Listamannalaun, klassískir söngvarar og sviðslistafólk Guja Sandholt skrifar 14. janúar 2022 07:30 Ég óska öllum listamönnum sem hlutu úthlutun í ár hjartanlega til hamingju sem og þjóðinni allri! Það verður spennandi að fylgjast með flottu listrænu starfi í öllum listgreinum á árinu og ljóst er að við munum öll góðs af njóta. Um leið vil ég vekja athygli á nokkrum staðreyndum varðandi launasjóð tónlistarflytjenda því í sannleika sagt, er ég mjög áhyggjufull: Einungis 180 mánuðir eru í boði fyrir tónlistarflytjendur í ár. Í fyrra var 315 mánuðum úthlutað í sama flokki enda ástandið slæmt vegna Covid. Staðan hefur alls ekki breyst til batnaðar eins og alþjóð veit. Tónlistarflytjendur sem sækja um launin, keppa um samtals 180 mánuði sem eru árslaun fyrir einungis 10,5 tónlistarmenn (einnig hægt að miða við 15 tónlistarmenn í 67% hlutastarfi). 180 mánaða listamannalaun eru svipuð upphæð og árslaun forsætisráðherra í þrjú ár - svona til að setja hlutina í samhengi. Vert er að taka fram að listamannalaun eru verktakagreiðslur en ekki launþegagreiðslur og upphæðin er 490.920 þúsund á mánuði. Svipaða sögu er að segja um starfslaunasjóð sviðslistafólks, í fyrra voru mánuðirnir 307 en eru 190 í ár. Mig langar að minnast á nokkrar staðreyndir varðandi starfsumhverfi klassískra söngvara því það stendur mér nærri (hvet um leið aðra tónlistarflytjendur til að skoða og vekja athygli á sinni stöðu): Aðeins þrír klassískir söngvarar fá samtals 22 mánuði í ár úr tónflytjendasjóði. Þetta eru þrír frábærir söngvarar sem eiga það svo sannarlega skilið. Í fyrra fengu 12 klassískir söngvarar samtals 73 mánuði eða um 317% meira Ekkert starfsöryggi er fyrir klassíska söngvara á Íslandi, ekki er ein föst staða í boði, samt er hægt að stunda háskólanám í faginu í LHÍ. Listamenn fá að vita um miðjan janúar hvort þeir fái úthlutun eða ei það ár. Ef svarið er neikvætt, eru miklar líkur á að ekkert þeirra verkefna sem viðkomandi umsækjandi hugðist standa að, geti orðið að veruleika. Þetta er óboðleg staða og óþolandi að úthlutanir séu ávallt svona seint. Hvers vegna er ekki hægt að svara nokkrum mánuðum fyrr? Fólki á almennum vinnumarkaði þætti eflaust óþægilegt að fá að vita um miðjan mánuð að þann mánuð fengi það því miður engin laun. Eftir þessa úthlutun, líður mér satt best að segja eins og það eigi að þurrka fagið okkar út. Íslenska óperan stendur fyrir mjög fáum viðburðum og aflýsti í fyrradag sýningum á Valkyrjunni eftir Richard Wagner sem fyrirhugaðar voru í næsta mánuði. Lítinn sem engan stuðning er að finna hjá þeirri stofnun fyrir söngvara og ljóst að eitthvað verður að breytast sem allra fyrst. Árlega er mikill fjöldi söngvara sem sækir um og fær ekki launastyrk. Ég saknaði þess mikið í ár að sjá ekkert af eftirfarandi nöfnin á listanum: Bjarni Thor Kristinsson, Hallveig Rúnarsdóttir, Björk Níelsdóttir, Eyjólfur Eyjólfsson, Andri Björn Róbertsson, Álfheiður Erla Guðmundsdóttir, Dísella Lárusdóttir, Hrafnhildur Árnadóttir, Jón Svavar Jósefsson, Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir, Hildigunnur Einarsdóttir, Sigridur Osk Kristjansdottir, Gissur Páll Gissurarson Hlin Petursdottir, Lilja Guðmundsdóttir, Margrét Hrafnsdóttir, Ása Fanney Gestsdottir, Hanna Dóra Sturludóttir, Kristinn Sigmundsson, Ísabella Leifsdóttir, Jóhann Smári Sævarsson, Elmar Gilbertsson, Sven Hjörleifsson, Harpa Ósk Björnsdóttir, Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir, Þórunn Vala Valdimarsdóttir, Þórhallur Auður Helgason, Sólveig Sigurðardóttir, Ragnar Pétur Jóhannsson, Aron Axel Cortes, Magnús Hallur Jónsson, Lilja Dögg Gunnarsdóttir, Oddur Arnþór Jónsson, Jóhann Kristinsson, Bryndís Guðjónsdóttir, Alexander Jarl Þorsteinsson, Jóna G. Kolbrúnardóttir, Arnheiður Eiríksdóttir, Rannveig Káradóttir, Karin Björg Torbjörnsdóttir, Kristján Jóhannesson, Pétur Oddbergur Heimisson, Hafsteinn Þórólfsson, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Kolbeinn Jón Ketilsson, Herdís Anna Jónasdóttir, Gunnar Guðbjörnsson, Þóra Einarsdottir, Kristin Einarsdottir Mantyla, Heiðdís Hanna Sigurðardóttir, Viðar Gunnarsson, Erla Dóra Vogler, Hugi Jónsson, Agnes Thorsteins, Svanhildur Pálmadóttir, Valdís Gregory, Anna Vala Ólafsdóttir, Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir, Þorsteinn Freyr Sigurðsson, Philip Barkhudarov, María Konráðsdóttir, Kristín Sveinsdóttir, Auður Gunnarsdóttir, Edda Austmann, Fjóla Kristín Nikulásdóttir, Fjölnir Ólafsson, Þorkell H. Sigfússon, Örn Ýmir Arason, Ólafur Freyr Birkisson, Ingibjörg Fríða Helgadóttir, Hrólfur Sæmundsson og Eyrún Unnarsdóttir. Þetta er alls ekki tæmandi söngvaralisti, ég veit ekki fyrir víst hvort allt þetta góða fólk sótti um en þetta eru dæmi um þrautþjálfaða, hámenntaða og reynslumikla söngvara sem verða eflaust margir að leita á önnur mið í atvinnuleit. Einnig má benda á að enginn klassískur píanisti hlaut úthlutun í ár. Sú staðreynd ein og sér er hrikaleg og einhverjir verkferlar ættu að vera til staðar sem koma í veg fyrir að það geti komið fyrir. Þetta er vægast sagt dapurlegt, sérstaklega fyrir píanistana sjálfa en einnig fyrir áheyrendur og alla þá söngvara og hljóðfæraleikara sem vinna náið með þeim. Ég legg til að: mánaðarfjöldi starfslaunasjóða tónlistarflytjenda og sviðslistafólks verði hækkaðir eins og skot upp í 400 mánuði. Við erum í miðjum heimsfaraldi og þurfum meiri en ekki minni stuðning til að komast í gegnum þetta, bransinn hefur gjörsamlega hrunið og tónlistarflytjendur og sviðslistafólk eru í grafalvarlegri og sérlega viðkvæmri stöðu. Óvissan er algjör og yfirþyrmandi. Þetta veit ríkisstjórnin fullvel og hún verður að bregðast strax við. að Þjóðarópera verði sett á laggirnar sem fyrst svo hægt sé að tryggja einhvers konar starfsvettvang, sátt og starfsöryggi fyrir klassíska söngvara og þeirra samstarfsfólk. Um leið verður fagþekkingu viðhaldið og þjóðin öll fær að njóta. Með von um mjög skjót viðbrögð, Guja Sandholt Höfundur er sjálfstætt starfandi söngkona og listrænn stjórnandi Óperudaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Menning Listamannalaun Íslenska óperan Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Sjá meira
Ég óska öllum listamönnum sem hlutu úthlutun í ár hjartanlega til hamingju sem og þjóðinni allri! Það verður spennandi að fylgjast með flottu listrænu starfi í öllum listgreinum á árinu og ljóst er að við munum öll góðs af njóta. Um leið vil ég vekja athygli á nokkrum staðreyndum varðandi launasjóð tónlistarflytjenda því í sannleika sagt, er ég mjög áhyggjufull: Einungis 180 mánuðir eru í boði fyrir tónlistarflytjendur í ár. Í fyrra var 315 mánuðum úthlutað í sama flokki enda ástandið slæmt vegna Covid. Staðan hefur alls ekki breyst til batnaðar eins og alþjóð veit. Tónlistarflytjendur sem sækja um launin, keppa um samtals 180 mánuði sem eru árslaun fyrir einungis 10,5 tónlistarmenn (einnig hægt að miða við 15 tónlistarmenn í 67% hlutastarfi). 180 mánaða listamannalaun eru svipuð upphæð og árslaun forsætisráðherra í þrjú ár - svona til að setja hlutina í samhengi. Vert er að taka fram að listamannalaun eru verktakagreiðslur en ekki launþegagreiðslur og upphæðin er 490.920 þúsund á mánuði. Svipaða sögu er að segja um starfslaunasjóð sviðslistafólks, í fyrra voru mánuðirnir 307 en eru 190 í ár. Mig langar að minnast á nokkrar staðreyndir varðandi starfsumhverfi klassískra söngvara því það stendur mér nærri (hvet um leið aðra tónlistarflytjendur til að skoða og vekja athygli á sinni stöðu): Aðeins þrír klassískir söngvarar fá samtals 22 mánuði í ár úr tónflytjendasjóði. Þetta eru þrír frábærir söngvarar sem eiga það svo sannarlega skilið. Í fyrra fengu 12 klassískir söngvarar samtals 73 mánuði eða um 317% meira Ekkert starfsöryggi er fyrir klassíska söngvara á Íslandi, ekki er ein föst staða í boði, samt er hægt að stunda háskólanám í faginu í LHÍ. Listamenn fá að vita um miðjan janúar hvort þeir fái úthlutun eða ei það ár. Ef svarið er neikvætt, eru miklar líkur á að ekkert þeirra verkefna sem viðkomandi umsækjandi hugðist standa að, geti orðið að veruleika. Þetta er óboðleg staða og óþolandi að úthlutanir séu ávallt svona seint. Hvers vegna er ekki hægt að svara nokkrum mánuðum fyrr? Fólki á almennum vinnumarkaði þætti eflaust óþægilegt að fá að vita um miðjan mánuð að þann mánuð fengi það því miður engin laun. Eftir þessa úthlutun, líður mér satt best að segja eins og það eigi að þurrka fagið okkar út. Íslenska óperan stendur fyrir mjög fáum viðburðum og aflýsti í fyrradag sýningum á Valkyrjunni eftir Richard Wagner sem fyrirhugaðar voru í næsta mánuði. Lítinn sem engan stuðning er að finna hjá þeirri stofnun fyrir söngvara og ljóst að eitthvað verður að breytast sem allra fyrst. Árlega er mikill fjöldi söngvara sem sækir um og fær ekki launastyrk. Ég saknaði þess mikið í ár að sjá ekkert af eftirfarandi nöfnin á listanum: Bjarni Thor Kristinsson, Hallveig Rúnarsdóttir, Björk Níelsdóttir, Eyjólfur Eyjólfsson, Andri Björn Róbertsson, Álfheiður Erla Guðmundsdóttir, Dísella Lárusdóttir, Hrafnhildur Árnadóttir, Jón Svavar Jósefsson, Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir, Hildigunnur Einarsdóttir, Sigridur Osk Kristjansdottir, Gissur Páll Gissurarson Hlin Petursdottir, Lilja Guðmundsdóttir, Margrét Hrafnsdóttir, Ása Fanney Gestsdottir, Hanna Dóra Sturludóttir, Kristinn Sigmundsson, Ísabella Leifsdóttir, Jóhann Smári Sævarsson, Elmar Gilbertsson, Sven Hjörleifsson, Harpa Ósk Björnsdóttir, Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir, Þórunn Vala Valdimarsdóttir, Þórhallur Auður Helgason, Sólveig Sigurðardóttir, Ragnar Pétur Jóhannsson, Aron Axel Cortes, Magnús Hallur Jónsson, Lilja Dögg Gunnarsdóttir, Oddur Arnþór Jónsson, Jóhann Kristinsson, Bryndís Guðjónsdóttir, Alexander Jarl Þorsteinsson, Jóna G. Kolbrúnardóttir, Arnheiður Eiríksdóttir, Rannveig Káradóttir, Karin Björg Torbjörnsdóttir, Kristján Jóhannesson, Pétur Oddbergur Heimisson, Hafsteinn Þórólfsson, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Kolbeinn Jón Ketilsson, Herdís Anna Jónasdóttir, Gunnar Guðbjörnsson, Þóra Einarsdottir, Kristin Einarsdottir Mantyla, Heiðdís Hanna Sigurðardóttir, Viðar Gunnarsson, Erla Dóra Vogler, Hugi Jónsson, Agnes Thorsteins, Svanhildur Pálmadóttir, Valdís Gregory, Anna Vala Ólafsdóttir, Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir, Þorsteinn Freyr Sigurðsson, Philip Barkhudarov, María Konráðsdóttir, Kristín Sveinsdóttir, Auður Gunnarsdóttir, Edda Austmann, Fjóla Kristín Nikulásdóttir, Fjölnir Ólafsson, Þorkell H. Sigfússon, Örn Ýmir Arason, Ólafur Freyr Birkisson, Ingibjörg Fríða Helgadóttir, Hrólfur Sæmundsson og Eyrún Unnarsdóttir. Þetta er alls ekki tæmandi söngvaralisti, ég veit ekki fyrir víst hvort allt þetta góða fólk sótti um en þetta eru dæmi um þrautþjálfaða, hámenntaða og reynslumikla söngvara sem verða eflaust margir að leita á önnur mið í atvinnuleit. Einnig má benda á að enginn klassískur píanisti hlaut úthlutun í ár. Sú staðreynd ein og sér er hrikaleg og einhverjir verkferlar ættu að vera til staðar sem koma í veg fyrir að það geti komið fyrir. Þetta er vægast sagt dapurlegt, sérstaklega fyrir píanistana sjálfa en einnig fyrir áheyrendur og alla þá söngvara og hljóðfæraleikara sem vinna náið með þeim. Ég legg til að: mánaðarfjöldi starfslaunasjóða tónlistarflytjenda og sviðslistafólks verði hækkaðir eins og skot upp í 400 mánuði. Við erum í miðjum heimsfaraldi og þurfum meiri en ekki minni stuðning til að komast í gegnum þetta, bransinn hefur gjörsamlega hrunið og tónlistarflytjendur og sviðslistafólk eru í grafalvarlegri og sérlega viðkvæmri stöðu. Óvissan er algjör og yfirþyrmandi. Þetta veit ríkisstjórnin fullvel og hún verður að bregðast strax við. að Þjóðarópera verði sett á laggirnar sem fyrst svo hægt sé að tryggja einhvers konar starfsvettvang, sátt og starfsöryggi fyrir klassíska söngvara og þeirra samstarfsfólk. Um leið verður fagþekkingu viðhaldið og þjóðin öll fær að njóta. Með von um mjög skjót viðbrögð, Guja Sandholt Höfundur er sjálfstætt starfandi söngkona og listrænn stjórnandi Óperudaga.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar