Hápunktur ársins hjá Anníe Mist var ekki bronsið á heimsleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2022 09:00 Anníe Mist Þórisdóttir með dóttur sinni Freyju Mist sem hélt upp á eins árs afmælið sitt í ágúst. Instagram/@anniethorisdottir Þú hefðir reitt Anníe Mist Þórisdóttur til reiði ef þú hefðir í upphafi árs talið upp fyrir hana það sem hún svo afrekaði á árinu 2021. Svo mögnuð var endurkoma okkar konu að hún hefði ekki sætt sig við slíkar væntingar fyrir tólf mánuðum síðan. Anníe Mist fór yfir árið 2021 í pistli á samfélagsmiðlum sínum um áramótin og þar kemur kannski mörgum mest á óvart að besta stundin hennar á árinu var ekki á heimsleikunum í Madison í ágúst. „Ég er hrifin af því að horfa aðeins til baka í lok ársins og það gerðist svo sannarlega mikið hjá mér á árinu,“ skrifaði Anníe Mist. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Ég hefði ekki getað ímyndað mér þetta í upphafi ársins og ef þú hefði sagt mér að þetta væri möguleiki þá hefði ég orðið reið við þig fyrir að setja mér óraunhæfar væntingar,“ skrifaði Anníe. „Ég átti vissulega erfitt, grét og lagði mjög mikið á mig. Allt þetta á kostnað þess að eyða tíma með dóttur minni og það kallaði líka á samviskubit. Á sama tíma upplifði ég svo ótrúlega hluti í mínu lífi og í kringum mig,“ skrifaði Anníe. „Þegar ég horfi til baka þá var hápunktur minn á árinu þegar ég keppti á Rogue Invitational mótinu,“ skrifaði Anníe en það kemur örugglega mörgum á óvart þar sem Anníe komst á verðlaunapall á sjálfum heimsleikunum í haust. Hún náði hins vegar silfurverðlaununum á Rogue mótinu eftir harða baráttu um gullið við heimsmeistaranna ósigrandi Tiu-Clair Toomey. „Já ég náði þriðja sætinu á heimsleikunum og ein af eftirminnilegustu stund ársins var í Madison,“ skrifaði Anníe en það sló ekki út þegar hún keppti aftur nokkrum mánuðum seinna. „Að fá að vera með fjölskylduna mína með mér í Texas, foreldra mína, dóttur mína og Frederik Ægidius, öll að hvetja mig áfram á pöllunum, gerði þessa þrjá daga svo heillandi,“ skrifaði Anníe um Rogue Invitational mótið sem fór fram í lok október. „Við fáum að upplifa marga hluti í lífinu en að hafa fólkið þitt þér við hlið þegar þú upplifir þá, hápunktana og lágpunktana, mótlætið og velgengnina, er það sem þetta snýst um,“ skrifaði Anníe Mist eins og sjá má hér fyrir ofan. CrossFit Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Sjá meira
Anníe Mist fór yfir árið 2021 í pistli á samfélagsmiðlum sínum um áramótin og þar kemur kannski mörgum mest á óvart að besta stundin hennar á árinu var ekki á heimsleikunum í Madison í ágúst. „Ég er hrifin af því að horfa aðeins til baka í lok ársins og það gerðist svo sannarlega mikið hjá mér á árinu,“ skrifaði Anníe Mist. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Ég hefði ekki getað ímyndað mér þetta í upphafi ársins og ef þú hefði sagt mér að þetta væri möguleiki þá hefði ég orðið reið við þig fyrir að setja mér óraunhæfar væntingar,“ skrifaði Anníe. „Ég átti vissulega erfitt, grét og lagði mjög mikið á mig. Allt þetta á kostnað þess að eyða tíma með dóttur minni og það kallaði líka á samviskubit. Á sama tíma upplifði ég svo ótrúlega hluti í mínu lífi og í kringum mig,“ skrifaði Anníe. „Þegar ég horfi til baka þá var hápunktur minn á árinu þegar ég keppti á Rogue Invitational mótinu,“ skrifaði Anníe en það kemur örugglega mörgum á óvart þar sem Anníe komst á verðlaunapall á sjálfum heimsleikunum í haust. Hún náði hins vegar silfurverðlaununum á Rogue mótinu eftir harða baráttu um gullið við heimsmeistaranna ósigrandi Tiu-Clair Toomey. „Já ég náði þriðja sætinu á heimsleikunum og ein af eftirminnilegustu stund ársins var í Madison,“ skrifaði Anníe en það sló ekki út þegar hún keppti aftur nokkrum mánuðum seinna. „Að fá að vera með fjölskylduna mína með mér í Texas, foreldra mína, dóttur mína og Frederik Ægidius, öll að hvetja mig áfram á pöllunum, gerði þessa þrjá daga svo heillandi,“ skrifaði Anníe um Rogue Invitational mótið sem fór fram í lok október. „Við fáum að upplifa marga hluti í lífinu en að hafa fólkið þitt þér við hlið þegar þú upplifir þá, hápunktana og lágpunktana, mótlætið og velgengnina, er það sem þetta snýst um,“ skrifaði Anníe Mist eins og sjá má hér fyrir ofan.
CrossFit Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Sjá meira