Ráð fyrir bandamenn mannréttindabaráttu fatlaðs fólks Sunna Dögg Ágústsdóttir skrifar 17. janúar 2022 12:00 Ég heiti Sunna Dögg Ágústsdóttir og ég er fötluð. Í þessari grein mun ég gefa ráð fyrir bandamenn mannréttindabaráttu fatlaðs fólks, hafið þó í huga að ég er bara ein fötluð manneskja og get því ekki talað fyrir hönd alls fatlaðs fólks. Eitt það mikilvægasta sem bandamaður getur gert (að mínu mati) er að hjálpa röddum fatlaðs fólks að heyrast. Það þýðir að tala ekki yfir fatlaðar raddir og benda öðru fólki á þegar það talar yfir fatlað fólk. Það þýðir þó ekki að rödd þín sem bandamaður sé ekki mikilvæg, heldur aðeins að þú verðir að nota hana á réttum stað og tíma til þess að hjálpa málstaðnum. Einnig er mjög mikilvægt að horfast í augu við sína eigin fordóma, líka fyrir fatlað fólk. Það virðast fáir átta sig á því að fötlunarfordómar eru líka algengir innan hópa fólks sem er fatlað sjálft. Það réttlætir þó þessa fordóma engan veginn. Að mínu mati sannar þetta aðeins að fötlunarfordómar geta verið til staðar hvar sem er og þess vegna verðum við að vera á varðbergi gagnvart þeim. Nú ætla ég að ávarpa aðstandendur fatlaðs fólks: lang flest ykkar eru alveg frábærar manneskjur, en ég verð að benda á að það eru til aðstandendur fatlaðs fólks sem láta fötlun vinar/vinkonu, ættingja eða annars konar aðstandanda snúast um sig. Þetta er mjög skaðlegt. Við höfum líklega flest séð myndir, sjónvarpsþætti eða jafnvel auglýsingar sem tala aðeins um hvernig fötlun hefur áhrif á aðstandendur fatlaðs fólks, en ekki á fötluðu manneskjuna sjálfa. Þessar myndir/þættir/auglýsingar virðast oft reyna að sjá aðeins erfiðu hlið fötlunar (sem er ekki einu sinni fötluðu manneskjunni að kenna) og biðja áhorfendur um að vorkenna fjölskyldu fötluðu manneskjunnar fyrir að eiga fatlaðan aðstandanda. Þetta er ömurlegt og mjög skaðlegt mannréttindabaráttu fatlaðs fólks. Aftur, ég er ekki að segja að margir aðstandendur séu svoleiðis, ég er aðeins að benda á þetta. Það er ekki í lagi að hunsa og tala yfir fatlaðar raddir. Punktur. Ég ætla einnig að nefna nokkra hluti sem tengjast einhverfu (ég er einhverf). Númer eitt: Autism Speaks er ekki gott samband. Það talar oft um að útrýma einhverfu og berst ekki fyrir vilja einhverfa samfélagsins. Það eru einhverjir sem styðja Autism speaks, en mjög fáir einhverfir einstaklingar. Þess finnst mér það að við ættum ekki að nota púsluspilið til þess að tákna einhverfu (það var hugmynd Autism Speaks að tákna einhverfu með púsluspilsbitanum) og ekki kalla apríl bláan mánuð (blár táknar Autism Speaks og apríl er mánuður einhverfra). Númer tvö: ekki nota einhverft fólk til þess að líta vel út. Við erum manneskjur, ekki blómavasar sem eiga að sitja þöglir úti í horni til þess að láta stjórnmálamönnum eða viðskiptamönnum líða eins og þeir styðji einhverft fólk. Rétta leiðin til þess að styðja einhverft fólk er að hafa samráð við okkur og leyfa okkur alltaf að tjá eigin skoðanir, ekki bara þegar það hentar öðru fólki. Númer þrjú: við erum ekki byrði! Það er ekki okkur að kenna að við fæddumst inn í samfélag sem virðir ekki okkar þarfir. Númer fjögur: Það þarf ekki að “laga” okkur! Það þarf að laga samfélagið. Við völdum ekki að vera einhverf, en ég hef aldrei nokkurn tímann heyrt af einhverfri manneskju sem mundi ákveða að vera ekki einhverf ef valið væri fyrir hendi. Það er vegna þess að það er ekki hægt að taka einhverfu af einstaklingi án þess að taka allt sem gerir þennann einstakling hann sjálfann. Takk fyrir að lesa þessa grein, mikið af þessu verður örugglega óvinsælt, en þetta þurfti að vera sagt. Höfundur er verkefnastjóri ungmennaráðs Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Sunna Dögg Ágústsdóttir Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Ég heiti Sunna Dögg Ágústsdóttir og ég er fötluð. Í þessari grein mun ég gefa ráð fyrir bandamenn mannréttindabaráttu fatlaðs fólks, hafið þó í huga að ég er bara ein fötluð manneskja og get því ekki talað fyrir hönd alls fatlaðs fólks. Eitt það mikilvægasta sem bandamaður getur gert (að mínu mati) er að hjálpa röddum fatlaðs fólks að heyrast. Það þýðir að tala ekki yfir fatlaðar raddir og benda öðru fólki á þegar það talar yfir fatlað fólk. Það þýðir þó ekki að rödd þín sem bandamaður sé ekki mikilvæg, heldur aðeins að þú verðir að nota hana á réttum stað og tíma til þess að hjálpa málstaðnum. Einnig er mjög mikilvægt að horfast í augu við sína eigin fordóma, líka fyrir fatlað fólk. Það virðast fáir átta sig á því að fötlunarfordómar eru líka algengir innan hópa fólks sem er fatlað sjálft. Það réttlætir þó þessa fordóma engan veginn. Að mínu mati sannar þetta aðeins að fötlunarfordómar geta verið til staðar hvar sem er og þess vegna verðum við að vera á varðbergi gagnvart þeim. Nú ætla ég að ávarpa aðstandendur fatlaðs fólks: lang flest ykkar eru alveg frábærar manneskjur, en ég verð að benda á að það eru til aðstandendur fatlaðs fólks sem láta fötlun vinar/vinkonu, ættingja eða annars konar aðstandanda snúast um sig. Þetta er mjög skaðlegt. Við höfum líklega flest séð myndir, sjónvarpsþætti eða jafnvel auglýsingar sem tala aðeins um hvernig fötlun hefur áhrif á aðstandendur fatlaðs fólks, en ekki á fötluðu manneskjuna sjálfa. Þessar myndir/þættir/auglýsingar virðast oft reyna að sjá aðeins erfiðu hlið fötlunar (sem er ekki einu sinni fötluðu manneskjunni að kenna) og biðja áhorfendur um að vorkenna fjölskyldu fötluðu manneskjunnar fyrir að eiga fatlaðan aðstandanda. Þetta er ömurlegt og mjög skaðlegt mannréttindabaráttu fatlaðs fólks. Aftur, ég er ekki að segja að margir aðstandendur séu svoleiðis, ég er aðeins að benda á þetta. Það er ekki í lagi að hunsa og tala yfir fatlaðar raddir. Punktur. Ég ætla einnig að nefna nokkra hluti sem tengjast einhverfu (ég er einhverf). Númer eitt: Autism Speaks er ekki gott samband. Það talar oft um að útrýma einhverfu og berst ekki fyrir vilja einhverfa samfélagsins. Það eru einhverjir sem styðja Autism speaks, en mjög fáir einhverfir einstaklingar. Þess finnst mér það að við ættum ekki að nota púsluspilið til þess að tákna einhverfu (það var hugmynd Autism Speaks að tákna einhverfu með púsluspilsbitanum) og ekki kalla apríl bláan mánuð (blár táknar Autism Speaks og apríl er mánuður einhverfra). Númer tvö: ekki nota einhverft fólk til þess að líta vel út. Við erum manneskjur, ekki blómavasar sem eiga að sitja þöglir úti í horni til þess að láta stjórnmálamönnum eða viðskiptamönnum líða eins og þeir styðji einhverft fólk. Rétta leiðin til þess að styðja einhverft fólk er að hafa samráð við okkur og leyfa okkur alltaf að tjá eigin skoðanir, ekki bara þegar það hentar öðru fólki. Númer þrjú: við erum ekki byrði! Það er ekki okkur að kenna að við fæddumst inn í samfélag sem virðir ekki okkar þarfir. Númer fjögur: Það þarf ekki að “laga” okkur! Það þarf að laga samfélagið. Við völdum ekki að vera einhverf, en ég hef aldrei nokkurn tímann heyrt af einhverfri manneskju sem mundi ákveða að vera ekki einhverf ef valið væri fyrir hendi. Það er vegna þess að það er ekki hægt að taka einhverfu af einstaklingi án þess að taka allt sem gerir þennann einstakling hann sjálfann. Takk fyrir að lesa þessa grein, mikið af þessu verður örugglega óvinsælt, en þetta þurfti að vera sagt. Höfundur er verkefnastjóri ungmennaráðs Þroskahjálpar.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar