyggilegra samskipta. Elín Valgerður er með BA í ensku og bókmenntafræði, meistaragráðu, annars vegar í mannauðsstjórnun og hins vegar í ritstjórn og útgáfu auk þess að vera markþjálfi,“ segir í tilkynningunni. Vistaskipti Harpa Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Sjá meira
Í tilkynningu frá Hörpu segir að Hildur muni hafa umsjón með fjölbreyttum markaðs- og kynningarmálum Hörpu - leiða markaðsráð rekstraraðila, samskipti við innlenda og erlenda fjölmiðla auk þess að vera leiðtogi í stafrænni miðlun og þróun. „Hildur hefur víðtæka reynslu af markaðs- og kynningarmálum og kemur frá Arion banka þar sem hún hefur starfað undanfarin 14 ár. Á starfsferli sínum í Arion banka hefur Hildur komið að fjölbreyttum verkefnum; starfað á samskiptasviði bankans, verið viðburðarstjóri og vörumerkjastjóri. Sem vörumerkjastjóri bankans tók Hildur þátt í að leiða og móta markaðssetningu á stafrænum verkefnum, innleiðingu kerfa fyrir starfsfólk og þróun á útibúaneti. Hildur er með BS gráðu í ferðamálafræði og BA í spænsku og starfaði lengi við ferðaþjónustu erlendis. Elín Valgerður Margrétardóttir Elín Valgerður Margrétardóttir hefur verið ráðin í nýtt starf mannauðs- og gæðastjóra Hörpu. Elín leiðir og fer með faglega stefnumótun í mannauðs- og gæðamálum ásamt því að veita ráðgjöf til starfsfólks og stjórnenda í málaflokknum. Elín hefur starfað í mannauðsmálum í 16 ár og nú síðast sem sérfræðingur hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, þar sem hún sinnti stefnumótun og ráðgjöf til stjórnenda stofnana ríkisins. Elín átti sæti í samninganefnd ríkisins þar sem hennar innkoma í samningagerð var að miklu leyti tengd samspili starfsumhverfismála og líðan starfsfólks. Á sínum starfsferli hefur Elín lagt áherslu á og stutt við mikilvægi góðra og uppbyggilegra samskipta. Elín Valgerður er með BA í ensku og bókmenntafræði, meistaragráðu, annars vegar í mannauðsstjórnun og hins vegar í ritstjórn og útgáfu auk þess að vera markþjálfi,“ segir í tilkynningunni.
Vistaskipti Harpa Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Sjá meira