Toyota fallið úr toppsætinu og rafbílar sækja á Eiður Þór Árnason skrifar 4. janúar 2022 10:11 Yfir tveir af hverjum þremur nýjum fólksbílum var svokallaður nýorkubíll. Vísir/Vilhelm 1.826 Kia fólksbílar voru nýskráðir hérlendis á seinasta ári og var merkið það söluhæsta í fyrsta skipti með 14,3% hlutdeild af sölu nýrra fólksbíla. Næst á eftir kom Toyota með 1.790 nýskráða bíla og 14% hlutdeild en japanski framleiðandinn hefur setið efst á lista yfir vinsælustu fólksbíla Íslendinga samfleytt í um þrjá áratugi. Rafbílar voru 27,8% nýskráðra bíla á árinu, tengiltvinnbílar 26%, Hybrid bílar 18,2%, bensínbílar 15,8% og dísilbílar 12,2%. Greint er frá þessu í samantekt Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) sem byggir á upplýsingum frá Bílgreinasambandinu. Hyundai er í þriðja sæti með 1.133 nýskráða bíla og 8,9% hlutdeild og Tesla í fjórða sæti með 1.053 bíla og 8,2% hlutdeild. Að sögn FÍB hefur Kia verið á mikilli uppleið síðasta áratug og aukið söluna jafnt og þétt hér á landi. Framleiðandinn hefur síðustu ár verið í öðru sæti á eftir Toyota þegar kemur að fólksbílum. Ef sendi- og pallbílar eru sömuleiðis teknir með inn í reikninginn þá var Toyota áfram á toppnum á seinasta ári yfir vinsælasta bílaframleiðandann hér á landi. Mercedes-Benz var mest selda þýska lúxusbílamerkið annað árið í röð með 437 nýskráða fólksbíla á árinu. BMW kom í öðru sæti með 293 bíla og Audi í því þriðja með 195 bíla. Alls voru 12.769 nýskráðir fólksbílar á árinu 2021 samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins. 64% nýskráðra bíla fóru í almenna notkun, 34% til bílaleiga? og 1,1% í annað. Af bílaumboðunum er BL með flesta nýskráða fólksbíla, Bílaumboðið Askja er í öðru sæti og Toyota í því þriðja. Brimborg er í fjórða sæti og Hekla í fimmta sæti. Fréttin hefur verið uppfærð. Bílar Vistvænir bílar Fréttir ársins 2021 Tengdar fréttir Toyota seldi flest ökutæki en Kia seldi flesta fólksbíla í fyrra Flest nýskráð ökutæki á síðasta ári voru af Toyota gerð, eða 2145. Kia var í öðru sæti með 1983 nýskráð ökutæki ig Hyundai í þriðja sæti með 1603 ökutæki nýskráð á árinu, samkvæmt tölum á vef Samgöngustofu. Toyota hefur verið á toppnum í 32 ár samkvæmt tilkynningu frá Toyota umboðinu. Kia seldi hins vegar flest ökutæki í flokki fólksbíla eða 1980 á meðan Toyota er í örðu sæti í flokki fólksbíla með 1890 selda á árinu. 3. janúar 2022 07:01 Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira
Rafbílar voru 27,8% nýskráðra bíla á árinu, tengiltvinnbílar 26%, Hybrid bílar 18,2%, bensínbílar 15,8% og dísilbílar 12,2%. Greint er frá þessu í samantekt Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) sem byggir á upplýsingum frá Bílgreinasambandinu. Hyundai er í þriðja sæti með 1.133 nýskráða bíla og 8,9% hlutdeild og Tesla í fjórða sæti með 1.053 bíla og 8,2% hlutdeild. Að sögn FÍB hefur Kia verið á mikilli uppleið síðasta áratug og aukið söluna jafnt og þétt hér á landi. Framleiðandinn hefur síðustu ár verið í öðru sæti á eftir Toyota þegar kemur að fólksbílum. Ef sendi- og pallbílar eru sömuleiðis teknir með inn í reikninginn þá var Toyota áfram á toppnum á seinasta ári yfir vinsælasta bílaframleiðandann hér á landi. Mercedes-Benz var mest selda þýska lúxusbílamerkið annað árið í röð með 437 nýskráða fólksbíla á árinu. BMW kom í öðru sæti með 293 bíla og Audi í því þriðja með 195 bíla. Alls voru 12.769 nýskráðir fólksbílar á árinu 2021 samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins. 64% nýskráðra bíla fóru í almenna notkun, 34% til bílaleiga? og 1,1% í annað. Af bílaumboðunum er BL með flesta nýskráða fólksbíla, Bílaumboðið Askja er í öðru sæti og Toyota í því þriðja. Brimborg er í fjórða sæti og Hekla í fimmta sæti. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bílar Vistvænir bílar Fréttir ársins 2021 Tengdar fréttir Toyota seldi flest ökutæki en Kia seldi flesta fólksbíla í fyrra Flest nýskráð ökutæki á síðasta ári voru af Toyota gerð, eða 2145. Kia var í öðru sæti með 1983 nýskráð ökutæki ig Hyundai í þriðja sæti með 1603 ökutæki nýskráð á árinu, samkvæmt tölum á vef Samgöngustofu. Toyota hefur verið á toppnum í 32 ár samkvæmt tilkynningu frá Toyota umboðinu. Kia seldi hins vegar flest ökutæki í flokki fólksbíla eða 1980 á meðan Toyota er í örðu sæti í flokki fólksbíla með 1890 selda á árinu. 3. janúar 2022 07:01 Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira
Toyota seldi flest ökutæki en Kia seldi flesta fólksbíla í fyrra Flest nýskráð ökutæki á síðasta ári voru af Toyota gerð, eða 2145. Kia var í öðru sæti með 1983 nýskráð ökutæki ig Hyundai í þriðja sæti með 1603 ökutæki nýskráð á árinu, samkvæmt tölum á vef Samgöngustofu. Toyota hefur verið á toppnum í 32 ár samkvæmt tilkynningu frá Toyota umboðinu. Kia seldi hins vegar flest ökutæki í flokki fólksbíla eða 1980 á meðan Toyota er í örðu sæti í flokki fólksbíla með 1890 selda á árinu. 3. janúar 2022 07:01