Hæstiréttur tekur mál Arion banka gegn þrotabúi WOW air ekki fyrir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. janúar 2022 14:24 Hinar fagurbleiku flugvélar WOW air sjást ekki mikið lengur. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur féllst ekki á málskotsbeiðni Arion banka sem vildi fá að áfrýja deilu við þrotabú flugfélagsins um fjármuni sem lagðir voru inn á reikning Wow air eftir að flugfélagið varð gjaldþrota. Málið hefur komið bæði til kasta héraðsdóms og Landsréttar og snýst það um tæpar tíu milljónir króna sem lagðar voru inn á reikninga flugfélagsins sáluga WOW air, eftir að það var úrskurðað gjaldþrota. Arion banki var viðskiptabanki flugfélagsins og í gildi voru samningar um bankinn ætti handveð í átta reikningum WOW air ásamt innistæðum til tryggingar greiðslum á tilgreindum skuldum. Snerist um hvort bankinn ætti rétt á greiðslum sem bárust eftir gjaldþrotið WOW air var tekið til gjaldþrotaskipta þann 28. mars 2019. Þrotabú WOW air viðurkenndi handveðsrétt bankans í reikningunum miðað við stöðu þeirra þann 28. mars 2019. Lýsti þrotabúið því hins vegar yfir að fjármunir sem lagðir voru inn á reikningana eftir þá dagsetningu væru eign þrotabúsins Málið kom til kasta bæði héraðsdóms og Landsréttar en Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Arion banka í vil, að bankinn ætti veðrétt í þá fjármuni sem lagðir voru inn á reikningana eftir að WOW air var tekið til gjaldþrotaskipta. Varðar ekki mikilsverða almannahagsmuni Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem sneri úrskurði héraðsdóms við og hafnaði kröfu bankans. Arion banki óskaði eftir því að fá skjóta málinu til Hæstaréttar á þeim grundvelli að málið myndi hafa mikið fordæmisgildi, þar sem ekki hafi reynt með beinum hætt á ágreiningsefni málsins fyrir Hæstarétti. Hæstiréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að málið varði hvorki ekki mikilsverða almannahagsmuni né hafi slíkt fordæmisgildi að það ætti að koma til kasta dómstólsins. Var beiðninni því hafnað. WOW Air Íslenskir bankar Dómsmál Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Sjá meira
Málið hefur komið bæði til kasta héraðsdóms og Landsréttar og snýst það um tæpar tíu milljónir króna sem lagðar voru inn á reikninga flugfélagsins sáluga WOW air, eftir að það var úrskurðað gjaldþrota. Arion banki var viðskiptabanki flugfélagsins og í gildi voru samningar um bankinn ætti handveð í átta reikningum WOW air ásamt innistæðum til tryggingar greiðslum á tilgreindum skuldum. Snerist um hvort bankinn ætti rétt á greiðslum sem bárust eftir gjaldþrotið WOW air var tekið til gjaldþrotaskipta þann 28. mars 2019. Þrotabú WOW air viðurkenndi handveðsrétt bankans í reikningunum miðað við stöðu þeirra þann 28. mars 2019. Lýsti þrotabúið því hins vegar yfir að fjármunir sem lagðir voru inn á reikningana eftir þá dagsetningu væru eign þrotabúsins Málið kom til kasta bæði héraðsdóms og Landsréttar en Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Arion banka í vil, að bankinn ætti veðrétt í þá fjármuni sem lagðir voru inn á reikningana eftir að WOW air var tekið til gjaldþrotaskipta. Varðar ekki mikilsverða almannahagsmuni Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem sneri úrskurði héraðsdóms við og hafnaði kröfu bankans. Arion banki óskaði eftir því að fá skjóta málinu til Hæstaréttar á þeim grundvelli að málið myndi hafa mikið fordæmisgildi, þar sem ekki hafi reynt með beinum hætt á ágreiningsefni málsins fyrir Hæstarétti. Hæstiréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að málið varði hvorki ekki mikilsverða almannahagsmuni né hafi slíkt fordæmisgildi að það ætti að koma til kasta dómstólsins. Var beiðninni því hafnað.
WOW Air Íslenskir bankar Dómsmál Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Sjá meira