„Vonumst til að fyrsta skóflustunga verði tekin áður en árið er liðið“ Sindri Sverrisson skrifar 10. janúar 2022 13:30 Tryggvi Snær Hlinason er kandídat í að eiga fyrstu troðsluna í nýrri þjóðarhöll sem formaður KKÍ gerir sér vonir um að byrjað verði að grafa fyrir á þessu ári. Vísir/Bára „Sú áætlun sem að ríkisstjórnin er með núna, og ráðherra íþróttamála hefur lagt fram, er þannig að bæði FIBA og við hjá KKÍ treystum því að þetta sé að fara að gerast,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, um byggingu nýs þjóðarleikvangs fyrir inniíþróttir. Hættunni á að íslenska karlalandsliðið í körfubolta þyrfti að spila heimaleik á Ítalíu í næsta mánuði, í undankeppni HM, virðist hafa verið afstýrt. Hannes segir FIBA hafa veitt undanþágu til að leikurinn fari fram á Ásvöllum, þó að höllin þar standist ekki kröfur sambandsins, eftir sannfæringu um að góður gangur sé í vinnu við nýjan þjóðarleikvang. Leikvang sem Hannes vonast til að byrjað verði að grafa fyrir á þessu ári. „Sú vinna sem að ríkisstjórnin er að leggja í þetta, sem við gátum upplýst FIBA um í kringum áramótin, sýnir að það er ekki bara ríkur vilji til að koma þessu í gang. Menn eru komnir á fullt í vinnu við það, svo að þetta geti farið inn í næstu fjármálaáætlun og við sjáum peninga fara í þetta. Áætlun ríkisstjórnarinnar virðist vera að þetta liggi allt frekar ljóst fyrir með vorinu, í mars eða apríl, og það er mjög jákvætt,“ segir Hannes. „Þetta er það sem við höfum kallað eftir í mörg ár – að það sé ekki bara talað um að það sé áhugi fyrir því að gera eitthvað. Vonandi verður hægt að ákveða endanlega staðsetningu og annað fljótlega, svo að hægt verði að taka fyrstu skóflustungu með haustinu. Við vonumst til að fyrsta skóflustunga verði tekin áður en árið er liðið,“ segir Hannes. Mögulega leikið á Ásvöllum í sumar ef FIBA leyfir KKÍ hafði áður þurft að skipta á heimaleikjum karlalandsliðsins við Rússland og spila í Pétursborg í nóvember, vegna þess að FIBA sagði enga höll á Íslandi uppfylla kröfur fyrir undankeppni HM karla. Laugardalshöll varð fyrir miklum vatnsskemmdum í nóvember 2020 og er enn ónothæf. Mögulegt er að karlalandsliðið spili einnig heimaleiki á Ásvöllum í júní, ef FIBA leyfir. „FIBA óskaði eftir frekari skýrslu frá okkur um miðjan marsmánuð um stöðuna. Þetta er því í raun allt í „gjörgæslu“ en ef við verðum ennþá svona ánægð þá, þá munum við væntanlega fá að spila heimaleikina okkar tvo í júní á Ásvöllum. Svo vona ég nú að Laugardalshöllin verði orðin leikhæf þegar næstu leikir eftir það verða, í lok ágúst. Miðað við stöðuna á henni er ég ekki bjartsýnn á að hún verði tilbúin í júní,“ segir Hannes. Körfubolti Ný þjóðarhöll Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira
Hættunni á að íslenska karlalandsliðið í körfubolta þyrfti að spila heimaleik á Ítalíu í næsta mánuði, í undankeppni HM, virðist hafa verið afstýrt. Hannes segir FIBA hafa veitt undanþágu til að leikurinn fari fram á Ásvöllum, þó að höllin þar standist ekki kröfur sambandsins, eftir sannfæringu um að góður gangur sé í vinnu við nýjan þjóðarleikvang. Leikvang sem Hannes vonast til að byrjað verði að grafa fyrir á þessu ári. „Sú vinna sem að ríkisstjórnin er að leggja í þetta, sem við gátum upplýst FIBA um í kringum áramótin, sýnir að það er ekki bara ríkur vilji til að koma þessu í gang. Menn eru komnir á fullt í vinnu við það, svo að þetta geti farið inn í næstu fjármálaáætlun og við sjáum peninga fara í þetta. Áætlun ríkisstjórnarinnar virðist vera að þetta liggi allt frekar ljóst fyrir með vorinu, í mars eða apríl, og það er mjög jákvætt,“ segir Hannes. „Þetta er það sem við höfum kallað eftir í mörg ár – að það sé ekki bara talað um að það sé áhugi fyrir því að gera eitthvað. Vonandi verður hægt að ákveða endanlega staðsetningu og annað fljótlega, svo að hægt verði að taka fyrstu skóflustungu með haustinu. Við vonumst til að fyrsta skóflustunga verði tekin áður en árið er liðið,“ segir Hannes. Mögulega leikið á Ásvöllum í sumar ef FIBA leyfir KKÍ hafði áður þurft að skipta á heimaleikjum karlalandsliðsins við Rússland og spila í Pétursborg í nóvember, vegna þess að FIBA sagði enga höll á Íslandi uppfylla kröfur fyrir undankeppni HM karla. Laugardalshöll varð fyrir miklum vatnsskemmdum í nóvember 2020 og er enn ónothæf. Mögulegt er að karlalandsliðið spili einnig heimaleiki á Ásvöllum í júní, ef FIBA leyfir. „FIBA óskaði eftir frekari skýrslu frá okkur um miðjan marsmánuð um stöðuna. Þetta er því í raun allt í „gjörgæslu“ en ef við verðum ennþá svona ánægð þá, þá munum við væntanlega fá að spila heimaleikina okkar tvo í júní á Ásvöllum. Svo vona ég nú að Laugardalshöllin verði orðin leikhæf þegar næstu leikir eftir það verða, í lok ágúst. Miðað við stöðuna á henni er ég ekki bjartsýnn á að hún verði tilbúin í júní,“ segir Hannes.
Körfubolti Ný þjóðarhöll Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira