„Við vorum góðir í fimm mínútur í kvöld, annars vorum við bara ömurlegir. Þetta var lang lélegasti leikurinn okkar og við vorum bara hrikalega orkulausir,“ sagði Hjalti að leik loknum.
„Við spilum eins og við eigum að spila í 5 mínútur og það er ástæðan fyrir því að við töpum þessum leik. Punktur.“
Hjalti fékk drjúgt framlag frá Jaka Brodnik í þessum leik en það dugði ekki til
„Jaka getur ekki borið uppi heilt lið. Það er enginn annar í liðinu sem var á pari í kvöld. Þar af leiðandi auðvitað töpum við fyrir Njarðvík, og mér finnst eiginlega alveg ótrúlegt að tapið hafi ekki verið stærra. Menn eiga alveg off dag og allt það, en að allt liðið eigi off dag er bara of mikið. Við vorum bara „soft“ í öllu. Þeir eru að ýta okkur útúr öllu og við leyfum þeim það. Það vantaði alla baráttu í okkur í kvöld, við komum með hana í 5 mínútur svo bara hættum við.“