Biskupinn sem sagði Guð ekki vera kristinn Heimir Már Pétursson skrifar 30. desember 2021 19:31 Desmond Tutu fór framarlega í baráttunni fyrir frelsun Nelsons Mandela úr áratuga fangelsi og saman voru þeir virtustu baráttumenn heims fyrir afnámi aðskilnaðarstefnunnar í Suður Afríku. AP/Guy Tillim Mikill fjöldi fólks hefur tjáð og sýnt Desmond Tutu fyrrverandi erkibiskupi Suður Afríku virðingu sína í dag. Hann ýfði oft fjaðrirnar á fólki innan krikjunnar, meðal annars þegar hann lýsti því yfir að Guð væri ekki kristinn. Desmond Tutu erkibiskup naut alþjóðlegrar virðingar fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður Afríku og fyrir því að Nelson Mandela fyrsti svarti forseti landsins yrði látinn laus eftir áratuga fangelsisvist. Í morgun var komið með kistu hans í dómkirkju heilags Georgs í Höfðaborg þar sem almenningi gefst kostur á að sýna honum virðingu sína fram að útför á laugardag. Mandla Madela barnabarn Mandela forseta segir afa sinn og Tutu hafi staðið þétt saman um mörg baráttumál. Ættingjar Tutu voru viðstaddir þegar kista hans var lögð við altari dómkirkjunnar. Thabo Makgoba erkibiskupinn í Höfðaborg minntist Tutu á sorgarstundu. „En fyrir kristna er þetta líka stund náðarinnar þar sem við þökkum skaparanum fyrir líf sem var vel lifað,“ sagði Makgoba eftir að hafa fylgt kistu Tutus inn í dómkirkjuna. Fyrir utan kirkjuna söng hópur fólks Tutu til heiðurs. Húmorinn var eitt aðalvopn Desmond Tutu sem sjaldan sást öðruvísi en skælbrosandi þótt málefnin sem hann barðist fyrir væru grafalvarleg. Stephen Moreo biskup af Jóhannesarborg sagði við minningarmessu í dag að Tutu hafi þurft að takast á við áskoranir innan kirkjunnar á níunda og tíunda áratugnum þar sem ekki hafi allir verið sáttir við baráttu hans fyrir afnámi aðskilnaðarstefnunnar. Hann hafi verið kallaður ýmsum nöfnum af bæði hvítum og svörtum safnaðarmeðlimum sem hneyksluðust á yfirlýsingum hans eins og um að "Guð væri ekki kristinn." „Hann var sagður vera prestur sem hefði smánað orð Guðs. Hann var sagður spámaður sem blandaði geði með trúlausum eins og kommúnistum og hann var prestur sem auðveldaði samgang við einmitt það fólk,“ sagði Moreo. Suður-Afríka Tengdar fréttir Desmond Tutu er látinn Desmond Tutu, fyrrverandi erkibiskup Höfðaborgar í Suður-Afríku og Nóbelsverðlaunahafi, lést í dag, níræður að aldri. Hann er einna þekktastur fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku á sama tíma og Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku. 26. desember 2021 07:59 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Alls sextán látin í eldunum Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Sjá meira
Desmond Tutu erkibiskup naut alþjóðlegrar virðingar fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður Afríku og fyrir því að Nelson Mandela fyrsti svarti forseti landsins yrði látinn laus eftir áratuga fangelsisvist. Í morgun var komið með kistu hans í dómkirkju heilags Georgs í Höfðaborg þar sem almenningi gefst kostur á að sýna honum virðingu sína fram að útför á laugardag. Mandla Madela barnabarn Mandela forseta segir afa sinn og Tutu hafi staðið þétt saman um mörg baráttumál. Ættingjar Tutu voru viðstaddir þegar kista hans var lögð við altari dómkirkjunnar. Thabo Makgoba erkibiskupinn í Höfðaborg minntist Tutu á sorgarstundu. „En fyrir kristna er þetta líka stund náðarinnar þar sem við þökkum skaparanum fyrir líf sem var vel lifað,“ sagði Makgoba eftir að hafa fylgt kistu Tutus inn í dómkirkjuna. Fyrir utan kirkjuna söng hópur fólks Tutu til heiðurs. Húmorinn var eitt aðalvopn Desmond Tutu sem sjaldan sást öðruvísi en skælbrosandi þótt málefnin sem hann barðist fyrir væru grafalvarleg. Stephen Moreo biskup af Jóhannesarborg sagði við minningarmessu í dag að Tutu hafi þurft að takast á við áskoranir innan kirkjunnar á níunda og tíunda áratugnum þar sem ekki hafi allir verið sáttir við baráttu hans fyrir afnámi aðskilnaðarstefnunnar. Hann hafi verið kallaður ýmsum nöfnum af bæði hvítum og svörtum safnaðarmeðlimum sem hneyksluðust á yfirlýsingum hans eins og um að "Guð væri ekki kristinn." „Hann var sagður vera prestur sem hefði smánað orð Guðs. Hann var sagður spámaður sem blandaði geði með trúlausum eins og kommúnistum og hann var prestur sem auðveldaði samgang við einmitt það fólk,“ sagði Moreo.
Suður-Afríka Tengdar fréttir Desmond Tutu er látinn Desmond Tutu, fyrrverandi erkibiskup Höfðaborgar í Suður-Afríku og Nóbelsverðlaunahafi, lést í dag, níræður að aldri. Hann er einna þekktastur fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku á sama tíma og Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku. 26. desember 2021 07:59 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Alls sextán látin í eldunum Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Sjá meira
Desmond Tutu er látinn Desmond Tutu, fyrrverandi erkibiskup Höfðaborgar í Suður-Afríku og Nóbelsverðlaunahafi, lést í dag, níræður að aldri. Hann er einna þekktastur fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku á sama tíma og Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku. 26. desember 2021 07:59