Mátti segja að drengur hefði nauðgað henni en ekki að hann hefði nauðgað öðrum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. janúar 2022 12:12 Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Vísir/Vilhelm. Héraðsdómur Norðurlands eystra telur að gerendum í kynferðisbrotamálum verði fært þöggunarvald yfir þolendum, með aðstoð dómsvalda, megi þolendur ekki tjá sig um reynslu sína nema þeir geti raunverulega sýnt fram á að að brotið hafi átt sér stað. Þetta kemur fram í niðurstöðu héraðsdómsins í máli sem snerist um ummæli sem látin voru falla á Snapchat, þar sem ónafngreind stúlka sakaði ónafngreindan dreng um að hafa nauðgað henni, auk þess sem að hún sagði hann hafa gert það sama við aðrar stelpur. Ummæli stelpunar um að drengurinn hefði nauðgað henni voru látin standa en ummælin um að hann hefði gert það sama við aðrar stelpur voru dæmd dauð og ómerk. Metur dómurinn það svo að fyrri ummælin hafi verið byggð á reynslu stúlkunnar, reynslu sem ekki hafi verið sýnt fram á að sé ósönn en þau seinni hafi verið byggð á sögusögnum. Dómurinn gefur til kynna að þolendur kynferðisbrota hafi rýmri rétt til að tjá sig um eigin reynslu af kynferðisbroti en réttur þeirra sé takmarkaðri þegar kemur að því að tjá sig um sögusagnir. Sendi skilaboð á vinkonu sína Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Norðurlands eystra í nóvember en var birtur í dag. Málið snerist um tvö ummæli sem voru látin falla á samfélagsmiðlinum Snapchat í mars árið 2020. Málsatvik voru þau að ónafngreind stelpa sendi skilaboð á vinkonu sína sem birst hafði á mynd á samfélagsmiðlum, þar sem hún var með ónafgreindum dreng. Spurði hún vinkonuna hvað hún væri að gera með umræddum dreng. Í framhaldinu skrifaði hún eftirfarandi til vinkonunnar á Snapchat. „ok hann nauðgaði mer hann er ástæðan að ég þurfti að flytja til ak"“ Að auki sendi hún eftirfarandi skilaboð til hennar: „allt í lagi er bara að fara ykkur við því að ég er ekki eina gellan sem að hann hefur gert þetta við“ Skjáskot af umræddum ummælum komust í hendur drengsins. Foreldrar hans leituðu þá til lögmanns og sendu stelpunni kröfubréf þar sem farið var fram á að stelpan viðurkenndi að ummælin „hann nauðgaði mér“ og „ég er ekki eina gellan sem að hann hefur gert þetta við væru röng“ væru ómerk og að hún myndi draga þau til baka. Meint brot hans gegn henni rannsökuð af lögreglu Eftir að umrætt kröfubréf barst stelpunni kærði hún drenginn fyrir kynferðisbrot, sem rannsakað var sem meint kynferðisleg áreitni. Hin meintu brot voru sögð hafa átt sér stað á árunum 2018 og 2019 í ótilgreindu þorpi þar sem þau bjuggu bæði. Rannsókn á málinu var felld niður á síðasta ári, þar sem gögn málsins þóttu ekki líkleg til sakfellingar. Mál stúlkunnar gegn drengnum var látið niður falla þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar.Vísir/Vilhelm Vildi drengurinn meina að ummælin hefðu vegið með alvarlegum hætti að æru hans og væru ærumeiðandi aðdróttanir. Stelpan vildi hins vegar meina að hún hefði aðeins verið að vara vinkonu sína við drengnum, í ljósi þess sem hann hefði gert á hlut hennar. Ummælin hafi eingöngu verið ætluð henni, send í lokaðan hóp og ekki ætluð til birtingar. Gerendum fært þöggunarvald yfir þolendum megi þeir ekki tjá sig um eigin reynslu Í niðurstöðu héraðsdóms segir að óumdeilt sé að ummæli stúlkunnar um drenginn feli í sér staðhæfingu um að hann hafi framið svívirðilegt kynferðisbrot gagnvart henni og fleiri stúlkum. Eru ummælin samkvæmt efni sínu til þess fallin að verða stefnanda til alvarlegs álitshnekkis. Telur dómurinn hins vegar að meta þurfti hver ummæli fyrir sig. „Fyrri ummælin varða atvik sem hún hefur fullvissu um hvort raunverulega átti sér stað eða ekki, þar sem stefnda kveðst þar lýsa eigin reynslu. Með seinni ummælunum er stefnda að fullyrða um atvik sem hún hefur ekki fullvissu um hvort átti sér stað eða ekki, þar sem um er að ræða atburð sem hún kveður nafngreinda vinkonu sína hafa sagt sér frá að hafi átt sér stað,“ segir í dómi héraðsdóms. Varðandi fyrri ummælin telur Héraðsdómur Norðurlands eystra að þegar meintur þolandi tjái sig um atvik sem hún kveðst hafa upplifað sjálf sé ekki hægt að gera þá kröfu að hún sýni fram á réttmæti ummælanna, umfram þau gögn og upplýsingar sem þegar séu til staðar, en sæti að öðrum kosti dómi um ómerkingu ummælanna. Telur dómurinn að slíkt fæli í reynd í sér að gerendum væri falið þöggunarvald yfir þolendum með aðstoð dómstóla. Er þetta orðað á eftirfarandi hátt í dómi héraðsdóms: „Hafi atburðurinn gerst þá var stefndu frjálst að tjá sig um það eins og hún gerði, enda hafði hún þá sjálf fullvissu fyrir réttmæti ummælanna. Verður þess hvorki krafist að hún sanni né leiði líkur að því að atburðurinn hafi gerst. Til þess er hér að líta að orð stendur gegn orði um meint brot stefnanda gegn stefndu. Ef fallist yrði á kröfu stefnanda um ómerkingu þessa hluta ummæla stefndu og honum dæmdar miskabætur fyrir þau, fæli það í sér að þolendum afbrota væri óheimilt að tjá sig um reynslu sína nema geta sýnt fram á nægilega sterkar líkur fyrir því að brotið hafi raunverulega átt sér stað. Slík niðurstaða fæli í sér þá óviðunandi stöðu að gerendum væri falið þöggunarvald yfir þolendum með fulltingi dómstóla. Enginn mætti deila persónulegri og sannri reynslu sinni án þess að geta fært sönnur á atvikin, sem í mörgum tilvikum er ómögulegt gegn neitun geranda. Þolendur gætu ekki greint sínum nánustu frá afbroti gegn þeim, þar sem ekki væri unnt að sanna brotið. Til að mynda gæti stefnda í þessu máli þá höfðað meiðyrðamál gegn stefnanda fyrir að halda því fram að hún fari með rangt mál í ásökunum sínum á hendur stefnanda, enda getur hann ekki sannað að svo sé.“ Telur dómurinn að játa verði þolendum rýmri rétt til að lýsa eigin reynslu til að tjá sig um á reynslu, fremur en þeim sem byggðum er á sögusögnum. Annað gildi um ummæli sem byggja á sögusögnum Í dóminum er hið meinta brot drengsins gegn stúlkunni rakið nánar og segir að miðað við fyrirliggjandi gögn sé það fjarri því að drengurinn hafi sýnt fram á að stúlkan hafi farið með rangt mál, orð standi einfaldlega gegn orði. Þá telur dómurinn ekki ástæðu til að fetta fingur út í það að hvort málið hafi verið rannsakað sem kynferðisbrot eða kynferðislega áreitni, það hafi ekki þýðingu fyrir úrlausn þessa máls. Hvað varðar seinnu ummælin telur dómurinn að um þau gildi önnur sjónarmið. Er það rakið hvernig sú staðhæfing sé byggð á einu atviki sem vinkona stúlkunnar hafi greint henni frá, sem byggði á óviðeigandi strokum um rass og læri. Hafa verði í huga að vinkonan hafi ekki staðfest þessa frásögn fyrir dómi eða hjá lögreglu. Telur dómurinn ekki hægt að fallast á annað en að þarna hafi verið um óviðeigandi strokur að ræða og að stúlkunni hefði átt að vera að ljóst að slík háttsemi falli ekki undir nauðgun. Telur dómurinn því að stúlkan hafi ekki fært stoð undir réttmæti þeirra ummæla. Var því fallist á þá kröfu að seinni ummælin yrðu dæmd dauð og ómerk. Alls krafðist drengurinn 1,5 milljóna króna í miskabætur vegna málsins en í dómi héraðsdóms er tekið fram að hann telji að með því að dæma þessu einu ummæli dauð og ómerk hafi drengurinn fengið hlut sinn réttan með fullnægjandi hætti, fékk hann því engar miskabætur vegna málsins. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Þetta kemur fram í niðurstöðu héraðsdómsins í máli sem snerist um ummæli sem látin voru falla á Snapchat, þar sem ónafngreind stúlka sakaði ónafngreindan dreng um að hafa nauðgað henni, auk þess sem að hún sagði hann hafa gert það sama við aðrar stelpur. Ummæli stelpunar um að drengurinn hefði nauðgað henni voru látin standa en ummælin um að hann hefði gert það sama við aðrar stelpur voru dæmd dauð og ómerk. Metur dómurinn það svo að fyrri ummælin hafi verið byggð á reynslu stúlkunnar, reynslu sem ekki hafi verið sýnt fram á að sé ósönn en þau seinni hafi verið byggð á sögusögnum. Dómurinn gefur til kynna að þolendur kynferðisbrota hafi rýmri rétt til að tjá sig um eigin reynslu af kynferðisbroti en réttur þeirra sé takmarkaðri þegar kemur að því að tjá sig um sögusagnir. Sendi skilaboð á vinkonu sína Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Norðurlands eystra í nóvember en var birtur í dag. Málið snerist um tvö ummæli sem voru látin falla á samfélagsmiðlinum Snapchat í mars árið 2020. Málsatvik voru þau að ónafngreind stelpa sendi skilaboð á vinkonu sína sem birst hafði á mynd á samfélagsmiðlum, þar sem hún var með ónafgreindum dreng. Spurði hún vinkonuna hvað hún væri að gera með umræddum dreng. Í framhaldinu skrifaði hún eftirfarandi til vinkonunnar á Snapchat. „ok hann nauðgaði mer hann er ástæðan að ég þurfti að flytja til ak"“ Að auki sendi hún eftirfarandi skilaboð til hennar: „allt í lagi er bara að fara ykkur við því að ég er ekki eina gellan sem að hann hefur gert þetta við“ Skjáskot af umræddum ummælum komust í hendur drengsins. Foreldrar hans leituðu þá til lögmanns og sendu stelpunni kröfubréf þar sem farið var fram á að stelpan viðurkenndi að ummælin „hann nauðgaði mér“ og „ég er ekki eina gellan sem að hann hefur gert þetta við væru röng“ væru ómerk og að hún myndi draga þau til baka. Meint brot hans gegn henni rannsökuð af lögreglu Eftir að umrætt kröfubréf barst stelpunni kærði hún drenginn fyrir kynferðisbrot, sem rannsakað var sem meint kynferðisleg áreitni. Hin meintu brot voru sögð hafa átt sér stað á árunum 2018 og 2019 í ótilgreindu þorpi þar sem þau bjuggu bæði. Rannsókn á málinu var felld niður á síðasta ári, þar sem gögn málsins þóttu ekki líkleg til sakfellingar. Mál stúlkunnar gegn drengnum var látið niður falla þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar.Vísir/Vilhelm Vildi drengurinn meina að ummælin hefðu vegið með alvarlegum hætti að æru hans og væru ærumeiðandi aðdróttanir. Stelpan vildi hins vegar meina að hún hefði aðeins verið að vara vinkonu sína við drengnum, í ljósi þess sem hann hefði gert á hlut hennar. Ummælin hafi eingöngu verið ætluð henni, send í lokaðan hóp og ekki ætluð til birtingar. Gerendum fært þöggunarvald yfir þolendum megi þeir ekki tjá sig um eigin reynslu Í niðurstöðu héraðsdóms segir að óumdeilt sé að ummæli stúlkunnar um drenginn feli í sér staðhæfingu um að hann hafi framið svívirðilegt kynferðisbrot gagnvart henni og fleiri stúlkum. Eru ummælin samkvæmt efni sínu til þess fallin að verða stefnanda til alvarlegs álitshnekkis. Telur dómurinn hins vegar að meta þurfti hver ummæli fyrir sig. „Fyrri ummælin varða atvik sem hún hefur fullvissu um hvort raunverulega átti sér stað eða ekki, þar sem stefnda kveðst þar lýsa eigin reynslu. Með seinni ummælunum er stefnda að fullyrða um atvik sem hún hefur ekki fullvissu um hvort átti sér stað eða ekki, þar sem um er að ræða atburð sem hún kveður nafngreinda vinkonu sína hafa sagt sér frá að hafi átt sér stað,“ segir í dómi héraðsdóms. Varðandi fyrri ummælin telur Héraðsdómur Norðurlands eystra að þegar meintur þolandi tjái sig um atvik sem hún kveðst hafa upplifað sjálf sé ekki hægt að gera þá kröfu að hún sýni fram á réttmæti ummælanna, umfram þau gögn og upplýsingar sem þegar séu til staðar, en sæti að öðrum kosti dómi um ómerkingu ummælanna. Telur dómurinn að slíkt fæli í reynd í sér að gerendum væri falið þöggunarvald yfir þolendum með aðstoð dómstóla. Er þetta orðað á eftirfarandi hátt í dómi héraðsdóms: „Hafi atburðurinn gerst þá var stefndu frjálst að tjá sig um það eins og hún gerði, enda hafði hún þá sjálf fullvissu fyrir réttmæti ummælanna. Verður þess hvorki krafist að hún sanni né leiði líkur að því að atburðurinn hafi gerst. Til þess er hér að líta að orð stendur gegn orði um meint brot stefnanda gegn stefndu. Ef fallist yrði á kröfu stefnanda um ómerkingu þessa hluta ummæla stefndu og honum dæmdar miskabætur fyrir þau, fæli það í sér að þolendum afbrota væri óheimilt að tjá sig um reynslu sína nema geta sýnt fram á nægilega sterkar líkur fyrir því að brotið hafi raunverulega átt sér stað. Slík niðurstaða fæli í sér þá óviðunandi stöðu að gerendum væri falið þöggunarvald yfir þolendum með fulltingi dómstóla. Enginn mætti deila persónulegri og sannri reynslu sinni án þess að geta fært sönnur á atvikin, sem í mörgum tilvikum er ómögulegt gegn neitun geranda. Þolendur gætu ekki greint sínum nánustu frá afbroti gegn þeim, þar sem ekki væri unnt að sanna brotið. Til að mynda gæti stefnda í þessu máli þá höfðað meiðyrðamál gegn stefnanda fyrir að halda því fram að hún fari með rangt mál í ásökunum sínum á hendur stefnanda, enda getur hann ekki sannað að svo sé.“ Telur dómurinn að játa verði þolendum rýmri rétt til að lýsa eigin reynslu til að tjá sig um á reynslu, fremur en þeim sem byggðum er á sögusögnum. Annað gildi um ummæli sem byggja á sögusögnum Í dóminum er hið meinta brot drengsins gegn stúlkunni rakið nánar og segir að miðað við fyrirliggjandi gögn sé það fjarri því að drengurinn hafi sýnt fram á að stúlkan hafi farið með rangt mál, orð standi einfaldlega gegn orði. Þá telur dómurinn ekki ástæðu til að fetta fingur út í það að hvort málið hafi verið rannsakað sem kynferðisbrot eða kynferðislega áreitni, það hafi ekki þýðingu fyrir úrlausn þessa máls. Hvað varðar seinnu ummælin telur dómurinn að um þau gildi önnur sjónarmið. Er það rakið hvernig sú staðhæfing sé byggð á einu atviki sem vinkona stúlkunnar hafi greint henni frá, sem byggði á óviðeigandi strokum um rass og læri. Hafa verði í huga að vinkonan hafi ekki staðfest þessa frásögn fyrir dómi eða hjá lögreglu. Telur dómurinn ekki hægt að fallast á annað en að þarna hafi verið um óviðeigandi strokur að ræða og að stúlkunni hefði átt að vera að ljóst að slík háttsemi falli ekki undir nauðgun. Telur dómurinn því að stúlkan hafi ekki fært stoð undir réttmæti þeirra ummæla. Var því fallist á þá kröfu að seinni ummælin yrðu dæmd dauð og ómerk. Alls krafðist drengurinn 1,5 milljóna króna í miskabætur vegna málsins en í dómi héraðsdóms er tekið fram að hann telji að með því að dæma þessu einu ummæli dauð og ómerk hafi drengurinn fengið hlut sinn réttan með fullnægjandi hætti, fékk hann því engar miskabætur vegna málsins.
„Hafi atburðurinn gerst þá var stefndu frjálst að tjá sig um það eins og hún gerði, enda hafði hún þá sjálf fullvissu fyrir réttmæti ummælanna. Verður þess hvorki krafist að hún sanni né leiði líkur að því að atburðurinn hafi gerst. Til þess er hér að líta að orð stendur gegn orði um meint brot stefnanda gegn stefndu. Ef fallist yrði á kröfu stefnanda um ómerkingu þessa hluta ummæla stefndu og honum dæmdar miskabætur fyrir þau, fæli það í sér að þolendum afbrota væri óheimilt að tjá sig um reynslu sína nema geta sýnt fram á nægilega sterkar líkur fyrir því að brotið hafi raunverulega átt sér stað. Slík niðurstaða fæli í sér þá óviðunandi stöðu að gerendum væri falið þöggunarvald yfir þolendum með fulltingi dómstóla. Enginn mætti deila persónulegri og sannri reynslu sinni án þess að geta fært sönnur á atvikin, sem í mörgum tilvikum er ómögulegt gegn neitun geranda. Þolendur gætu ekki greint sínum nánustu frá afbroti gegn þeim, þar sem ekki væri unnt að sanna brotið. Til að mynda gæti stefnda í þessu máli þá höfðað meiðyrðamál gegn stefnanda fyrir að halda því fram að hún fari með rangt mál í ásökunum sínum á hendur stefnanda, enda getur hann ekki sannað að svo sé.“
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent