Hinir hljóðu og jafnvel gleymdu framlínustarfsmenn Þórdís Hulda Tómasdóttir skrifar 18. janúar 2022 11:00 Í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum er mikið rætt um hvar álagið sé mest, margir hópar láta í sér heyra og þetta getur jafnvel farið að hljóma eins og einhverskonar keppni í hver hefur það verst og hver sé undir mestu álagi Það er ekkert launungarmál að það er mikið álag á þjóðarsjúkrahúsi allra landsmanna og á heilsugæslunni. Komið hefur fram í fréttum að það standi til að launa framlínustarfsfólki LSH sérstaklega fyrir að standa vaktina undir þessu álagi. Sem er frábært og eiga þau það öll án efa skilið. Víða annars staðar í velferðarþjónustu starfar stór hópur fólks, hljóður hópur fólks, t.d. á hjúkrunarheimilum, heilbrigðisstofnunum og sambýlum. Þessi hópur sinnir umönnun aldraðra, hrumra og langveikra og hefur covid-19 haft mikil áhrif á störf þeirra. Hvert einasta hjúkrunarheimili og hver einasta stofnun fer heldur ekki varhluta af heimsfaraldrinum. Margt starfsfólk er frá vegna sóttkvíar og einangrunar. Það veldur auknu álagi á samstarfsfólk sem veldur álagi á aðra starfsmenn sem vinnur meira, hraðar og taka hverja aukavaktina á fætur annarri til að mögulegt sé að sinna grunnþörfum íbúa og skjólstæðinga. Nánast hvert einasta hjúkrunarheimili og margar stofnanir hafa eða eru að sinna íbúum og skjólstæðingum sem eru í sóttkví og/eða einangrun vegna Covid-19. Þeim sinnir þessi hópur þegjandi og hljóðalaust í hlífðarbúnaði í vaktavinnu allan sólarhringinn. Ég þori að fullyrða að næstum hver einasti starfsmaður hjúkrunarheimilis hefur nánast verið í sjálfskipaðri sóttkví í hverri einustu bylgju sem yfir okkur hefur gengið. Enda sýna tölur frá afdrifum faraldursins á þennan hóp á Íslandi það glögglega. Hræðslan við að smita íbúaog skjóstæðinga er mikil og fólk upplifir hræðslu vegna hugsanlegrar smitskammar sem á alls ekki við rök að styðjast, sér í lagi við þessu afbrigði sem geisar núna. Sem er líkt og vatn sem flæðir allstaðar að og við komumst ekki hjá. Sem betur fer er afbrigðið einnig vægara hjá flestum í þessum hópi skjólstæðinga. Margt starfsfólk tekur „covid-stöðuna“ á sér fyrir hverja vakt og kvíðir hverjum einasta degi. Þau mæta samt til vinnu alveg sama hvað og standa sig eins og hetjur við að sinna þeim sem þurfa á aðstoð að halda. Þetta fólk á svo sannarlega skilið fjárhagslega umbun frá yfirvöldum og hrósum frá samfélaginu. Ég er allavega ótrúlega stolt og hreykin af því að tilheyra þessum starfsmannahópi. Höfundur er framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs Eirar, Skjóls og Hamra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjúkrunarheimili Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum er mikið rætt um hvar álagið sé mest, margir hópar láta í sér heyra og þetta getur jafnvel farið að hljóma eins og einhverskonar keppni í hver hefur það verst og hver sé undir mestu álagi Það er ekkert launungarmál að það er mikið álag á þjóðarsjúkrahúsi allra landsmanna og á heilsugæslunni. Komið hefur fram í fréttum að það standi til að launa framlínustarfsfólki LSH sérstaklega fyrir að standa vaktina undir þessu álagi. Sem er frábært og eiga þau það öll án efa skilið. Víða annars staðar í velferðarþjónustu starfar stór hópur fólks, hljóður hópur fólks, t.d. á hjúkrunarheimilum, heilbrigðisstofnunum og sambýlum. Þessi hópur sinnir umönnun aldraðra, hrumra og langveikra og hefur covid-19 haft mikil áhrif á störf þeirra. Hvert einasta hjúkrunarheimili og hver einasta stofnun fer heldur ekki varhluta af heimsfaraldrinum. Margt starfsfólk er frá vegna sóttkvíar og einangrunar. Það veldur auknu álagi á samstarfsfólk sem veldur álagi á aðra starfsmenn sem vinnur meira, hraðar og taka hverja aukavaktina á fætur annarri til að mögulegt sé að sinna grunnþörfum íbúa og skjólstæðinga. Nánast hvert einasta hjúkrunarheimili og margar stofnanir hafa eða eru að sinna íbúum og skjólstæðingum sem eru í sóttkví og/eða einangrun vegna Covid-19. Þeim sinnir þessi hópur þegjandi og hljóðalaust í hlífðarbúnaði í vaktavinnu allan sólarhringinn. Ég þori að fullyrða að næstum hver einasti starfsmaður hjúkrunarheimilis hefur nánast verið í sjálfskipaðri sóttkví í hverri einustu bylgju sem yfir okkur hefur gengið. Enda sýna tölur frá afdrifum faraldursins á þennan hóp á Íslandi það glögglega. Hræðslan við að smita íbúaog skjóstæðinga er mikil og fólk upplifir hræðslu vegna hugsanlegrar smitskammar sem á alls ekki við rök að styðjast, sér í lagi við þessu afbrigði sem geisar núna. Sem er líkt og vatn sem flæðir allstaðar að og við komumst ekki hjá. Sem betur fer er afbrigðið einnig vægara hjá flestum í þessum hópi skjólstæðinga. Margt starfsfólk tekur „covid-stöðuna“ á sér fyrir hverja vakt og kvíðir hverjum einasta degi. Þau mæta samt til vinnu alveg sama hvað og standa sig eins og hetjur við að sinna þeim sem þurfa á aðstoð að halda. Þetta fólk á svo sannarlega skilið fjárhagslega umbun frá yfirvöldum og hrósum frá samfélaginu. Ég er allavega ótrúlega stolt og hreykin af því að tilheyra þessum starfsmannahópi. Höfundur er framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs Eirar, Skjóls og Hamra.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar