Endir meðvirkninnar Drífa Snædal skrifar 7. janúar 2022 14:01 Kæru félagar og landsmenn allir – gleðilegt ár og takk fyrir það gamla! Síðustu daga og vikur hef ég fylgst af aðdáun með ungum konum stíga fram og ræða af ótrúlegu hugrekki og hispursleysi um skipulagt ofbeldi karla gegn konum. Í stað þess að hengja sig í skilgreiningar greina þær frá málavöxtu, því sem gerðist og hvernig það átti sér stað. Þær taka sér svigrúm og rými sem konur af minni kynslóð hefðu aldrei gert nema vera með fullkomlega útpælda frásögn, helst með sönnunargögnum og eftir að hafa „unnið úr“ málunum í ár og jafnvel áratugi. Þessar konur hika ekki við að horfa í augun á valdamiklum mönnum og segja þeim til syndanna, krefja þá um að axla ábyrgð og gera það án þess að gera þær kröfur á sjálfar sig að vera hin „fullkomnu fórnarlömb“. Konur af minni kynslóð hvísluðust á um einstaka menn, við vöruðum hver aðra við og það var segin saga að þegar komið var inn á nýjan vettvang fékk kona að vita hvaða menn ætti að forðast í félagslegum samskiptum. Ef við voguðum okkur út á hinn opinbera vettvang að krefjast úrbóta, án þess einu sinni að nefna nöfn, fengum við yfir okkur holskeflu af ofbeldis- og nauðgunarhótunum, auk þess sem efast var um allt sem fram kom. Þá stóð slagurinn um hvort svona ofbeldi væri yfirleitt til. Þær konur sem nú stíga fram fá sannarlega mótbyr, en þær hafa um leið endurskilgreint umræðuna. Þær sýna hver annarri stuðning og í sameiningu afhjúpa þær hvað málflutningurinn gegn konum hefur verið veikburða. Stuðningurinn er meiri og við allar sterkari fyrir vikið. Valdamisvægi í samfélaginu er af ýmsum toga. Það getur verið aldursbundið, kynbundið og tekjubundið. Það getur endurspeglast í ólíkum tengslum, að eiga rödd og hafa formleg völd gagnvart öðrum sem hafa það ekki. Valdamisvægið er líka á milli atvinnurekenda og launafólks, á milli leigusala og leigjenda, milli lánveitenda og þeirra sem þurfa að slá lán og svo framvegis. Þess vegna er svo dásamlegt að verða vitni að breytingum á valdahlutföllum. Þar sem konur sem hafa verið beittar kúgun vegna aldurs, kyns og stéttar rísa upp gegn valdinu, breyta leikreglunum og neita að undirgangast þá gríðarlegu kúgun sem falist hefur í kynjakerfi samfélagsins. Áfram þið og áfram við. Þetta ár fer sannarlega vel af stað. Megi það vera árið þar sem við upprætum ofbeldi og köstum af okkur viðjum meðvirkninnar með valdinu! Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal MeToo Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Kæru félagar og landsmenn allir – gleðilegt ár og takk fyrir það gamla! Síðustu daga og vikur hef ég fylgst af aðdáun með ungum konum stíga fram og ræða af ótrúlegu hugrekki og hispursleysi um skipulagt ofbeldi karla gegn konum. Í stað þess að hengja sig í skilgreiningar greina þær frá málavöxtu, því sem gerðist og hvernig það átti sér stað. Þær taka sér svigrúm og rými sem konur af minni kynslóð hefðu aldrei gert nema vera með fullkomlega útpælda frásögn, helst með sönnunargögnum og eftir að hafa „unnið úr“ málunum í ár og jafnvel áratugi. Þessar konur hika ekki við að horfa í augun á valdamiklum mönnum og segja þeim til syndanna, krefja þá um að axla ábyrgð og gera það án þess að gera þær kröfur á sjálfar sig að vera hin „fullkomnu fórnarlömb“. Konur af minni kynslóð hvísluðust á um einstaka menn, við vöruðum hver aðra við og það var segin saga að þegar komið var inn á nýjan vettvang fékk kona að vita hvaða menn ætti að forðast í félagslegum samskiptum. Ef við voguðum okkur út á hinn opinbera vettvang að krefjast úrbóta, án þess einu sinni að nefna nöfn, fengum við yfir okkur holskeflu af ofbeldis- og nauðgunarhótunum, auk þess sem efast var um allt sem fram kom. Þá stóð slagurinn um hvort svona ofbeldi væri yfirleitt til. Þær konur sem nú stíga fram fá sannarlega mótbyr, en þær hafa um leið endurskilgreint umræðuna. Þær sýna hver annarri stuðning og í sameiningu afhjúpa þær hvað málflutningurinn gegn konum hefur verið veikburða. Stuðningurinn er meiri og við allar sterkari fyrir vikið. Valdamisvægi í samfélaginu er af ýmsum toga. Það getur verið aldursbundið, kynbundið og tekjubundið. Það getur endurspeglast í ólíkum tengslum, að eiga rödd og hafa formleg völd gagnvart öðrum sem hafa það ekki. Valdamisvægið er líka á milli atvinnurekenda og launafólks, á milli leigusala og leigjenda, milli lánveitenda og þeirra sem þurfa að slá lán og svo framvegis. Þess vegna er svo dásamlegt að verða vitni að breytingum á valdahlutföllum. Þar sem konur sem hafa verið beittar kúgun vegna aldurs, kyns og stéttar rísa upp gegn valdinu, breyta leikreglunum og neita að undirgangast þá gríðarlegu kúgun sem falist hefur í kynjakerfi samfélagsins. Áfram þið og áfram við. Þetta ár fer sannarlega vel af stað. Megi það vera árið þar sem við upprætum ofbeldi og köstum af okkur viðjum meðvirkninnar með valdinu! Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar