Martial segir Ralf ljúga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. janúar 2022 10:31 Anthony Martial segir Ralf Rangnick hafa logið í viðtali eftir jafntefli Man Utd og Aston Villa. Alex Livesey/Getty Images Lífið virðist ekki leika við Manchester United þessa dagana. Liðið henti frá sér 2-0 forystu gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni og nú hefur Anthony Martial, franski framherji liðsins, ásakað þjálfara þess um lygar. Það vakti athygli að Man United mætti með aðeins átta varamenn í leikinn gegn Villa í Birmingham í gær þegar það mega vera níu leikmenn á bekknum. Þar af voru tveir markverðir. Ralf Rangnick, þjálfari gestanna, var spurður út í ástæðuna eftir súrt 2-2 jafntefli þar sem hans menn hentu frá sér tveggja marka forystu í síðari hálfleik leiksins. Ástæðan var einföld sagði sá þýski. Anthony Martial hefði verið á bekknum en hann vildi ekki ferðast með félaginu, eða svo sagði Rangnick. Hinn 26 ára gamli Martial hefur lýst því yfir að hann vilji yfirgefa félagið en hann var ekki alveg tilbúinn að kvitta upp á þessa útskýringu þjálfarans. Hann birti skilaboð á Instagram-síðu sinni þar sem hann segir Ralf einfaldlega ljúga. „Ég myndi aldrei neita að spila leik fyrir Manchester United. Ég hef verið hér í sjö ár og ég hef og mun aldrei vanvirða félagið né stuðningsfólk.“ Það er ljóst að maðkur er í mysunni og að hveitibrauðsdagar Ralfs í Manchester eru löngur búnir, ef þeir þá hófust einhvern tímann. Manchester United er í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 32 stig, fimm stigum minna en West Ham United sem er í 4. sæti og á leik til góða. Ralf Rangnick, þjálfari Manchester United.EPA-EFE/PETER POWEL Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjá meira
Það vakti athygli að Man United mætti með aðeins átta varamenn í leikinn gegn Villa í Birmingham í gær þegar það mega vera níu leikmenn á bekknum. Þar af voru tveir markverðir. Ralf Rangnick, þjálfari gestanna, var spurður út í ástæðuna eftir súrt 2-2 jafntefli þar sem hans menn hentu frá sér tveggja marka forystu í síðari hálfleik leiksins. Ástæðan var einföld sagði sá þýski. Anthony Martial hefði verið á bekknum en hann vildi ekki ferðast með félaginu, eða svo sagði Rangnick. Hinn 26 ára gamli Martial hefur lýst því yfir að hann vilji yfirgefa félagið en hann var ekki alveg tilbúinn að kvitta upp á þessa útskýringu þjálfarans. Hann birti skilaboð á Instagram-síðu sinni þar sem hann segir Ralf einfaldlega ljúga. „Ég myndi aldrei neita að spila leik fyrir Manchester United. Ég hef verið hér í sjö ár og ég hef og mun aldrei vanvirða félagið né stuðningsfólk.“ Það er ljóst að maðkur er í mysunni og að hveitibrauðsdagar Ralfs í Manchester eru löngur búnir, ef þeir þá hófust einhvern tímann. Manchester United er í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 32 stig, fimm stigum minna en West Ham United sem er í 4. sæti og á leik til góða. Ralf Rangnick, þjálfari Manchester United.EPA-EFE/PETER POWEL
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjá meira