Hvað gerðist á jóladag? Eva Hauksdóttir skrifar 26. desember 2021 17:01 Helgisagan um fæðingu Jesú er á þessa leið: Ágústus keisari vill taka manntal og Jósef og María þurfa því að ferðast til Betlehem til að láta skrásetja sig. Þar sem ekki er pláss fyrir þau í gistihúsi hafast þau við í fjárhúsi og þar verður María léttari. Engill birtist hirðum úti í haga og segir þeim að frelsari sé fæddur í líki reifabarns í jötu og þeir fara og segja Jósef og Maríu frá sýninni. Þrír vitringar (eða konungar) koma úr austri og fylgja stjörnu hins nýfædda konungs sem staðnæmist yfir fjárhúsinu. Þeir færa barninu gjafir; gull, reykelsi og myrru. Þetta á, samkvæmt helgisögunni sem við öll þekkjum, að hafa gerst á jólanótt. Helgisagan og guðspjöllin Helgisagan er brædd saman úr frásögnum Matteusar og Lúkasar af dögunum í kringum fæðingu Jesú. Lúkas minnist ekki á vitringa. Matteus minnist ekkert á manntal og útskýrir ekki hversvegna María og Jósef voru stödd í Betlehem þegar barnið fæddist. Hvorki Lúkas né Matteus halda því fram að Jesús hafi fæðst í desember. Hvorugur þeirra minnist á konunga en samkvæmt Wikipedíu er líklegast að konungahugmyndin sé frá Jesaja spámanni (vers 60:6). Það er ekki ljóst af íslensku þýðingunni að þar sé átt við konunga en hvaðan sem konungarnir eru upprunnir er það allavega ekki úr guðspjöllum Nýja testamentisins. Matteus minnist heldur ekkert á það hversu margir vitringarnir voru. Mögulega hafa menn ályktað það út frá þremur tegundum gjafa. Ekkert mælir þó gegn því að margir hafi mætt með samskonar gjöf eða að þeir hafi slegið saman. Líklegasta skýringin á fjölda vitringa er sú að þrír er heilög tala og því viðeigandi að hafa vitringana þrjá. Helgisagan sambrædda er betri en frásagnir guðspjallamannanna. Bæði fyllri og fegurri og meiri ævintýraljómi yfir henni. En hvað svo? Framhaldið er ekki sérlega jólalegt. Flóttabarn frá fyrsta degi Það er nokkuð óljóst hvenær vitringarnir eiga að hafa komið til Betlehem. Matteus er ekki skýr um það hvort barnið var fætt þegar þeir komu til Jerúsalem en þeir áttu fyrst fund með Heródesi svo það virðist eðlilegri túlkun að barnið hafi þá þegar verið fætt. Matteus segir semsagt ekki að vitringarnir hafi komið á jólanótt. Frásögn Matteusar gefur þó til kynna að það geti ekki hafa liðið mjög langur tími frá fæðingu Jesú og fram að heimsókn vitringanna. Hvorttveggja er talað um hinn "nýfædda konung" en auk þess voru Jósef og María enn stödd í Betlehem og þau geta varla hafa verið mánuðum saman frá heimili sínu í Nasaret. Matteus heldur því svo að fram að daginn eftir að vitringarnir kvöddu hafi Jósef og María flúið til Egyptalands. Engill mun hafa vitrast Jósef í draumi og sagt honum frá áformum Heródesar um að drepa barnið. Jesús litli hefur því varla verið laus við naflastúfinn þegar hann og foreldrar hans urðu flóttamenn. Myndin er eftir Eugène Girardet (1853-1907) . Sá hluti jólasögunnar sem greinir frá flóttanum til Egyptalands er ekki nærri eins jólalegur og fjárhúss-senan með barninu í jötunni. Ef við tökum mið af helgisögunni, sem gerir ráð fyrir komu vitringanna til Betlehem strax á jólanótt, þá varð Jesúbarnið flóttamaður strax á fyrsta degi líf síns, á jóladag. Æ síðan hafa kristnir menn, rétt eins og flestir aðrir, hrakið frá sér flóttamenn eða svipt þá frelsi sínu. Það sem máli skiptir Helgisögur eru ekki sagnfræði. Dregið hefur verið í efa að nokkurt manntal hafi verið tekið í Júdeu á þessum tíma. Enn ósennilegra er að það hafi verið gert með þeim hálfvitalega hætti að senda heimsbyggðina alla á ferðalag. Líklega þjónaði það að staðsetja Jósef og Maríu í Betlehem þeim tilgangi að rekja ætt Jesú til Davíðs konungs. Sennilega voru Jósef og María ekki að leita að hóteli. Líklegra er að sagan af fæðingu í fjárhúsi vísi til þess að íbúðarhúsnæði og gripahús voru samtengd og ekki tiltökumál þótt fólk svæfi í sama rými og búfénaður ef "gistihúsið" (þ.e. svefnherbergið) var fullt. Ekkert sérstakt bendir til að þessir atburðir hafi átt sér stað í desember, ef á annað borð er flugufótur fyrir þeim. Kannski var aldrei neitt barn lagt í jötu. Það skiptir ekki öllu hvort gestirnir bönkuðu upp á á jólanótt eða síðar. Það skiptir ekki máli hvort meintir atburðir urðu í desember eða hvort hátíð er haldin í desember til minningar um eitthvað sem gæti hafa gerst í ágúst eða maí. Það skiptir heldur ekki máli hvort fjölskyldan hraktist á flótta á jóladag eða á þrettándandum. Það skiptir ekki einu sinni máli hvort sagan er sprottin af raunverulegum atburðum eða ekki. En það skiptir máli að milljónir manna sem trúa því að frelsari þeirra hafi fyrstu æviár sín alist upp á flótta frá ofsóknum telji sig ekki hafa skyldur við fólk sem neyðist til að flýja heimkynni sín. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Jól Flóttamenn Mest lesið Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Höfuðborgin sem þjóðgarður: Arfleifð til komandi kynslóða Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Helgisagan um fæðingu Jesú er á þessa leið: Ágústus keisari vill taka manntal og Jósef og María þurfa því að ferðast til Betlehem til að láta skrásetja sig. Þar sem ekki er pláss fyrir þau í gistihúsi hafast þau við í fjárhúsi og þar verður María léttari. Engill birtist hirðum úti í haga og segir þeim að frelsari sé fæddur í líki reifabarns í jötu og þeir fara og segja Jósef og Maríu frá sýninni. Þrír vitringar (eða konungar) koma úr austri og fylgja stjörnu hins nýfædda konungs sem staðnæmist yfir fjárhúsinu. Þeir færa barninu gjafir; gull, reykelsi og myrru. Þetta á, samkvæmt helgisögunni sem við öll þekkjum, að hafa gerst á jólanótt. Helgisagan og guðspjöllin Helgisagan er brædd saman úr frásögnum Matteusar og Lúkasar af dögunum í kringum fæðingu Jesú. Lúkas minnist ekki á vitringa. Matteus minnist ekkert á manntal og útskýrir ekki hversvegna María og Jósef voru stödd í Betlehem þegar barnið fæddist. Hvorki Lúkas né Matteus halda því fram að Jesús hafi fæðst í desember. Hvorugur þeirra minnist á konunga en samkvæmt Wikipedíu er líklegast að konungahugmyndin sé frá Jesaja spámanni (vers 60:6). Það er ekki ljóst af íslensku þýðingunni að þar sé átt við konunga en hvaðan sem konungarnir eru upprunnir er það allavega ekki úr guðspjöllum Nýja testamentisins. Matteus minnist heldur ekkert á það hversu margir vitringarnir voru. Mögulega hafa menn ályktað það út frá þremur tegundum gjafa. Ekkert mælir þó gegn því að margir hafi mætt með samskonar gjöf eða að þeir hafi slegið saman. Líklegasta skýringin á fjölda vitringa er sú að þrír er heilög tala og því viðeigandi að hafa vitringana þrjá. Helgisagan sambrædda er betri en frásagnir guðspjallamannanna. Bæði fyllri og fegurri og meiri ævintýraljómi yfir henni. En hvað svo? Framhaldið er ekki sérlega jólalegt. Flóttabarn frá fyrsta degi Það er nokkuð óljóst hvenær vitringarnir eiga að hafa komið til Betlehem. Matteus er ekki skýr um það hvort barnið var fætt þegar þeir komu til Jerúsalem en þeir áttu fyrst fund með Heródesi svo það virðist eðlilegri túlkun að barnið hafi þá þegar verið fætt. Matteus segir semsagt ekki að vitringarnir hafi komið á jólanótt. Frásögn Matteusar gefur þó til kynna að það geti ekki hafa liðið mjög langur tími frá fæðingu Jesú og fram að heimsókn vitringanna. Hvorttveggja er talað um hinn "nýfædda konung" en auk þess voru Jósef og María enn stödd í Betlehem og þau geta varla hafa verið mánuðum saman frá heimili sínu í Nasaret. Matteus heldur því svo að fram að daginn eftir að vitringarnir kvöddu hafi Jósef og María flúið til Egyptalands. Engill mun hafa vitrast Jósef í draumi og sagt honum frá áformum Heródesar um að drepa barnið. Jesús litli hefur því varla verið laus við naflastúfinn þegar hann og foreldrar hans urðu flóttamenn. Myndin er eftir Eugène Girardet (1853-1907) . Sá hluti jólasögunnar sem greinir frá flóttanum til Egyptalands er ekki nærri eins jólalegur og fjárhúss-senan með barninu í jötunni. Ef við tökum mið af helgisögunni, sem gerir ráð fyrir komu vitringanna til Betlehem strax á jólanótt, þá varð Jesúbarnið flóttamaður strax á fyrsta degi líf síns, á jóladag. Æ síðan hafa kristnir menn, rétt eins og flestir aðrir, hrakið frá sér flóttamenn eða svipt þá frelsi sínu. Það sem máli skiptir Helgisögur eru ekki sagnfræði. Dregið hefur verið í efa að nokkurt manntal hafi verið tekið í Júdeu á þessum tíma. Enn ósennilegra er að það hafi verið gert með þeim hálfvitalega hætti að senda heimsbyggðina alla á ferðalag. Líklega þjónaði það að staðsetja Jósef og Maríu í Betlehem þeim tilgangi að rekja ætt Jesú til Davíðs konungs. Sennilega voru Jósef og María ekki að leita að hóteli. Líklegra er að sagan af fæðingu í fjárhúsi vísi til þess að íbúðarhúsnæði og gripahús voru samtengd og ekki tiltökumál þótt fólk svæfi í sama rými og búfénaður ef "gistihúsið" (þ.e. svefnherbergið) var fullt. Ekkert sérstakt bendir til að þessir atburðir hafi átt sér stað í desember, ef á annað borð er flugufótur fyrir þeim. Kannski var aldrei neitt barn lagt í jötu. Það skiptir ekki öllu hvort gestirnir bönkuðu upp á á jólanótt eða síðar. Það skiptir ekki máli hvort meintir atburðir urðu í desember eða hvort hátíð er haldin í desember til minningar um eitthvað sem gæti hafa gerst í ágúst eða maí. Það skiptir heldur ekki máli hvort fjölskyldan hraktist á flótta á jóladag eða á þrettándandum. Það skiptir ekki einu sinni máli hvort sagan er sprottin af raunverulegum atburðum eða ekki. En það skiptir máli að milljónir manna sem trúa því að frelsari þeirra hafi fyrstu æviár sín alist upp á flótta frá ofsóknum telji sig ekki hafa skyldur við fólk sem neyðist til að flýja heimkynni sín. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar