Enn um afturköllun Helgi Áss Grétarsson skrifar 12. janúar 2022 08:01 Fimm vel stæðir miðaldra karlmenn féllu af stalli fyrir skömmu í kjölfar frásagnar ungrar konu í hlaðvarpsþætti. Lýsingar á atvikum í heitum potti og á hótelherbergi í golfferð urðu til þess að fimmmenningarnir hafa misst spón úr aski sínum. Orðspor þeirra hefur dvínað, atvinnumissir orðið og ætla má að einkalíf þeirra hafi orðið fyrir hnjaski. Þessar afleiðingar fyrir fimmmenningana hafa m.a. verið metnar af prófessor í félagsfræði og telur hann að þetta mál, eitt og sér, „sé eitt það mikilvægasta sem gerst hefur varðandi stöðu karla og kvenna síðustu áratugi á Íslandi“. Forseti ASÍ er ekki á ósvipuðum slóðum í vísis-grein frá 7. janúar sl. þar sem hún lýsir m.a. aðdáun á ungum konum sem „stíga fram og ræða af ótrúlegu hugrekki og hispursleysi um skipulagt ofbeldi karla gegn konum“ og að konur séu núna að „rísa upp gegn valdinu, breyta leikreglunum og neita að undirgangast þá gríðarlegu kúgun sem falist hefur í kynjakerfi samfélagsins“. Þegar einn fimmmenninganna lýsti því yfir að ekkert væri fjær sér „en að þröngva annarri manneskju til kynferðislegra athafna“ brást einn aðstandenda Öfga við með því að telja slíka neitun „bakslag“, líkt og einn kynja- og fjölbreytileikafræðingur hafði gert í einum Kastljósþætti RÚV. Hvert er förinni heitið? Áðurnefndir fimmmenningar eru taldir saklausir uns sekt er sönnuð, sbr. reglu þess efnis í stjórnarskránni. Eigi að síður kann þorri almennings að meta þá seka. Gefum okkur að það sé sannleikanum samkvæmt. Skiptir þá sá sannleikur meira máli en að komist sé að slíkri niðurstöðu á grundvelli takmarkaðra sönnunargagna og að útdeiling „refsikenndra viðurlaga“ sé hvorki í höndum dómstóla né annarra stofnana refsivörslukerfisins? Með öðrum orðum, eiga einhliða frásagnir í samfélagsmiðlum, studdar eftir atvikum gögnum sem aflað hefur verið einhliða, að duga til að sá sem borinn er sökum sé sviptur mannorði og atvinnutækifærum? Í málum sem varða kynferðisbrot eru engar töfralausnir til. Sú lausn að láta dómstól götunnar um verkið er ekki heillavænleg. Þangað er samt förinni heitið. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson MeToo Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Fimm vel stæðir miðaldra karlmenn féllu af stalli fyrir skömmu í kjölfar frásagnar ungrar konu í hlaðvarpsþætti. Lýsingar á atvikum í heitum potti og á hótelherbergi í golfferð urðu til þess að fimmmenningarnir hafa misst spón úr aski sínum. Orðspor þeirra hefur dvínað, atvinnumissir orðið og ætla má að einkalíf þeirra hafi orðið fyrir hnjaski. Þessar afleiðingar fyrir fimmmenningana hafa m.a. verið metnar af prófessor í félagsfræði og telur hann að þetta mál, eitt og sér, „sé eitt það mikilvægasta sem gerst hefur varðandi stöðu karla og kvenna síðustu áratugi á Íslandi“. Forseti ASÍ er ekki á ósvipuðum slóðum í vísis-grein frá 7. janúar sl. þar sem hún lýsir m.a. aðdáun á ungum konum sem „stíga fram og ræða af ótrúlegu hugrekki og hispursleysi um skipulagt ofbeldi karla gegn konum“ og að konur séu núna að „rísa upp gegn valdinu, breyta leikreglunum og neita að undirgangast þá gríðarlegu kúgun sem falist hefur í kynjakerfi samfélagsins“. Þegar einn fimmmenninganna lýsti því yfir að ekkert væri fjær sér „en að þröngva annarri manneskju til kynferðislegra athafna“ brást einn aðstandenda Öfga við með því að telja slíka neitun „bakslag“, líkt og einn kynja- og fjölbreytileikafræðingur hafði gert í einum Kastljósþætti RÚV. Hvert er förinni heitið? Áðurnefndir fimmmenningar eru taldir saklausir uns sekt er sönnuð, sbr. reglu þess efnis í stjórnarskránni. Eigi að síður kann þorri almennings að meta þá seka. Gefum okkur að það sé sannleikanum samkvæmt. Skiptir þá sá sannleikur meira máli en að komist sé að slíkri niðurstöðu á grundvelli takmarkaðra sönnunargagna og að útdeiling „refsikenndra viðurlaga“ sé hvorki í höndum dómstóla né annarra stofnana refsivörslukerfisins? Með öðrum orðum, eiga einhliða frásagnir í samfélagsmiðlum, studdar eftir atvikum gögnum sem aflað hefur verið einhliða, að duga til að sá sem borinn er sökum sé sviptur mannorði og atvinnutækifærum? Í málum sem varða kynferðisbrot eru engar töfralausnir til. Sú lausn að láta dómstól götunnar um verkið er ekki heillavænleg. Þangað er samt förinni heitið. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar