Allt í rusli – en samt ekki Jóhann Viðar Jóhannsson skrifar 4. janúar 2022 08:01 Eitt af úrlausnarefnum þess samfélags sem við búum í er losun og eyðing á rusli. Við höfum um árabil urðað rusl en munum hætta því innan fárra ára. Fram undan bíða okkur því áskoranir um hvernig við ætlum að losa okkur við það rusl sem við óhjákvæmilega skiljum eftir okkur og þá skiptir máli að horfa til gagnlegra og umhverfisvænna lausna sem eru til þess fallnar að bæta líf okkar og nánast umhverfi. Á liðnum árum hafa orðið miklar framfarir á tæknibúnaði, verklagi og aðferðum til að bæta umhverfið og takast á við þá loftslagsvá sem öllum er kunn – samhliða aukinni þekkingu og meðvitund almennings. Bæði heimili og fyrirtæki flokka rusl og huga að endurvinnslu, matarsóun hefur minnkað, fólk leitar leiða til að kolefnisfótspor sitt, eftirspurn eftir umhverfisvænni bifreiðum hefur aukist og þannig mætti áfram telja. Íslendingar láta sig umhverfis- og loftslagsmál varða og við viljum flest leggja okkar af mörkum til að gæta umhverfinu, hvort sem er í heimabyggð eða á heimsvísu. Við viljum öll gera betur í umhverfis- og loftslagsmálum og því er mikilvægt að horfa til raunverulegra lausna til lengri tíma. Úrlausnarefnið felst í því að horfa hvort í senn til umhverfisvænna og hagkvæmra lausna. Framtíðin felst í brennslu Hér erum við nú, sem betur fer, að hverfa frá því að urða rusl. Við þurfum þó að finna nýjar lausnir því manninum er óhjákvæmilegt að skilja eftir sig rusl. Besta leiðin, og sú sem við ættum að horfa til, er að brenna rusl í þar til gerðum sorpbrennslustöðvum, svokölluðum WTE-stöðvum (e. Waste-To-Energy). Komið hafa fram hugmyndir um að flytja sorp til brennslu erlendis, til dæmis í Svíþjóð, en það er óumhverfisvæn leið sem skilur eftir sig stór kolefnisfótspor. Auk þess er óvíst hversu lengi erlend ríki geta tekið við sorpi til brennslu frá Íslandi, þar sem öll vestræn ríki munu til lengri tíma eiga nóg með að farga því sorpi sem fellur til heima fyrir. Útflutningur á sorpi til brennslu felur því ekki í sér langtímalausn fyrir Íslendinga. Byggingin sorpbrennslustöðva á Íslandi yrði mikið framfaraskref fyrir land og þjóð. Jafnvel þó að hugað verði enn frekar að flokkun og endurvinnslu úrgangs sem fellur til hjá heimilum og fyrirtækjum, og þó að enn frekari framfarir verði í hugsunarhætti heimila og fyrirtækja þegar kemur að neyslu, verður alltaf til sorp sem ekki er hægt að endurvinna og þarf að fara sína leið í hringrásarkerfinu. Góð reynsla erlendis Hátæknisorpbrennslustöðvar farga ekki bara rusli með umhverfisvænum hætti, heldur hafa þær einnig þann kost að framleiða orku. Hér höfum við því færi á því að farga sorpi með hætti sem felur í sér aukna orkuframleiðslu og bætt lífskjör víða um land, til að mynda á köldum svæðum sem ekki njóta náttúrulegs jarðvarma fyrir hitaveitu. Yfir 2.000 WTE-stöðvar eru starfræktar í heiminum, margar hverjar á Norðurlöndunum og meginlandi Evrópu. Fyrir utan að farga sorpi frá heimilum og fyrirtækjum framleiða þær flestar orku fyrir nærliggjandi svæði. Sú orka nýtist hvort í senn til raforkuframleiðslu og fyrir varmaveitur. Sú aska sem fellur til frá stöðvunum er meðal annars notuð í vegi, göngu- og hjólreiðastíga eða aðra innviði. Íslendingar væru því ekki að finna upp hjólið hvað þessa lausn varðar en við værum þó að leggja grunn að lausn sem myndi nýtast okkur öllum til lengri tíma, bæði hvað sorpeyðingu varðar sem og þá umhverfisvænu orkuframleiðslu sem henni fylgir. Hver stöð gæti þannig framleitt á bilinu 2-5kW af rafmagni eftir stærð sorpbrennsluofna, sem hlýtur að teljast góð viðbót við þá framleiðslu sem nú er til staðar og þá sérstaklega á landsbyggðinni. Ég er sannfærður um að með uppbyggingu sorpbrennslustöðva verðum við vel í stakk búin til að takast á við þau úrlausnarefni sem fyrir okkur liggja í sorpeyðingu og um leið aukinni orkuframleiðslu hér á landi. Ég vona að stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, horfi á málin með sambærilegum hætti. Höfundur er vélvirki og áhugamaður um umhverfisvænar framtíðarlausnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Sjá meira
Eitt af úrlausnarefnum þess samfélags sem við búum í er losun og eyðing á rusli. Við höfum um árabil urðað rusl en munum hætta því innan fárra ára. Fram undan bíða okkur því áskoranir um hvernig við ætlum að losa okkur við það rusl sem við óhjákvæmilega skiljum eftir okkur og þá skiptir máli að horfa til gagnlegra og umhverfisvænna lausna sem eru til þess fallnar að bæta líf okkar og nánast umhverfi. Á liðnum árum hafa orðið miklar framfarir á tæknibúnaði, verklagi og aðferðum til að bæta umhverfið og takast á við þá loftslagsvá sem öllum er kunn – samhliða aukinni þekkingu og meðvitund almennings. Bæði heimili og fyrirtæki flokka rusl og huga að endurvinnslu, matarsóun hefur minnkað, fólk leitar leiða til að kolefnisfótspor sitt, eftirspurn eftir umhverfisvænni bifreiðum hefur aukist og þannig mætti áfram telja. Íslendingar láta sig umhverfis- og loftslagsmál varða og við viljum flest leggja okkar af mörkum til að gæta umhverfinu, hvort sem er í heimabyggð eða á heimsvísu. Við viljum öll gera betur í umhverfis- og loftslagsmálum og því er mikilvægt að horfa til raunverulegra lausna til lengri tíma. Úrlausnarefnið felst í því að horfa hvort í senn til umhverfisvænna og hagkvæmra lausna. Framtíðin felst í brennslu Hér erum við nú, sem betur fer, að hverfa frá því að urða rusl. Við þurfum þó að finna nýjar lausnir því manninum er óhjákvæmilegt að skilja eftir sig rusl. Besta leiðin, og sú sem við ættum að horfa til, er að brenna rusl í þar til gerðum sorpbrennslustöðvum, svokölluðum WTE-stöðvum (e. Waste-To-Energy). Komið hafa fram hugmyndir um að flytja sorp til brennslu erlendis, til dæmis í Svíþjóð, en það er óumhverfisvæn leið sem skilur eftir sig stór kolefnisfótspor. Auk þess er óvíst hversu lengi erlend ríki geta tekið við sorpi til brennslu frá Íslandi, þar sem öll vestræn ríki munu til lengri tíma eiga nóg með að farga því sorpi sem fellur til heima fyrir. Útflutningur á sorpi til brennslu felur því ekki í sér langtímalausn fyrir Íslendinga. Byggingin sorpbrennslustöðva á Íslandi yrði mikið framfaraskref fyrir land og þjóð. Jafnvel þó að hugað verði enn frekar að flokkun og endurvinnslu úrgangs sem fellur til hjá heimilum og fyrirtækjum, og þó að enn frekari framfarir verði í hugsunarhætti heimila og fyrirtækja þegar kemur að neyslu, verður alltaf til sorp sem ekki er hægt að endurvinna og þarf að fara sína leið í hringrásarkerfinu. Góð reynsla erlendis Hátæknisorpbrennslustöðvar farga ekki bara rusli með umhverfisvænum hætti, heldur hafa þær einnig þann kost að framleiða orku. Hér höfum við því færi á því að farga sorpi með hætti sem felur í sér aukna orkuframleiðslu og bætt lífskjör víða um land, til að mynda á köldum svæðum sem ekki njóta náttúrulegs jarðvarma fyrir hitaveitu. Yfir 2.000 WTE-stöðvar eru starfræktar í heiminum, margar hverjar á Norðurlöndunum og meginlandi Evrópu. Fyrir utan að farga sorpi frá heimilum og fyrirtækjum framleiða þær flestar orku fyrir nærliggjandi svæði. Sú orka nýtist hvort í senn til raforkuframleiðslu og fyrir varmaveitur. Sú aska sem fellur til frá stöðvunum er meðal annars notuð í vegi, göngu- og hjólreiðastíga eða aðra innviði. Íslendingar væru því ekki að finna upp hjólið hvað þessa lausn varðar en við værum þó að leggja grunn að lausn sem myndi nýtast okkur öllum til lengri tíma, bæði hvað sorpeyðingu varðar sem og þá umhverfisvænu orkuframleiðslu sem henni fylgir. Hver stöð gæti þannig framleitt á bilinu 2-5kW af rafmagni eftir stærð sorpbrennsluofna, sem hlýtur að teljast góð viðbót við þá framleiðslu sem nú er til staðar og þá sérstaklega á landsbyggðinni. Ég er sannfærður um að með uppbyggingu sorpbrennslustöðva verðum við vel í stakk búin til að takast á við þau úrlausnarefni sem fyrir okkur liggja í sorpeyðingu og um leið aukinni orkuframleiðslu hér á landi. Ég vona að stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, horfi á málin með sambærilegum hætti. Höfundur er vélvirki og áhugamaður um umhverfisvænar framtíðarlausnir.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun