Um misopin bréf til skólafólks Ragnar Þór Pétursson skrifar 13. janúar 2022 08:30 Margrét Pétursdóttir skrifar opið bréf til skólastjórnenda í Sunnulækjarskóla á Selfossi þar sem hún biður um umfjöllun um það efni sem tekið er til umfjöllunar í skólum landsins í námi með ungmennum. Hún telur ákvörðun um að nota íslensku sjónvarpsþættina Brot vera mjög misráðna enda sé um að ræða umfjöllunarefni sem geti skaðað viðkvæm börn, þrátt fyrir fyrirheit kennara um að gæta varfærni. Þetta opna bréf birtist fáum dögum eftir að skólafólk hefur móttekið straum bréfa frá reiðu fólki sem telur að hin fyrrnefndu hafi gerst sek um hræðilega glæpi gegn börnum með því að hindra ekki bólusetningar. Það er fullkomlega eðlilegt að almenningur, foreldrar og hagaðilar hafi skoðanir á skólastarfi og námsefni. Það er líka eðlilegt að koma slíkum skoðunum á framfæri og ég tek undir ósk Margrétar um málefnalega umræðu. Að stórum hluta er samfélagið sjálft umfjöllunarefni skólanna. Þeir hafa það að frumtilgangi að undirbúa nemendur fyrir líf í lýðræðislegu samfélagi. Það hefur orðið allnokkuð erfiðara að finna uppbyggilega fleti á þeirri meginkröfu eftir því sem samfélagið hefur orðið aðgreindara og óumburðarlyndara. Í skólum vinna kennarar sem eru mjög áfram um að vanda störf sín jafnvel við mjög krefjandi aðstæður. Þeim ber að fylgja markmiðum aðalnámskrár og ein leið til þess er að hugsa út fyrir kassann og tengja námið við veruleika nemendanna. Kennarar eru fagfólk sem við getum verið stolt af. Í þeim tilfellum sem hér ræðir um er annarsvegar gerð athugasemd við það að notað sé sem kveikja sjónvarpsefni sem í erlendum efnisveitum er flokkað sem bannað börnum og hinsvegar við það að kennarar beiti sér ekki gegn bólusetningum. Fyrst hið fyrra: Þættirnir Brot, sem Sunnulækjarskóli á Selfossi, notar sem kveikju í náminu, voru sýndir á RÚV og við það tækifæri var búin til skapandi verkefnasmiðja sem meðal annars snerist um það að setja sig í spor lögreglu við lausn glæpa. Nemendur gátu horft á þættina í Sjónvarpinu en þar voru þeir kynntir þannig að atriði í þáttunum væru ekki við hæfi ungra barna (sjá hér). Í hinum hefðbundna íslenska skilningi felur það í sér að þættirnir séu bannaðir innan 12 ára. Slíkt efni hlýtur að vera eðlilegt að nýta í kennslu þeirra nemenda sem hér um ræðir (nemendur voru í sjöunda bekk) - það er eðlileg viðleitni skóla til að brúa bilið yfir í menningu samtíma síns. Nú veit ég ekki hvort þættirnir sem Margrét vísar til á Netflix séu aðrir þættir en þeir sem sýndir voru á Íslandi og ég geri ráð fyrir því að við því yrði brugðist ef svo væri. En umfjöllunarefnin sem Margrét talar um væru þau sömu, þar á meðal ofbeldið sem rætt er um. En hvort það er tilefni til opins bréfs í fjölmiðlum að útlönd hafi aðra staðla um áhorfsaldur en Íslendingar og að það sé barnaverndarmál ef kennarar gangi gegn hinum erlendu stöðlum verða aðrir að dæma um en ég. Mér þykir býsna djúpt tekið í árinni. Þvert á móti hefði ég haldið að hér gæfist tilvalið tækifæri til að fjalla um og taka á viðkvæmu máli á faglegan hátt. Erfið mál eru viðfangsefni skólanna. Um andúð á bólusetningum og tilraunir til að draga kennara inn í þá samfélagsdeilu sem ólgar og brennur er það að segja að grunnhugmyndin um lýðræðislegan skóla mun aldrei passa inn í samfélag sem ekki virðir lýðræðið. Fólk á rétt á allskonar skoðunum og eðlilegt er að það hafi vettvang til að tjá þær. Þú mátt trúa því að jörðin sé innan við fimm þúsund ára gömul og að sóttvarnarlæknir sé handbendi lyfjafyrirtækja. En þú hefur ekki rétt á að reisa múra þinna eigin skoðana utan um börnin þín. Þau eiga sjálfstæðan rétt á menntun. Til þeirra sem sinna henni á að gera miklar kröfur og þau sem kenna eiga að gera til sín miklar kröfur. Menntun á Íslandi er ekki fullkomin - enda er ekkert fullkomið sem á rætur sínar í raunveruleikanum. Henni er hinsvegar sinnt af metnaðarfullu fólki sem svo sannarlega reynir að gera sitt besta. Það á betra skilið en svo að sitja reglulega undir tundurskeytum vantrausts frá samfélaginu. Við höfum séð hvað verður um menntakerfin í slíkri menningu. Þau fordæmi eru til að varast. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Pétursson Skóla - og menntamál Grunnskólar Árborg Börn og uppeldi Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Sjá meira
Margrét Pétursdóttir skrifar opið bréf til skólastjórnenda í Sunnulækjarskóla á Selfossi þar sem hún biður um umfjöllun um það efni sem tekið er til umfjöllunar í skólum landsins í námi með ungmennum. Hún telur ákvörðun um að nota íslensku sjónvarpsþættina Brot vera mjög misráðna enda sé um að ræða umfjöllunarefni sem geti skaðað viðkvæm börn, þrátt fyrir fyrirheit kennara um að gæta varfærni. Þetta opna bréf birtist fáum dögum eftir að skólafólk hefur móttekið straum bréfa frá reiðu fólki sem telur að hin fyrrnefndu hafi gerst sek um hræðilega glæpi gegn börnum með því að hindra ekki bólusetningar. Það er fullkomlega eðlilegt að almenningur, foreldrar og hagaðilar hafi skoðanir á skólastarfi og námsefni. Það er líka eðlilegt að koma slíkum skoðunum á framfæri og ég tek undir ósk Margrétar um málefnalega umræðu. Að stórum hluta er samfélagið sjálft umfjöllunarefni skólanna. Þeir hafa það að frumtilgangi að undirbúa nemendur fyrir líf í lýðræðislegu samfélagi. Það hefur orðið allnokkuð erfiðara að finna uppbyggilega fleti á þeirri meginkröfu eftir því sem samfélagið hefur orðið aðgreindara og óumburðarlyndara. Í skólum vinna kennarar sem eru mjög áfram um að vanda störf sín jafnvel við mjög krefjandi aðstæður. Þeim ber að fylgja markmiðum aðalnámskrár og ein leið til þess er að hugsa út fyrir kassann og tengja námið við veruleika nemendanna. Kennarar eru fagfólk sem við getum verið stolt af. Í þeim tilfellum sem hér ræðir um er annarsvegar gerð athugasemd við það að notað sé sem kveikja sjónvarpsefni sem í erlendum efnisveitum er flokkað sem bannað börnum og hinsvegar við það að kennarar beiti sér ekki gegn bólusetningum. Fyrst hið fyrra: Þættirnir Brot, sem Sunnulækjarskóli á Selfossi, notar sem kveikju í náminu, voru sýndir á RÚV og við það tækifæri var búin til skapandi verkefnasmiðja sem meðal annars snerist um það að setja sig í spor lögreglu við lausn glæpa. Nemendur gátu horft á þættina í Sjónvarpinu en þar voru þeir kynntir þannig að atriði í þáttunum væru ekki við hæfi ungra barna (sjá hér). Í hinum hefðbundna íslenska skilningi felur það í sér að þættirnir séu bannaðir innan 12 ára. Slíkt efni hlýtur að vera eðlilegt að nýta í kennslu þeirra nemenda sem hér um ræðir (nemendur voru í sjöunda bekk) - það er eðlileg viðleitni skóla til að brúa bilið yfir í menningu samtíma síns. Nú veit ég ekki hvort þættirnir sem Margrét vísar til á Netflix séu aðrir þættir en þeir sem sýndir voru á Íslandi og ég geri ráð fyrir því að við því yrði brugðist ef svo væri. En umfjöllunarefnin sem Margrét talar um væru þau sömu, þar á meðal ofbeldið sem rætt er um. En hvort það er tilefni til opins bréfs í fjölmiðlum að útlönd hafi aðra staðla um áhorfsaldur en Íslendingar og að það sé barnaverndarmál ef kennarar gangi gegn hinum erlendu stöðlum verða aðrir að dæma um en ég. Mér þykir býsna djúpt tekið í árinni. Þvert á móti hefði ég haldið að hér gæfist tilvalið tækifæri til að fjalla um og taka á viðkvæmu máli á faglegan hátt. Erfið mál eru viðfangsefni skólanna. Um andúð á bólusetningum og tilraunir til að draga kennara inn í þá samfélagsdeilu sem ólgar og brennur er það að segja að grunnhugmyndin um lýðræðislegan skóla mun aldrei passa inn í samfélag sem ekki virðir lýðræðið. Fólk á rétt á allskonar skoðunum og eðlilegt er að það hafi vettvang til að tjá þær. Þú mátt trúa því að jörðin sé innan við fimm þúsund ára gömul og að sóttvarnarlæknir sé handbendi lyfjafyrirtækja. En þú hefur ekki rétt á að reisa múra þinna eigin skoðana utan um börnin þín. Þau eiga sjálfstæðan rétt á menntun. Til þeirra sem sinna henni á að gera miklar kröfur og þau sem kenna eiga að gera til sín miklar kröfur. Menntun á Íslandi er ekki fullkomin - enda er ekkert fullkomið sem á rætur sínar í raunveruleikanum. Henni er hinsvegar sinnt af metnaðarfullu fólki sem svo sannarlega reynir að gera sitt besta. Það á betra skilið en svo að sitja reglulega undir tundurskeytum vantrausts frá samfélaginu. Við höfum séð hvað verður um menntakerfin í slíkri menningu. Þau fordæmi eru til að varast. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun