Banaslys á sjó! Svanur Guðmundsson skrifar 6. janúar 2022 08:31 Árið 2021 er fimmta árið í röð án þess að það verði banaslys á sjó hér við Ísland. Því ber að fagna og við Íslendingar getum sannarlega glaðst yfir því hve mjög viðhorf til öryggismála hafa batnað á síðustu áratugum. Fyrir daga kvótakerfisins og í kjölfar skuttogaravæðingar fórust allt að 11 manns á sjó á hverju ári og allt upp í 65 manns árið 1973. Það var fyrst árið 2008 sem enginn fórst við sjómennsku hér við land. Það er mér í fersku minni að menn sögðu einfaldlega að sjómennskan væri hættulegt starf og sjómenn ættu að fara varlega. Lítið væri við þessu að gera. Með aflamarkskerfinu fækkaði lélegum bátum og asinn við að fiska sem mest minnkaði og sjómenn fóru að huga að því að taka fastsettan afla á sem hagkvæmastan hátt. Þeim dögum fækkaði sem verið var að í vitlausu veðri. Nú var hægt að bíða þar til veður slotaði. Breytingarnar voru miklar og eftir 1994 fækkaði sjósköðum verulega og nú er svo komið að enginn hefur farist á sjó síðastliðin fimm ár. Þessu hljóta menn að fagna um allt land. Fast þeir sóttu sjóinn Tímabilið fyrir daga aflamarksins einkenndist af ofurkappi við að ná sem mestum afla á sem stystum tíma og kostaði það mörg mannslíf. Sóknarmark var hluti af þessu tímabili og kallaði á kapp á milli báta. Þeir sem náðu flestum tonnum voru heiðraðir á sjómannadaginn eftir að menn lutu höfði í stuttri þögn til að minnast þeirra sem drukknuðu um veturinn. Ekkert var spurt um verðmæti eða gæði aflans. Við búum á þeim hluta jarðarinnar þar sem veður eru válynd og koma okkur oft á óvart. Bátarnir okkar hafa stækkað og orðið öruggari, tölurnar tala sínu máli. Stóru fullkomnu veiðiskipin fara betur með mannskapinn og skila betri gæðum. Í dag gerum við út fullkomnustu fiskiskip í heimi og fyrir þá sem þau skoða er upplifunin eins og að skoða geimskip úr stjörnustríðsmyndunum. En um leið erum við með reglur um báta sem eru með sérstök veiðileyfi og fá afslátt á kvótaútreikning við línuveiðar ef þeir eru minni en 15 metrar. Að ógleymdum handfærabátunum. Trillur með rúllur sem bara mega fara á sjó yfir sumarmánuðina sem betur fer. Þessir bátar, sem eru undir 15 metrum, veita ekki sama öryggi og stóru skipin. Reisum minnismerki Íslenski sjómenn eru útverðir þessa lands og hafa skapað mikil verðmæti fyrir okkar þjóð. Þeim er sómi sýndur með minnisvörðum víða um land og í kirkjugörðum má finna legsteina margra sjómanna sem drukknað hafa við Ísland. Margir hafa aldrei komist þangað. En þekkir núverandi kynslóð þessa sögu? Minn draumur er að sjá veglegt minnismerki í höfuðborginni sem minnir á þessa sögu. Verkið myndi vísa út til sjávar, til þeirra sem eru þar enn og þeirra sem fundust og komust í vígða mold. Slíkt verk getum við sem eftir lifum notað til að votta þeim virðingu okkar og um leið minnt gesti sem hingað koma á hvað það er að vera Íslendingur og hvaða fórnir fyrri kynslóðir hafa fært. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson Sjávarútvegur Slysavarnir Vinnuslys Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Sjá meira
Árið 2021 er fimmta árið í röð án þess að það verði banaslys á sjó hér við Ísland. Því ber að fagna og við Íslendingar getum sannarlega glaðst yfir því hve mjög viðhorf til öryggismála hafa batnað á síðustu áratugum. Fyrir daga kvótakerfisins og í kjölfar skuttogaravæðingar fórust allt að 11 manns á sjó á hverju ári og allt upp í 65 manns árið 1973. Það var fyrst árið 2008 sem enginn fórst við sjómennsku hér við land. Það er mér í fersku minni að menn sögðu einfaldlega að sjómennskan væri hættulegt starf og sjómenn ættu að fara varlega. Lítið væri við þessu að gera. Með aflamarkskerfinu fækkaði lélegum bátum og asinn við að fiska sem mest minnkaði og sjómenn fóru að huga að því að taka fastsettan afla á sem hagkvæmastan hátt. Þeim dögum fækkaði sem verið var að í vitlausu veðri. Nú var hægt að bíða þar til veður slotaði. Breytingarnar voru miklar og eftir 1994 fækkaði sjósköðum verulega og nú er svo komið að enginn hefur farist á sjó síðastliðin fimm ár. Þessu hljóta menn að fagna um allt land. Fast þeir sóttu sjóinn Tímabilið fyrir daga aflamarksins einkenndist af ofurkappi við að ná sem mestum afla á sem stystum tíma og kostaði það mörg mannslíf. Sóknarmark var hluti af þessu tímabili og kallaði á kapp á milli báta. Þeir sem náðu flestum tonnum voru heiðraðir á sjómannadaginn eftir að menn lutu höfði í stuttri þögn til að minnast þeirra sem drukknuðu um veturinn. Ekkert var spurt um verðmæti eða gæði aflans. Við búum á þeim hluta jarðarinnar þar sem veður eru válynd og koma okkur oft á óvart. Bátarnir okkar hafa stækkað og orðið öruggari, tölurnar tala sínu máli. Stóru fullkomnu veiðiskipin fara betur með mannskapinn og skila betri gæðum. Í dag gerum við út fullkomnustu fiskiskip í heimi og fyrir þá sem þau skoða er upplifunin eins og að skoða geimskip úr stjörnustríðsmyndunum. En um leið erum við með reglur um báta sem eru með sérstök veiðileyfi og fá afslátt á kvótaútreikning við línuveiðar ef þeir eru minni en 15 metrar. Að ógleymdum handfærabátunum. Trillur með rúllur sem bara mega fara á sjó yfir sumarmánuðina sem betur fer. Þessir bátar, sem eru undir 15 metrum, veita ekki sama öryggi og stóru skipin. Reisum minnismerki Íslenski sjómenn eru útverðir þessa lands og hafa skapað mikil verðmæti fyrir okkar þjóð. Þeim er sómi sýndur með minnisvörðum víða um land og í kirkjugörðum má finna legsteina margra sjómanna sem drukknað hafa við Ísland. Margir hafa aldrei komist þangað. En þekkir núverandi kynslóð þessa sögu? Minn draumur er að sjá veglegt minnismerki í höfuðborginni sem minnir á þessa sögu. Verkið myndi vísa út til sjávar, til þeirra sem eru þar enn og þeirra sem fundust og komust í vígða mold. Slíkt verk getum við sem eftir lifum notað til að votta þeim virðingu okkar og um leið minnt gesti sem hingað koma á hvað það er að vera Íslendingur og hvaða fórnir fyrri kynslóðir hafa fært. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins ehf.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun