Stöðvum ofbeldi Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 20. janúar 2022 20:31 Í dag mælti ég fyrir þingsályktunartillögu um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál. Um er að ræða endurflutning en Silja Dögg Gunnarsdóttir fyrrverandi þingmaður Framsóknar hefur lagt málið tvisvar áður fram. Hér er um að ræða samfélagslega mikilvægt mál sem mér finnst brýnt að komist í gegnum þingið. Hver einstaklingur á að geta lifað frjáls og notið lífsins. Enginn á að þurfa að búa við ofbeldi en engu að síður eru fjölmargir einstaklingar sem búa við daglegt ofbeldi á heimilum sínu. Heimilum sem ættu öllu jafna að vera griðastaður hvers einstaklings. Heimilisofbeldi í vexti Frá því Ríkislögreglustjóri opnaði vefgátt Neyðarlínunnar vegna ofbeldis hafa að meðaltali 235 manns heimsótt hana á dag. Samkvæmt tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra er algengt að fólk lesi sér til um andlegt ofbeldi og að ungt fólk afli sér upplýsinga um ofbeldi. 600 sinnum hefur heimsókn í vefgáttina leitt til netspjalls við viðbragðsaðila. Tilkynningum til lögreglu um heimilisofbeldi hefur fjölgað jafnt og þétt á síðustu sjö árum sem og tilkynningum til barnaverndarnefnda vegna heimilisofbeldis. Rannsóknir hafa sýnt fram á að líkja má aðstæðum barns sem býr við heimilisofbeldi við aðstæður barns sem býr á stríðshrjáðu svæði. Þá eru þolendur ofbeldis fjórum sinnum líklegri að glíma við geðröskun en þeir sem ekki hafa upplifað ofbeldi. Mikilvægt er að löggjafinn standi með þessum einstaklingum og geri allt sem í hans valdi stendur til þess að verja þolendur heimilisofbeldis. Hið opinbera þarf að bregðast við Í þingsályktunartillögunni sem nú liggur fyrir er lagt til að Alþingi feli innanríkisráðherra að setja á fót starfshóp sem verði falið að móta tillögur um bætt verklag um miðlun upplýsinga um heimilisofbeldismál á milli kerfa barnaverndaryfirvalda, félagsþjónustu sveitarfélaga, heilbrigðisstofnana, skóla og lögregluembætta. Starfshópnum verði m.a. falið að móta tillögur um rýmri lagaheimildir til miðlunar upplýsinga um heimilisofbeldi milli félagsmálayfirvalda, heilbrigðisyfirvalda, menntamálayfirvalda og lögreglu og koma á fót samstarfsvettvangi stjórnvalda. Þolendur heimilisofbeldis veigra sér oft að tilkynna lögreglu um ofbeldi. Þess vegna er brýnt að þeir aðilar sem starfa náið með íbúunum geti tekið frumkvæði að því að grípa inn í með viðeigandi hætti. Þó verklagsreglur ríkislögreglustjóra hafi reynst vel og tryggt samstarf lögreglu við önnur stjórnvöld, er ljóst að formfesta þarf samstarfið í hina áttina, þ.e. milli félagsmálayfirvalda, heilbrigðisyfirvalda og menntastofnana til lögreglu. En til þess að slík upplýsingagjöf geti átt sér stað með skilvirkum hætti, með hagsmuni brotaþola að leiðarljósi, þarf skýrari forvirkar lagaheimildir til upplýsingamiðlunar. Okkar er ábyrgðin Ég bind einlægar vonir við Alþingi samþykki þessa þingsályktunartillögu. Löggjafinn þarf að standa með þolendum heimilisofbeldis, stjórnvöld eiga að geta gripið inn í aðstæður án þess að brotaþoli þurfi að vera þátttakandi í aðgerðum. Við verum að geta stöðvað ofbeldi. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi gegn börnum Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Heimilisofbeldi Alþingi Lögreglumál Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Í dag mælti ég fyrir þingsályktunartillögu um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál. Um er að ræða endurflutning en Silja Dögg Gunnarsdóttir fyrrverandi þingmaður Framsóknar hefur lagt málið tvisvar áður fram. Hér er um að ræða samfélagslega mikilvægt mál sem mér finnst brýnt að komist í gegnum þingið. Hver einstaklingur á að geta lifað frjáls og notið lífsins. Enginn á að þurfa að búa við ofbeldi en engu að síður eru fjölmargir einstaklingar sem búa við daglegt ofbeldi á heimilum sínu. Heimilum sem ættu öllu jafna að vera griðastaður hvers einstaklings. Heimilisofbeldi í vexti Frá því Ríkislögreglustjóri opnaði vefgátt Neyðarlínunnar vegna ofbeldis hafa að meðaltali 235 manns heimsótt hana á dag. Samkvæmt tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra er algengt að fólk lesi sér til um andlegt ofbeldi og að ungt fólk afli sér upplýsinga um ofbeldi. 600 sinnum hefur heimsókn í vefgáttina leitt til netspjalls við viðbragðsaðila. Tilkynningum til lögreglu um heimilisofbeldi hefur fjölgað jafnt og þétt á síðustu sjö árum sem og tilkynningum til barnaverndarnefnda vegna heimilisofbeldis. Rannsóknir hafa sýnt fram á að líkja má aðstæðum barns sem býr við heimilisofbeldi við aðstæður barns sem býr á stríðshrjáðu svæði. Þá eru þolendur ofbeldis fjórum sinnum líklegri að glíma við geðröskun en þeir sem ekki hafa upplifað ofbeldi. Mikilvægt er að löggjafinn standi með þessum einstaklingum og geri allt sem í hans valdi stendur til þess að verja þolendur heimilisofbeldis. Hið opinbera þarf að bregðast við Í þingsályktunartillögunni sem nú liggur fyrir er lagt til að Alþingi feli innanríkisráðherra að setja á fót starfshóp sem verði falið að móta tillögur um bætt verklag um miðlun upplýsinga um heimilisofbeldismál á milli kerfa barnaverndaryfirvalda, félagsþjónustu sveitarfélaga, heilbrigðisstofnana, skóla og lögregluembætta. Starfshópnum verði m.a. falið að móta tillögur um rýmri lagaheimildir til miðlunar upplýsinga um heimilisofbeldi milli félagsmálayfirvalda, heilbrigðisyfirvalda, menntamálayfirvalda og lögreglu og koma á fót samstarfsvettvangi stjórnvalda. Þolendur heimilisofbeldis veigra sér oft að tilkynna lögreglu um ofbeldi. Þess vegna er brýnt að þeir aðilar sem starfa náið með íbúunum geti tekið frumkvæði að því að grípa inn í með viðeigandi hætti. Þó verklagsreglur ríkislögreglustjóra hafi reynst vel og tryggt samstarf lögreglu við önnur stjórnvöld, er ljóst að formfesta þarf samstarfið í hina áttina, þ.e. milli félagsmálayfirvalda, heilbrigðisyfirvalda og menntastofnana til lögreglu. En til þess að slík upplýsingagjöf geti átt sér stað með skilvirkum hætti, með hagsmuni brotaþola að leiðarljósi, þarf skýrari forvirkar lagaheimildir til upplýsingamiðlunar. Okkar er ábyrgðin Ég bind einlægar vonir við Alþingi samþykki þessa þingsályktunartillögu. Löggjafinn þarf að standa með þolendum heimilisofbeldis, stjórnvöld eiga að geta gripið inn í aðstæður án þess að brotaþoli þurfi að vera þátttakandi í aðgerðum. Við verum að geta stöðvað ofbeldi. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun