Viðskiptasiðferði N1 sturtað niður í holræsið Vilhjálmur Birgisson skrifar 20. janúar 2022 11:01 Í fréttum í gær var afhjúpað enn og aftur hvernig neytendur á Íslandi eru svívirðilega blekktir, allt til þess eins að fullnægja arðsemisgræðginni sem skekur fjölmörg stór fyrirtæki á Íslandi. Í þessu tilfelli er um að ræða fyrirtækið N1 sem er í eigu Festi, en N1 er sakað réttilega um ógeðfelldar blekkingar þar sem fyrirtækið hefur selt viðskipta“vinum“ rafmagn í gegnum svokallaða þrautavaraleið á 73% hærra verði en því sem auglýst er. Grandalausir neytendur sem eru að flytja sig á milli heimila átta sig ekki á þeim blekkingum sem N1 hefur tekist að ástunda vegna glufu í regluverkinu. Í gegnum þessa glufu hefur N1 tekist að soga til sín um þúsund „viðskiptavini“ í hverjum mánuði á grundvelli þess að þeir séu með lægsta verðið þegar raunin er sú að þeir eru með hæsta verðið, ef neytandinn skráir sig ekki formlega í viðskipti hjá þeim. Formaður Neytendasamtakanna segir að þeir sem festast í þessu blekkingarneti hjá N1 greiði að meðaltali 24 þúsund krónum meira á ári vegna þessa. En sú upphæð er um 10% af þeirri launahækkun sem verkafólk fékk í fyrra! Það er rétt að upplýsa fyrir þá sem ekki vita að N1 tilheyrir Festi sem á og rekur Krónuna, Elko og N1 og hverjir skyldu vera meirihlutaeigendur í Festi, jú það eru lífeyrissjóðir launafólks sem eiga uppundir 70% í Festi. Hugsið ykkur að það eru lífeyrissjóðir launafólks sem eiga um 70% í N1 sem sakað er réttilega um að blekkja neytendur með svívirðilegum hætti. Og því spyr maður sig eðlilega: Hvað ætla stjórnendur lífeyrissjóða launamanna að gera með þessar ásakanir sem hafa kostað þá sem hafa lent í þessu blekkingarneti um 10% af launahækkun sem kom til framkvæmda í fyrra? Ætla stjórnendur lífeyrissjóðanna að brosa breitt því arðsemisgræðgi lífeyrissjóðanna skiptir þá öllu máli, algjörlega óháð því að verið sé að arðræna neytendur og launafólk með grófum blekkingum? Hvað ætla fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar sem sitja inni í stjórnum þessara lífeyrissjóða sem eiga um 70% í þessu fyrirtæki sem hefur með blekkingum haft fé af launafólki, að gera? Mitt mat er að hér hefur siðleysi þeirra sem stjórna þessu fyrirtæki gagnvart neytendum verið afhjúpað með afgerandi hætti sem kallar á hörð viðbrögð lífeyrissjóðanna sem eiga eins og áður sagði 70% í þessu umrædda fyrirtæki. Eigendur lífeyrissjóðanna eiga og verða að gera skýlausa kröfu um að þeir stjórnendur hjá Festi sem bera ábyrgð á þessum blekkingum verði látnir gjalda fyrir það. Neytendur hljóta að spyrja sig þegar stjórnendur Festi víla ekki fyrir sér að notfæra sér svona glufu í regluverkinu til að hafa fé af neytendum með blekkingum á raforkumarkaði hvort blekkingum sé ekki einnig beitt á öðrum sviðum fyrirtækisins eins og í gegnum Krónuna og Elko. Munum að lífeyrissjóðirnir eiga 70% í matvæta- og eldneytismarkaði, 50% í trygginga-og fjarskiptamarkaði og sem eigendur í þessum geirum er aðalmarkmiðið arðsemi og aftur arðsemi og virðist það vera að afhjúpast enn og aftur að til að fullnægja arðsemisgræðginni að fullu þá séu þessir stjórnendur tilbúnir til að beita neytendur öllum siðlausum brögðum til að hámarka arðsemina. En munum að það eru neytendur sem þurfa að greiða fyrir þessa arðsemisgræðgi sem virðist vera í sumum tilfellum verið náð fram með því að svíkja og blekkja neytendur enda sýnir þetta mál að viðskiptasiðleysi stjórnenda Festi hefur náð nýjum botni. Það er algerlega mitt mat að stjórnendur lífeyrissjóðanna og sérstaklega fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar geta ekki og mega ekki láta þessar blekkingar átölulausar og því verða þeir að knýja í gegn að þeir sem bera ábyrgð á þessum blekkingum víki ella komi lífeyrissjóðirnir sér í burtu frá fyrirtæki sem hefur sturtað öllu siðferði gagnvart neytendum í holræsið. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Neytendur Orkumál Mest lesið Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Í fréttum í gær var afhjúpað enn og aftur hvernig neytendur á Íslandi eru svívirðilega blekktir, allt til þess eins að fullnægja arðsemisgræðginni sem skekur fjölmörg stór fyrirtæki á Íslandi. Í þessu tilfelli er um að ræða fyrirtækið N1 sem er í eigu Festi, en N1 er sakað réttilega um ógeðfelldar blekkingar þar sem fyrirtækið hefur selt viðskipta“vinum“ rafmagn í gegnum svokallaða þrautavaraleið á 73% hærra verði en því sem auglýst er. Grandalausir neytendur sem eru að flytja sig á milli heimila átta sig ekki á þeim blekkingum sem N1 hefur tekist að ástunda vegna glufu í regluverkinu. Í gegnum þessa glufu hefur N1 tekist að soga til sín um þúsund „viðskiptavini“ í hverjum mánuði á grundvelli þess að þeir séu með lægsta verðið þegar raunin er sú að þeir eru með hæsta verðið, ef neytandinn skráir sig ekki formlega í viðskipti hjá þeim. Formaður Neytendasamtakanna segir að þeir sem festast í þessu blekkingarneti hjá N1 greiði að meðaltali 24 þúsund krónum meira á ári vegna þessa. En sú upphæð er um 10% af þeirri launahækkun sem verkafólk fékk í fyrra! Það er rétt að upplýsa fyrir þá sem ekki vita að N1 tilheyrir Festi sem á og rekur Krónuna, Elko og N1 og hverjir skyldu vera meirihlutaeigendur í Festi, jú það eru lífeyrissjóðir launafólks sem eiga uppundir 70% í Festi. Hugsið ykkur að það eru lífeyrissjóðir launafólks sem eiga um 70% í N1 sem sakað er réttilega um að blekkja neytendur með svívirðilegum hætti. Og því spyr maður sig eðlilega: Hvað ætla stjórnendur lífeyrissjóða launamanna að gera með þessar ásakanir sem hafa kostað þá sem hafa lent í þessu blekkingarneti um 10% af launahækkun sem kom til framkvæmda í fyrra? Ætla stjórnendur lífeyrissjóðanna að brosa breitt því arðsemisgræðgi lífeyrissjóðanna skiptir þá öllu máli, algjörlega óháð því að verið sé að arðræna neytendur og launafólk með grófum blekkingum? Hvað ætla fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar sem sitja inni í stjórnum þessara lífeyrissjóða sem eiga um 70% í þessu fyrirtæki sem hefur með blekkingum haft fé af launafólki, að gera? Mitt mat er að hér hefur siðleysi þeirra sem stjórna þessu fyrirtæki gagnvart neytendum verið afhjúpað með afgerandi hætti sem kallar á hörð viðbrögð lífeyrissjóðanna sem eiga eins og áður sagði 70% í þessu umrædda fyrirtæki. Eigendur lífeyrissjóðanna eiga og verða að gera skýlausa kröfu um að þeir stjórnendur hjá Festi sem bera ábyrgð á þessum blekkingum verði látnir gjalda fyrir það. Neytendur hljóta að spyrja sig þegar stjórnendur Festi víla ekki fyrir sér að notfæra sér svona glufu í regluverkinu til að hafa fé af neytendum með blekkingum á raforkumarkaði hvort blekkingum sé ekki einnig beitt á öðrum sviðum fyrirtækisins eins og í gegnum Krónuna og Elko. Munum að lífeyrissjóðirnir eiga 70% í matvæta- og eldneytismarkaði, 50% í trygginga-og fjarskiptamarkaði og sem eigendur í þessum geirum er aðalmarkmiðið arðsemi og aftur arðsemi og virðist það vera að afhjúpast enn og aftur að til að fullnægja arðsemisgræðginni að fullu þá séu þessir stjórnendur tilbúnir til að beita neytendur öllum siðlausum brögðum til að hámarka arðsemina. En munum að það eru neytendur sem þurfa að greiða fyrir þessa arðsemisgræðgi sem virðist vera í sumum tilfellum verið náð fram með því að svíkja og blekkja neytendur enda sýnir þetta mál að viðskiptasiðleysi stjórnenda Festi hefur náð nýjum botni. Það er algerlega mitt mat að stjórnendur lífeyrissjóðanna og sérstaklega fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar geta ekki og mega ekki láta þessar blekkingar átölulausar og því verða þeir að knýja í gegn að þeir sem bera ábyrgð á þessum blekkingum víki ella komi lífeyrissjóðirnir sér í burtu frá fyrirtæki sem hefur sturtað öllu siðferði gagnvart neytendum í holræsið. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun