Biden segir Trump ógn við lýðræðið Samúel Karl Ólason skrifar 6. janúar 2022 14:14 Joe Biden með þeim Chuck Schumer og Nancy Pelosi, leiðtogum Demókrataflokksins. AP/Stefani Reynolds Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlar í dag að marka það að ár er liðið frá því stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, réðust á þinghúsið. Það gerðu þau með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. Í ræðu sinni ætlar Biden að kalla Trump ógn gegn lýðræðinu, fara yfir hvað gerðist fyrir ári síðan og segja Bandaríkjamenn þurfa að lifa eftir sannleikanum, ekki lygum. „Nú þurfum við að ákveða hvurslags þjóð við ætlum að vera,“ sagði Biden í dag samkvæmt AP fréttaveitunni. „Ætlum við að vera þjóð sem sættir sig við að pólitískt ofbeldi verði almennt? Ætlum við að verða þjóð þar sem pólitískir embættismenn snúa við löglegum vilja þjóðarinnar? Ætlum við að vera þjóð sem lifir ekki við ljós sannleikans heldur í skugga lyga? Við getum ekki leyft okkur að vera slík þjóð. Leiðin fram á við er að horfast í augu við sannleikann og lifa eftir honum.“ Hlusta má á ræður Kamöllu Harris, varaforseta, og Bidens hér að neðan. Ræða Bidens hefst eftir rúmar ellefu mínútur. Þrátt fyrir að þingmenn Repúblikanaflokksins gagnrýndu margir Trump í kjölfar árásarinnar virðast þeir allir hafa skipt um skoðun en ekki einn leiðtogi flokksins hefur sagt að hann ætli að taka þátt í athöfninni í dag. Tveir þeirra svöruðu fyrirspurnum Washington Post og sögðust vera annarsstaðar í landinu. Aðrir svöruðu ekki. Sjá einnig: Lýðræði talið fara hnignandi í Bandaríkjunum í fyrsta sinn Þingmennirnir Matt Gaetz og Marjorie Taylor Greene, sem eru bæði ötulir stuðningsmenn Trumps, ætla að halda blaðamannafund í dag vegna athafnar þingsins. Þau hafa bæði lýst því yfir að fólki sem tók þátt í árásinni á þingið hafi verið föðurlandsvinir og hafa þau einnig tekið undir lygar Trumps um að kosningunum hafi verið stolið af honum með umfangsmiklu kosningasvindli. Því hefur Trump ítrekað haldið fram en á einu ári hafa engar vísbendingar litið dagsins ljós sem gefa í skyn að hann hafi rétt fyrir sér. Fjölmargar rannsóknir og dómsmál hafa skilað sömu niðurstöðum. Löng og ítarleg rannsókn AP fréttaveitunnar í þeim sex ríkjum sem Trump hefur beint hvað mestri athygli að sýndi fram á 475 tilfelli kosningasvindls. Í nánast öllum tilfellum var um einstaklinga að ræða og voru lang flest atkvæðin ekki talin. Þegar blaðamenn AP höfðu samband við Trump í vegna rannsóknarinnar í byrjun desember endurtók hann mikið af því sem hann hefur sagt áður. Þar að auki bætti hann við að „bráðum“ yrði gefin út skýrsla sem myndi sýna fram á að hundruð þúsund atkvæða hefðu verið greidd ólöglega. Hann vildi ekki segja hvaðan þessi skýrsla ætti að koma að öðru leyti en hún væri frá heimildarmanni sem hann treysti. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Joe Biden Donald Trump Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Í ræðu sinni ætlar Biden að kalla Trump ógn gegn lýðræðinu, fara yfir hvað gerðist fyrir ári síðan og segja Bandaríkjamenn þurfa að lifa eftir sannleikanum, ekki lygum. „Nú þurfum við að ákveða hvurslags þjóð við ætlum að vera,“ sagði Biden í dag samkvæmt AP fréttaveitunni. „Ætlum við að vera þjóð sem sættir sig við að pólitískt ofbeldi verði almennt? Ætlum við að verða þjóð þar sem pólitískir embættismenn snúa við löglegum vilja þjóðarinnar? Ætlum við að vera þjóð sem lifir ekki við ljós sannleikans heldur í skugga lyga? Við getum ekki leyft okkur að vera slík þjóð. Leiðin fram á við er að horfast í augu við sannleikann og lifa eftir honum.“ Hlusta má á ræður Kamöllu Harris, varaforseta, og Bidens hér að neðan. Ræða Bidens hefst eftir rúmar ellefu mínútur. Þrátt fyrir að þingmenn Repúblikanaflokksins gagnrýndu margir Trump í kjölfar árásarinnar virðast þeir allir hafa skipt um skoðun en ekki einn leiðtogi flokksins hefur sagt að hann ætli að taka þátt í athöfninni í dag. Tveir þeirra svöruðu fyrirspurnum Washington Post og sögðust vera annarsstaðar í landinu. Aðrir svöruðu ekki. Sjá einnig: Lýðræði talið fara hnignandi í Bandaríkjunum í fyrsta sinn Þingmennirnir Matt Gaetz og Marjorie Taylor Greene, sem eru bæði ötulir stuðningsmenn Trumps, ætla að halda blaðamannafund í dag vegna athafnar þingsins. Þau hafa bæði lýst því yfir að fólki sem tók þátt í árásinni á þingið hafi verið föðurlandsvinir og hafa þau einnig tekið undir lygar Trumps um að kosningunum hafi verið stolið af honum með umfangsmiklu kosningasvindli. Því hefur Trump ítrekað haldið fram en á einu ári hafa engar vísbendingar litið dagsins ljós sem gefa í skyn að hann hafi rétt fyrir sér. Fjölmargar rannsóknir og dómsmál hafa skilað sömu niðurstöðum. Löng og ítarleg rannsókn AP fréttaveitunnar í þeim sex ríkjum sem Trump hefur beint hvað mestri athygli að sýndi fram á 475 tilfelli kosningasvindls. Í nánast öllum tilfellum var um einstaklinga að ræða og voru lang flest atkvæðin ekki talin. Þegar blaðamenn AP höfðu samband við Trump í vegna rannsóknarinnar í byrjun desember endurtók hann mikið af því sem hann hefur sagt áður. Þar að auki bætti hann við að „bráðum“ yrði gefin út skýrsla sem myndi sýna fram á að hundruð þúsund atkvæða hefðu verið greidd ólöglega. Hann vildi ekki segja hvaðan þessi skýrsla ætti að koma að öðru leyti en hún væri frá heimildarmanni sem hann treysti.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Joe Biden Donald Trump Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira