Fótbolti

Brynjólfur smitaður og ekki með í Tyrklandi

Sindri Sverrisson skrifar
Brynjólfur Willumsson þarf að bíða eftir að spila sinn fyrsta A-landsleik, eftir að hafa smitast af kórónuveirunni.
Brynjólfur Willumsson þarf að bíða eftir að spila sinn fyrsta A-landsleik, eftir að hafa smitast af kórónuveirunni. vísir/vilhelm

Brynjólfur Willumsson verður ekki með íslenska landsliðinu í fótbolta í vináttulandsleikjunum tveimur sem liðið spilar í Tyrklandi á næstu dögum.

Brynjólfur hefur greinst með kórónuveirusmit en Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi landsliðsins, greindi frá þessu á blaðamannafundi í Tyrklandi í dag. Ómar sagði ekki vitað um fleiri smit í hópnum.

Íslenska landsliðið, að mestu skipað leikmönnum sem spila á Norðurlöndum, er mætt til Tyrklands vegna leikja við Úganda á miðvikudaginn og Suður-Kóreu á laugardaginn.

Brynjólfur, sem leikur með Kristiansund í Noregi, var einn af tíu leikmönnum í íslenska landsliðshópnum nú sem ekki hafa spilað A-landsleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×